Djokovic lenti í miklum vandræðum með Stefanos Tsitsipas – sem situr í fimmta sæti heimslistans - í úrslitum mótsins á Roland Garros-vellinum í París í dag.
Tsitsipas vann fyrstu tvö settin og allt í einu var Djokovic – sem er í efsta sæti heimslistans – í tómu tjóni.
Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur settunum hófst endurkoman ótrúlega. Djokovic vann þriðja sett leiksins 6-3, fjórða settið 6-2 og að lokum fimmta settið 6-4.
The pride of Serbia #RolandGarros | @DjokerNole pic.twitter.com/KHBCQbOkqg
— Roland-Garros (@rolandgarros) June 13, 2021
Djokovic hefur nú unnið 19 risatitla á ferlinum og vantar því aðeins einn titil til viðbótar til að jafna þá Roger Federer og Rafael Nadal sem hafa báðir unnið tuttugu risatitla.
