Alþingi hefur komist að samkomulagi um þinglok Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 11. júní 2021 21:18 Steingrímur J. Sigfússon mun stýra sínum síðasta þingfundi á morgun. Þingheimur hefur komist að samkomulagi þess efnis að Alþingi ljúki störfum á morgun. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að Alþingi verði að störfum langt fram á næstu nótt. Öll mál sem voru á dagskrá Alþingis í dag verða afgreidd, að tveimur undanskyldum. Lagafrumvarp félags- og barnamálaráðherra um móttöku innflytjenda með vernd verður ekki afgreitt á þessu löggjafarþingi. Þá mun frumvarp heilbrigðisráðherra um beitingu nauðungar gagnvart sjúklingum einnig falla milli skips og bryggju. Oddný G. Harðardóttir segir mörg mál vera eftir en að búið sé að ræða þau vel og þau ættu því að vera fljótafgreidd. Þá tekur hún fram að mörg mál hafi fallið út af borðinu þar sem ríkisstjórnin hafi ekki komið sér saman um mikilvæg málefni. Ekkert verður af málþófi Miðflokksins Á morgun verður frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um miðhálendisþjóðgarð á dagskrá auk ellefu þingmannamála. Miðflokksmenn hafa samið um ræðutíma í umræðunni og verður því ekkert af ætluðu málþófi þeirra. Vænta má að þingheimur fagni því. Ljóst er að þegar hefur verið samþykkt að frumvarpi um miðhálendisþjóðgarð verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar og því verður það ekki afgreitt á morgun. Þó er málið ekki alveg dautt eins og Miðflokkurinn og margir þingmenn innan Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafa eflaust vonað því næsta ríkisstjórn verður líklega á einhvern hátt skuldbundin til að halda því áfram, að minnsta kosti ef Vinstri grænir eiga að vera í þeirri stjórn. En Katrín Jakobsdóttir mun væntanlega ráða mestu um hvers konar stjórn verður mynduð að kosningum loknum. Oddný G. Harðardóttir telur að stíft verði fundað á morgun og að þingmenn muni ekki komast í sumarfrí fyrr en undir morgun. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira
Öll mál sem voru á dagskrá Alþingis í dag verða afgreidd, að tveimur undanskyldum. Lagafrumvarp félags- og barnamálaráðherra um móttöku innflytjenda með vernd verður ekki afgreitt á þessu löggjafarþingi. Þá mun frumvarp heilbrigðisráðherra um beitingu nauðungar gagnvart sjúklingum einnig falla milli skips og bryggju. Oddný G. Harðardóttir segir mörg mál vera eftir en að búið sé að ræða þau vel og þau ættu því að vera fljótafgreidd. Þá tekur hún fram að mörg mál hafi fallið út af borðinu þar sem ríkisstjórnin hafi ekki komið sér saman um mikilvæg málefni. Ekkert verður af málþófi Miðflokksins Á morgun verður frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um miðhálendisþjóðgarð á dagskrá auk ellefu þingmannamála. Miðflokksmenn hafa samið um ræðutíma í umræðunni og verður því ekkert af ætluðu málþófi þeirra. Vænta má að þingheimur fagni því. Ljóst er að þegar hefur verið samþykkt að frumvarpi um miðhálendisþjóðgarð verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar og því verður það ekki afgreitt á morgun. Þó er málið ekki alveg dautt eins og Miðflokkurinn og margir þingmenn innan Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafa eflaust vonað því næsta ríkisstjórn verður líklega á einhvern hátt skuldbundin til að halda því áfram, að minnsta kosti ef Vinstri grænir eiga að vera í þeirri stjórn. En Katrín Jakobsdóttir mun væntanlega ráða mestu um hvers konar stjórn verður mynduð að kosningum loknum. Oddný G. Harðardóttir telur að stíft verði fundað á morgun og að þingmenn muni ekki komast í sumarfrí fyrr en undir morgun.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira