Musk veltir Bitcoin aftur af stað Snorri Másson skrifar 14. júní 2021 16:45 Elon Musk hefur verið sakaður um markaðsmisnotkun með sífelldum ummælum sínum um Bitcoin, sem hafa jafnan gríðarleg áhrif á rafmyntarmarkaði. AP/Hannibal Hanschke Virði Bitcoin hefur hækkað um 12% eftir að Elon Musk auðkýfingur ítrekaði áform fyrirtækis síns, Tesla, um að taka við rafmyntinni þegar Bitcoin-gröftur væri kominn í umhverfisvænna horf. Bitcoin er komið yfir 40.000 Bandaríkjadali í fyrsta skipti frá 21. maí, en um það leyti hrundi virði myntarinnar í kjölfar ummæla sama manns. Þá tilkynnti Musk um að Tesla ætlaði ekki að taka við gjaldmiðlinum á meðan rafmyntargröfturinn væri eins vistskæður. Nú hefur Musk tekið af allan vafa um að fyrirtækið ætli sér sannarlega að stunda viðskipti með gjaldmiðlinum þegar til þess kemur. Musk brást við þegar suðurafrískur fjárfestir sakaði hann um markaðsmisnotkun með sífelldum ummælum sínum af og á um Bitcoin. „Þegar staðfesting fæst á skynsamlegri (um 50%) hreinni orkunotkun í rafmyntargreftri með jákvæðum horfum til framtíðar, mun Tesla aftur leyfa millifærslur með Bitcoin,“ skrifaði Musk. This is inaccurate. Tesla only sold ~10% of holdings to confirm BTC could be liquidated easily without moving market.When there’s confirmation of reasonable (~50%) clean energy usage by miners with positive future trend, Tesla will resume allowing Bitcoin transactions.— Elon Musk (@elonmusk) June 13, 2021 Eitt Bitcoin var metið á um 65.000 dali um miðjan apríl en hafði hrunið um helming niður í 32.000 dali 8. júní. Nú gæti horft til betri tíðar fyrir rafmyntina eftir hressilega dýfu. Fjárfestirinn Paul Tudor Jones ýtti síðan enn á siglingu Bitcoin með ummælum sínum í dag um að hann leitaðist við að eiga alltaf ákveðið mikið af Bitcoin-i í sínu fjárfestingasafni. Mikil efasemdarbylgja hefur gengið um rafmyntarheiminn undanfarinn mánuð eftir að Elon Musk hratt af stað síðustu dýfu. Þrátt fyrir að hafa hrunið í kjölfar hennar, hefur virði myntarinnar þó aukist um 30% frá upphafi ársins 2021. Tesla Rafmyntir Tengdar fréttir Tesla hættir að taka við Bitcoin Tesla mun framvegis ekki taka við rafmyntinni Bitcoin sem greiðslu vegna umhverfissjónarmiða. Elon Musk, forstjóri Tesla, segir umhverfisáhrif þess að grafa eftir rafmyntinni ekki réttlætanleg. 13. maí 2021 08:52 Bitcoin og aðrar rafmyntir í frjálsu falli Rafmyntin Bitcoin hefur hrunið í virði í dag. Virði myntarinnar hefur lækkað stöðugt undanfarna fimm daga en botninn virðist taka úr þegar ráðmenn í Kína tilkynntu að herða ætti ólarnar á rafmyntum þar í landi. 19. maí 2021 15:31 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bitcoin er komið yfir 40.000 Bandaríkjadali í fyrsta skipti frá 21. maí, en um það leyti hrundi virði myntarinnar í kjölfar ummæla sama manns. Þá tilkynnti Musk um að Tesla ætlaði ekki að taka við gjaldmiðlinum á meðan rafmyntargröfturinn væri eins vistskæður. Nú hefur Musk tekið af allan vafa um að fyrirtækið ætli sér sannarlega að stunda viðskipti með gjaldmiðlinum þegar til þess kemur. Musk brást við þegar suðurafrískur fjárfestir sakaði hann um markaðsmisnotkun með sífelldum ummælum sínum af og á um Bitcoin. „Þegar staðfesting fæst á skynsamlegri (um 50%) hreinni orkunotkun í rafmyntargreftri með jákvæðum horfum til framtíðar, mun Tesla aftur leyfa millifærslur með Bitcoin,“ skrifaði Musk. This is inaccurate. Tesla only sold ~10% of holdings to confirm BTC could be liquidated easily without moving market.When there’s confirmation of reasonable (~50%) clean energy usage by miners with positive future trend, Tesla will resume allowing Bitcoin transactions.— Elon Musk (@elonmusk) June 13, 2021 Eitt Bitcoin var metið á um 65.000 dali um miðjan apríl en hafði hrunið um helming niður í 32.000 dali 8. júní. Nú gæti horft til betri tíðar fyrir rafmyntina eftir hressilega dýfu. Fjárfestirinn Paul Tudor Jones ýtti síðan enn á siglingu Bitcoin með ummælum sínum í dag um að hann leitaðist við að eiga alltaf ákveðið mikið af Bitcoin-i í sínu fjárfestingasafni. Mikil efasemdarbylgja hefur gengið um rafmyntarheiminn undanfarinn mánuð eftir að Elon Musk hratt af stað síðustu dýfu. Þrátt fyrir að hafa hrunið í kjölfar hennar, hefur virði myntarinnar þó aukist um 30% frá upphafi ársins 2021.
Tesla Rafmyntir Tengdar fréttir Tesla hættir að taka við Bitcoin Tesla mun framvegis ekki taka við rafmyntinni Bitcoin sem greiðslu vegna umhverfissjónarmiða. Elon Musk, forstjóri Tesla, segir umhverfisáhrif þess að grafa eftir rafmyntinni ekki réttlætanleg. 13. maí 2021 08:52 Bitcoin og aðrar rafmyntir í frjálsu falli Rafmyntin Bitcoin hefur hrunið í virði í dag. Virði myntarinnar hefur lækkað stöðugt undanfarna fimm daga en botninn virðist taka úr þegar ráðmenn í Kína tilkynntu að herða ætti ólarnar á rafmyntum þar í landi. 19. maí 2021 15:31 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Tesla hættir að taka við Bitcoin Tesla mun framvegis ekki taka við rafmyntinni Bitcoin sem greiðslu vegna umhverfissjónarmiða. Elon Musk, forstjóri Tesla, segir umhverfisáhrif þess að grafa eftir rafmyntinni ekki réttlætanleg. 13. maí 2021 08:52
Bitcoin og aðrar rafmyntir í frjálsu falli Rafmyntin Bitcoin hefur hrunið í virði í dag. Virði myntarinnar hefur lækkað stöðugt undanfarna fimm daga en botninn virðist taka úr þegar ráðmenn í Kína tilkynntu að herða ætti ólarnar á rafmyntum þar í landi. 19. maí 2021 15:31