Sport

Vann sitt fyrsta risa­mót í París

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Barbora Krejcikova hrósaði sigri á Opna franska í dag.
Barbora Krejcikova hrósaði sigri á Opna franska í dag. EPA-EFE/IAN LANGSDON

Hin tékkneska Barbora Krejcikova gerði sér lítið fyrir og vann Opna franska meistaramótið í tennis í dag. Fyrir mót var Krejcikova ein af lægst skrifuðu keppendum þess en hún lét það ekki á sig fá og fagnaði á endanm sigri.

Krejcikova vann Anastasia Pavlyuchenkova í þremur settum í úrslitum á Roland Garros-vellinum í París í dag.

Hin 25 ára gamla Krejcikova vann fyrsta settið örugglega 6-1, Pavlyuchenkova kom til baka í öðru setti 6-2 og því þurfti þriðja settið til að knýja fram sigurvegara. 

Þar hafði Krejcikova betur 6-4 og vann sinn fimmta titil á ferlinum. Var þetta hennar fyrsti sigur á risamóti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×