Arnar Gunnlaugsson: Kári sagði fyrir leik að Stjarnan myndi vinna Val Andri Már Eggertsson skrifar 12. júní 2021 19:40 Víkingar eru komnir á toppinn. Vísir/Bára Dröfn Víkingar fóru á toppinn eftir góðan 2-0 sigur á FH. Nikolaj Hansen gerði bæði mörk Víkings og er orðinn markahæstur í deildinni. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var afar kátur eftir leik. „Kári Árnason sagði við strákana fyrir leik að hann hefði tilfinningu fyrir því að Valur tapa fyrir Stjörnunni sem myndi þýða að við þyrftum að klára okkar verkefni." „Fyrstu tíu mínútur leiksins voru FH-ingar allt í öllu en síðan fengum við meðbyr þegar við unnum fyrsta skalla einvígið. Það fór að blása sem varð til þess að gæðin í leiknum minnkaði en við vorum þéttir í dag," sagði Arnar sáttur með sigurinn. Nikolaj Hansen gerði bæði mörk Víkings og er Arnar afar sáttur með hans framlag það sem af er móti. „Nikolaj hefur alltaf verið góður á æfingum en nú hefur hann tekið sig meira á í æfingum og mataræði. Hann hefur fengið gagnrýni fyrir markaleysi en hann hefur svarað því vel á þessu tímabili." Það gladdi Arnar mikið hvað hans menn voru góðir í að loka á sóknarmenn FH sem sköpuðu sér lítið af færum. Adam Ægir Pálsson hefur fengið lítið af tækifærum í liði Víkings en hann fékk tækifæri síðustu tuttugu mínútur leiksins sem hann nýtti fullkomlega. „Adam fór út af vegna þess að við héldum að hann væri í ólagi, við vorum með skiptingu klára um að taka Nikolaj út af en það var svo lítið eftir að við tókum Adam út af sem er í góðu lagi." „Adam má vera stoltur af sinni frammistöðu, þetta er búið að vera erfitt hjá honum í sumar en hann kom inn með mikinn kraft í dag," sagði Arnar um Adam. Arnar sagði að það væri ekkert til í þeim sögum að Víkingar hafi lagt fram tilboð í Andra Rúnar Bjarnason. Þá er Kwame Quee landsliðsverkefni en Arnar átti von á honum í næsta leik Víkings. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira
„Kári Árnason sagði við strákana fyrir leik að hann hefði tilfinningu fyrir því að Valur tapa fyrir Stjörnunni sem myndi þýða að við þyrftum að klára okkar verkefni." „Fyrstu tíu mínútur leiksins voru FH-ingar allt í öllu en síðan fengum við meðbyr þegar við unnum fyrsta skalla einvígið. Það fór að blása sem varð til þess að gæðin í leiknum minnkaði en við vorum þéttir í dag," sagði Arnar sáttur með sigurinn. Nikolaj Hansen gerði bæði mörk Víkings og er Arnar afar sáttur með hans framlag það sem af er móti. „Nikolaj hefur alltaf verið góður á æfingum en nú hefur hann tekið sig meira á í æfingum og mataræði. Hann hefur fengið gagnrýni fyrir markaleysi en hann hefur svarað því vel á þessu tímabili." Það gladdi Arnar mikið hvað hans menn voru góðir í að loka á sóknarmenn FH sem sköpuðu sér lítið af færum. Adam Ægir Pálsson hefur fengið lítið af tækifærum í liði Víkings en hann fékk tækifæri síðustu tuttugu mínútur leiksins sem hann nýtti fullkomlega. „Adam fór út af vegna þess að við héldum að hann væri í ólagi, við vorum með skiptingu klára um að taka Nikolaj út af en það var svo lítið eftir að við tókum Adam út af sem er í góðu lagi." „Adam má vera stoltur af sinni frammistöðu, þetta er búið að vera erfitt hjá honum í sumar en hann kom inn með mikinn kraft í dag," sagði Arnar um Adam. Arnar sagði að það væri ekkert til í þeim sögum að Víkingar hafi lagt fram tilboð í Andra Rúnar Bjarnason. Þá er Kwame Quee landsliðsverkefni en Arnar átti von á honum í næsta leik Víkings. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira