Gary Neville telur Liverpool hafa gert stór mistök Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2021 10:00 Georginio Wijnaldum fagnar marki sínu með hollenska landsliðinu á móti Úkraínu í gær. AP/Peter Dejong Georginio Wijnaldum minnti á sig í sigri Hollendinga á Evrópumótinu í gærkvöldi með því að skora fyrsta markið í 3-2 sigri á Úkraínu. Wijnaldum hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool og ein orðhvöt Manchester United goðsögn er á því að Liverpool liðið eigi eftir að sakna hollenska miðjumannsins mikið á næstu leiktíð. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þarf að leita að nýjum miðjumanni í sumar eftir að Georginio Wijnaldum rann út á samning og ákvað að semja við franska félagið Paris Saint Germain. 'Unsung hero' - Gary Neville makes Gini Wijnaldum claim after Liverpool exit #lfchttps://t.co/E0cCGsI4Vm— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) June 13, 2021 Gary Neville, knattspynuspekingur og Manchetser United goðsögn, er mikill aðdáandi Georginio Wijnaldum en hann hefur oft hrósað honum mikið fyrir frammistöðu hans með Liverpool. Neville varar Liverpool fólk við því að liðið þeirra eigi eftir að sjá mikið eftir því að Hollendingurinn hafi fengið að fara frítt. „Hann hefur ekki fengið það lof sem hann á skilið. Fólk er alltaf að tala um frábæru leikmennina hjá Liverpool og nefna hann sjaldnast á nafn,“ sagði Gary Neville á ITV Sport. „Ég held að þeir eigi eftir að sakna hans mikið á næsta tímabili. Það verður mjög erfitt fyrir Liverpool að finna mann í hans stað. Hann er einn af þessum leikmönnum sem heldur hlutunum gangandi,“ sagði Neville sem er á því að Liverpool hafi þarna gert stór mistök. Georginio Wijnaldum has scored 15 goals in his last 26 appearances for the Netherlands #EURO2020 pic.twitter.com/wZMk2eMQzZ— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 13, 2021 „Þú horfir kannski ekki á hann spila og heldur að hann sé að gera einhverja stórbrotna hluti. Ég get samt ímyndað mér það að liðfélagarnir beri mikla virðingu fyrir honum því hann dekkar stórt svæði á vellinum. Hann einfaldar hlutina fyrir liðsfélaga sína. Hann er óeigingjarn leikmaður og mjög mikilvægur fyrir þetta hollenska lið,“ sagði Neville. Yves Bissouma hjá Brighton, Florian Neuhaus hjá Borussia Monchengladbach og Youri Tielemans hjá Leicester hafa allir verið orðaðir við Liverpool sem hugsanlegur eftirmaður Georginio Wijnaldum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þarf að leita að nýjum miðjumanni í sumar eftir að Georginio Wijnaldum rann út á samning og ákvað að semja við franska félagið Paris Saint Germain. 'Unsung hero' - Gary Neville makes Gini Wijnaldum claim after Liverpool exit #lfchttps://t.co/E0cCGsI4Vm— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) June 13, 2021 Gary Neville, knattspynuspekingur og Manchetser United goðsögn, er mikill aðdáandi Georginio Wijnaldum en hann hefur oft hrósað honum mikið fyrir frammistöðu hans með Liverpool. Neville varar Liverpool fólk við því að liðið þeirra eigi eftir að sjá mikið eftir því að Hollendingurinn hafi fengið að fara frítt. „Hann hefur ekki fengið það lof sem hann á skilið. Fólk er alltaf að tala um frábæru leikmennina hjá Liverpool og nefna hann sjaldnast á nafn,“ sagði Gary Neville á ITV Sport. „Ég held að þeir eigi eftir að sakna hans mikið á næsta tímabili. Það verður mjög erfitt fyrir Liverpool að finna mann í hans stað. Hann er einn af þessum leikmönnum sem heldur hlutunum gangandi,“ sagði Neville sem er á því að Liverpool hafi þarna gert stór mistök. Georginio Wijnaldum has scored 15 goals in his last 26 appearances for the Netherlands #EURO2020 pic.twitter.com/wZMk2eMQzZ— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 13, 2021 „Þú horfir kannski ekki á hann spila og heldur að hann sé að gera einhverja stórbrotna hluti. Ég get samt ímyndað mér það að liðfélagarnir beri mikla virðingu fyrir honum því hann dekkar stórt svæði á vellinum. Hann einfaldar hlutina fyrir liðsfélaga sína. Hann er óeigingjarn leikmaður og mjög mikilvægur fyrir þetta hollenska lið,“ sagði Neville. Yves Bissouma hjá Brighton, Florian Neuhaus hjá Borussia Monchengladbach og Youri Tielemans hjá Leicester hafa allir verið orðaðir við Liverpool sem hugsanlegur eftirmaður Georginio Wijnaldum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Sjá meira