Örlög Netanjahús ráðast í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júní 2021 08:13 Að öllum líkindum mun ellefu ára stjórnartíð Benjamíns Netanjahús ljúka í dag. Hann mun þó að öllum líkindum vera fremstur í fylkingu stjórnarandstöðuliða á þessu kjörtímabili. AP Ísraelska þingið mun greiða atkvæði um nýja ríkisstjórn í dag. Verði ríkisstjórnin samþykkt af meirihluta þingsins markar það endalok 12 ára stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels. Hinn 71 árs gamli Netanjahú hefur verið áhrifamesti stjórnmálamaður Ísraels í langan tíma, jafnvel áður en hann varð forsætisráðherra. Eftir að Netanjahú tókst ekki að mynda nýja ríkisstjórn eftir fjórðu þingkosningarnar á tveimur árum var Yair Lapid, leiðtoga Yesh Atid, veitt tækifæri til ríkisstjórnarmyndunar. Hann komst að samkomulagi við Naftali Bennett, leiðtoga Yamina flokksins, um að mynda ríkisstjórn en alls verða átta flokkar í nýjum stjórnarmeirihluta. Allar líkur eru taldar á því að ríkisstjórnin nýja verði samþykkt af þinginu í dag. Bennett mun sitja sem forsætisráðherra næstu tvö árin áður en Lapid tekur við keflinu. Verkefnið sem býður þeirra verður ekki auðvelt, enda eru flokkarnir í ríkisstjórninni alls staðar úr stjórnmálum, þar á meðal flokkur Araba. Stefna nýrrar stjórnar felst einna helst í innanlandsuppbyggingu og mun stjórnin líklegast forðast eldfim alþjóðamál, eins og málefni Palestínu. Einhverjir hafa litla trú á nýrri ríkisstjórn. Flokkarnir koma úr öllum áttum: Yesh Atid er miðjuflokkur, Yamina er þjóðernisflokkur, Ra‘am er flokkur Araba í Ísrael, Kahol Lavan er frjálslynd miðju samsteypa, Israel Beiteinu er hægri þjóðernisflokkur, Labor er þjóðernisflokkur sósíaldemókrata, New Hope er enn einn hægriflokkurinn og Meretz er vinstri grænn flokkur. Það verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu mála í dag. Meirihlutinn er rétt nægur til að kallast meirihluti, ríkisstjórnarflokkarnir hafa 61 af 120 sætum á þinginu. Hljóti ríkisstjórnin samþykki þingsins mun hún samt þurfa að mæta Netanjahú allt næsta kjörtímabil en hann mun að öllum líkindum vera fremstur í flokki stjórnarandstöðunnar. Ísrael Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael og markar það endalok tveggja ára stjórnarkreppu. Það markar jafnframt endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. 2. júní 2021 21:21 Stjórnarandstöðuleiðtogar í kapphlaupi við tímann Stjórnarandstöðuleiðtogar í Ísrael hafa nú aðeins fjóra klukkutíma til stefnu til þess að mynda nýja ríkisstjórn áður en fresturinn rennur út. Takist þeim að ná markmiðinu markar það endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra landsins. 2. júní 2021 17:15 Isaac Herzog er nýr forseti Ísraels Isaac Herzog var kjörinn forseti Ísraels í dag og verður ellefti forseti landsins. Hann tekur við af Reuven Rivlin. Atkvæðagreiðsla var haldin á meðal 120 meðlima þingsins og hafði Herzog betur en fyrirlesarinn Miriam Peretz. 2. júní 2021 13:11 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Sjá meira
Hinn 71 árs gamli Netanjahú hefur verið áhrifamesti stjórnmálamaður Ísraels í langan tíma, jafnvel áður en hann varð forsætisráðherra. Eftir að Netanjahú tókst ekki að mynda nýja ríkisstjórn eftir fjórðu þingkosningarnar á tveimur árum var Yair Lapid, leiðtoga Yesh Atid, veitt tækifæri til ríkisstjórnarmyndunar. Hann komst að samkomulagi við Naftali Bennett, leiðtoga Yamina flokksins, um að mynda ríkisstjórn en alls verða átta flokkar í nýjum stjórnarmeirihluta. Allar líkur eru taldar á því að ríkisstjórnin nýja verði samþykkt af þinginu í dag. Bennett mun sitja sem forsætisráðherra næstu tvö árin áður en Lapid tekur við keflinu. Verkefnið sem býður þeirra verður ekki auðvelt, enda eru flokkarnir í ríkisstjórninni alls staðar úr stjórnmálum, þar á meðal flokkur Araba. Stefna nýrrar stjórnar felst einna helst í innanlandsuppbyggingu og mun stjórnin líklegast forðast eldfim alþjóðamál, eins og málefni Palestínu. Einhverjir hafa litla trú á nýrri ríkisstjórn. Flokkarnir koma úr öllum áttum: Yesh Atid er miðjuflokkur, Yamina er þjóðernisflokkur, Ra‘am er flokkur Araba í Ísrael, Kahol Lavan er frjálslynd miðju samsteypa, Israel Beiteinu er hægri þjóðernisflokkur, Labor er þjóðernisflokkur sósíaldemókrata, New Hope er enn einn hægriflokkurinn og Meretz er vinstri grænn flokkur. Það verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu mála í dag. Meirihlutinn er rétt nægur til að kallast meirihluti, ríkisstjórnarflokkarnir hafa 61 af 120 sætum á þinginu. Hljóti ríkisstjórnin samþykki þingsins mun hún samt þurfa að mæta Netanjahú allt næsta kjörtímabil en hann mun að öllum líkindum vera fremstur í flokki stjórnarandstöðunnar.
Ísrael Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael og markar það endalok tveggja ára stjórnarkreppu. Það markar jafnframt endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. 2. júní 2021 21:21 Stjórnarandstöðuleiðtogar í kapphlaupi við tímann Stjórnarandstöðuleiðtogar í Ísrael hafa nú aðeins fjóra klukkutíma til stefnu til þess að mynda nýja ríkisstjórn áður en fresturinn rennur út. Takist þeim að ná markmiðinu markar það endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra landsins. 2. júní 2021 17:15 Isaac Herzog er nýr forseti Ísraels Isaac Herzog var kjörinn forseti Ísraels í dag og verður ellefti forseti landsins. Hann tekur við af Reuven Rivlin. Atkvæðagreiðsla var haldin á meðal 120 meðlima þingsins og hafði Herzog betur en fyrirlesarinn Miriam Peretz. 2. júní 2021 13:11 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Ísrael og markar það endalok tveggja ára stjórnarkreppu. Það markar jafnframt endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. 2. júní 2021 21:21
Stjórnarandstöðuleiðtogar í kapphlaupi við tímann Stjórnarandstöðuleiðtogar í Ísrael hafa nú aðeins fjóra klukkutíma til stefnu til þess að mynda nýja ríkisstjórn áður en fresturinn rennur út. Takist þeim að ná markmiðinu markar það endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra landsins. 2. júní 2021 17:15
Isaac Herzog er nýr forseti Ísraels Isaac Herzog var kjörinn forseti Ísraels í dag og verður ellefti forseti landsins. Hann tekur við af Reuven Rivlin. Atkvæðagreiðsla var haldin á meðal 120 meðlima þingsins og hafði Herzog betur en fyrirlesarinn Miriam Peretz. 2. júní 2021 13:11
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila