Ósanngjarnt að þetta sé eina námið sem stendur fötluðum til boða Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. júní 2021 07:00 Lára Þorsteinsdóttir ræddi málefni fatlaðra í þættinum Spjallið með Góðvild. Mission framleiðsla Lára Þorsteinsdóttir, 22 ára kona með einhverfu, gagnrýnir framboð á námi við Háskóla Íslands fyrir fatlað fólk og segir það mjög takmarkað. Fatlaðir eigi rétt á menntun eins og aðrir og því þurfi að bæta úr þessu. Lára er gestur í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild. Hún segir þar meðal annars að hún eigi marga drauma. „Einn er að halda áfram að mennta mig og annar er að fá NPA samning sem fyrst til þess að geta flutt að heiman og farið að lifa sjálfstæðu lífi,“ útskýrir Lára. „Ég á góða fjölskyldu. Pabbi vinnur við kvikmyndagerð og fjölmiðla og mamma er leikkona. Ég á stóran bróður sem heitir Tómas og litla systur sem heitir Kristín og elska þau mjög mikið.“ Foreldrar Láru eru Þorsteinn J. Vilhjálmsson og María Ellingsen. Lára segir að leikskólinn hafi verið skemmtilegur en í grunnskóla hafi henni stundum verið strítt. „Ég elska að lesa og herbergið mitt er fullt af bókum. Allir á bókasafninu þekkja mig mjög vel og bókabúðin er líka uppáhalds, segir Lára aðspurð um sín áhugamál. Hún hefur líka áhuga á dýrum, leiklist, söng, myndlist.“ Lára og Guðni Th. forseti Íslands. Þau ræddu meðal annars um námsframboð fyrir fatlað fólk. Afmarkað starfsvið Lára lærði í sérdeild Menntaskólans í Kópavogi, fór í lýðháskólann Lunga á Seyðisfirði. Hún starfar í dag á leikskóla og á kaffihúsi. Hún segir að það sé samt mikilvægt að vera alltaf að bæta við sig þekkingu en fyrir hana eru möguleikarnir ekki margir. „Nú er ég að sækja um starfstengt diplómanám í Háskóla Íslands sem er mjög spennandi. En á sama tíma finnst mér mjög sérstakt og eiginlega mjög ósanngjarnt að þetta er eina námið sem stendur fólki með fötlun til boða innan HÍ.“ Lára er mikill dýravinur og er stundum kölluð hundahvíslari. Að námi loknu sé miðað við að nemendur geti starfað á bókasafni, leikskóla eða í frístundamiðstöð. „Allt saman ágætt og ég sem betur fer með áhuga á því, en þarna er verið að velja fyrir okkur mjög afmarkað svið sem starfsvettvang.“ Bókaormur með 10 í sagnfræði Hún bendir einnig á að aðeins fimmtán komist inn í námið og eingöngu séu teknir inn nýir nemendur annað hvert ár. Í heimsfaraldrinum hafi talan meira að segja lækkað niður í átta. „Fyrir bókaorm eins og mig sem hefur brennandi áhuga á sagnfræði og fékk tíu í sagnfræði í menntaskóla, þá hefði ég til dæmis svo gjarnan viljað sækja líka tíma í sagnfræðideildinni.“ Lára ásamt samstarfsfólki sínu á Te og kaffi. Það ætti ekki að vera flókið að opna meiri möguleika fyrir fólk með fötlun í Háskólanum, verkmenntaskólum og á vinnumarkaði. Nógu einangrandi er þetta samt. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Lára Þorsteinsdóttir Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020. Háskólar Spjallið með Góðvild Mest lesið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira
Lára er gestur í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild. Hún segir þar meðal annars að hún eigi marga drauma. „Einn er að halda áfram að mennta mig og annar er að fá NPA samning sem fyrst til þess að geta flutt að heiman og farið að lifa sjálfstæðu lífi,“ útskýrir Lára. „Ég á góða fjölskyldu. Pabbi vinnur við kvikmyndagerð og fjölmiðla og mamma er leikkona. Ég á stóran bróður sem heitir Tómas og litla systur sem heitir Kristín og elska þau mjög mikið.“ Foreldrar Láru eru Þorsteinn J. Vilhjálmsson og María Ellingsen. Lára segir að leikskólinn hafi verið skemmtilegur en í grunnskóla hafi henni stundum verið strítt. „Ég elska að lesa og herbergið mitt er fullt af bókum. Allir á bókasafninu þekkja mig mjög vel og bókabúðin er líka uppáhalds, segir Lára aðspurð um sín áhugamál. Hún hefur líka áhuga á dýrum, leiklist, söng, myndlist.“ Lára og Guðni Th. forseti Íslands. Þau ræddu meðal annars um námsframboð fyrir fatlað fólk. Afmarkað starfsvið Lára lærði í sérdeild Menntaskólans í Kópavogi, fór í lýðháskólann Lunga á Seyðisfirði. Hún starfar í dag á leikskóla og á kaffihúsi. Hún segir að það sé samt mikilvægt að vera alltaf að bæta við sig þekkingu en fyrir hana eru möguleikarnir ekki margir. „Nú er ég að sækja um starfstengt diplómanám í Háskóla Íslands sem er mjög spennandi. En á sama tíma finnst mér mjög sérstakt og eiginlega mjög ósanngjarnt að þetta er eina námið sem stendur fólki með fötlun til boða innan HÍ.“ Lára er mikill dýravinur og er stundum kölluð hundahvíslari. Að námi loknu sé miðað við að nemendur geti starfað á bókasafni, leikskóla eða í frístundamiðstöð. „Allt saman ágætt og ég sem betur fer með áhuga á því, en þarna er verið að velja fyrir okkur mjög afmarkað svið sem starfsvettvang.“ Bókaormur með 10 í sagnfræði Hún bendir einnig á að aðeins fimmtán komist inn í námið og eingöngu séu teknir inn nýir nemendur annað hvert ár. Í heimsfaraldrinum hafi talan meira að segja lækkað niður í átta. „Fyrir bókaorm eins og mig sem hefur brennandi áhuga á sagnfræði og fékk tíu í sagnfræði í menntaskóla, þá hefði ég til dæmis svo gjarnan viljað sækja líka tíma í sagnfræðideildinni.“ Lára ásamt samstarfsfólki sínu á Te og kaffi. Það ætti ekki að vera flókið að opna meiri möguleika fyrir fólk með fötlun í Háskólanum, verkmenntaskólum og á vinnumarkaði. Nógu einangrandi er þetta samt. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Lára Þorsteinsdóttir Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Háskólar Spjallið með Góðvild Mest lesið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira