Ekki „skilgreindur pottur til vinnandi fólks á Íslandi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júní 2021 21:01 Drífa Snædal, forseti ASÍ. VÍSIR/VILHELM Forseti ASÍ telur að fara þurfi varlega í að bera saman kaupmátt nú og í fyrra þegar aðstæður eru allt aðrar. Samtökin muni áfram sækja kjarabætur í formi launahækkana fyrir félagsmenn þótt Samtök atvinnulífsins telji launahækkanir algjörlega óraunhæfar. Hagstofan áætlar að ráðstöfunartekjur á mann á fyrsta ársfjórðungi hafi aukist um sjö prósent frá sama ársfjórðungi í fyrra, fóru úr um níundruð og níutíu þúsund krónum og upp í tæpa eina komma eina milljón. Þá er áætlað að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 2,6 prósent á sama tímabili. Hækkun launatekna rekur Hagstofan einkum til kjarasamningsbundinna launahækkana. Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri SA sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að slíkar hækkanir væru ekki sjálfbærar í jafnmiklum samdrætti og nú er í hagkerfinu. „Þannig að það er í raun óraunhæft með öllu að telja að við getum haldið áfram að hækka laun, ekki bara algjörlega á skjön við það sem er að mælast í verðmætasköpun innanlands heldur eru launhækkanir sem verið hafa hér að mæalst algjörlega á skjön við það sem gengur og gerist í okkar nágrannaríkjum.“ Drífa Snædal forseti ASÍ segir að mæld kaupmáttaraukning milli ára sýni að markmið kjarasamninga hafi náðst, í það minnsta að hluta. „Auðvitað er það kaupmáttaraukning sem er markmið kjarasamninganna en það er hins vegar svolítið erfitt að bera saman tölurnar á fyrsta ársfjórðungi á þessu ári og í fyrra því aðstæðurnar eru allt allt aðrar,“ segir Drífa. ASÍ sýnist að hækkun hreinna launatekna með tilliti til verðbólgu og fólksfjölgunar á tímabilinu sé ekki mikil. Viðbrögð SA við framhaldinu séu fyrirsjáanleg. „Við lítum ekki á það þannig að það sé skilgreindur pottur til vinnandi fólks á Íslandi en við eigum eftir að greina þetta og búa til samningsmarkmið og svo framvegis en auðvitað eru þau í grunninn að auka kaupmátt með einhverjum ráðum, hvort sem það er stytting vinnuvikunnar, lækkun húsnæðiskostnaðar eða hækkun launa,“ segir Drífa. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sambærilegar launahækkanir „óraunhæfar með öllu“ Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ánægjulegt að markmið um kaupmáttaraukningu hafi náðst í kórónuveirufaraldrinum með síðustu kjarasamningum. Það sé hins vegar ekki raunhæft að búast við samskonar launahækkunum á næsta samningstímabili 11. júní 2021 11:37 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Hagstofan áætlar að ráðstöfunartekjur á mann á fyrsta ársfjórðungi hafi aukist um sjö prósent frá sama ársfjórðungi í fyrra, fóru úr um níundruð og níutíu þúsund krónum og upp í tæpa eina komma eina milljón. Þá er áætlað að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 2,6 prósent á sama tímabili. Hækkun launatekna rekur Hagstofan einkum til kjarasamningsbundinna launahækkana. Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri SA sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að slíkar hækkanir væru ekki sjálfbærar í jafnmiklum samdrætti og nú er í hagkerfinu. „Þannig að það er í raun óraunhæft með öllu að telja að við getum haldið áfram að hækka laun, ekki bara algjörlega á skjön við það sem er að mælast í verðmætasköpun innanlands heldur eru launhækkanir sem verið hafa hér að mæalst algjörlega á skjön við það sem gengur og gerist í okkar nágrannaríkjum.“ Drífa Snædal forseti ASÍ segir að mæld kaupmáttaraukning milli ára sýni að markmið kjarasamninga hafi náðst, í það minnsta að hluta. „Auðvitað er það kaupmáttaraukning sem er markmið kjarasamninganna en það er hins vegar svolítið erfitt að bera saman tölurnar á fyrsta ársfjórðungi á þessu ári og í fyrra því aðstæðurnar eru allt allt aðrar,“ segir Drífa. ASÍ sýnist að hækkun hreinna launatekna með tilliti til verðbólgu og fólksfjölgunar á tímabilinu sé ekki mikil. Viðbrögð SA við framhaldinu séu fyrirsjáanleg. „Við lítum ekki á það þannig að það sé skilgreindur pottur til vinnandi fólks á Íslandi en við eigum eftir að greina þetta og búa til samningsmarkmið og svo framvegis en auðvitað eru þau í grunninn að auka kaupmátt með einhverjum ráðum, hvort sem það er stytting vinnuvikunnar, lækkun húsnæðiskostnaðar eða hækkun launa,“ segir Drífa.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sambærilegar launahækkanir „óraunhæfar með öllu“ Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ánægjulegt að markmið um kaupmáttaraukningu hafi náðst í kórónuveirufaraldrinum með síðustu kjarasamningum. Það sé hins vegar ekki raunhæft að búast við samskonar launahækkunum á næsta samningstímabili 11. júní 2021 11:37 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Sambærilegar launahækkanir „óraunhæfar með öllu“ Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ánægjulegt að markmið um kaupmáttaraukningu hafi náðst í kórónuveirufaraldrinum með síðustu kjarasamningum. Það sé hins vegar ekki raunhæft að búast við samskonar launahækkunum á næsta samningstímabili 11. júní 2021 11:37