Dumfries óvænt hetja Hollands í ótrúlegum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2021 20:55 Mennirnir sem sáu til þess að Holland vann Úkraínu 3-2 í hreint út sagt ótrúlegum knattspyrnuleik. EPA-EFE/John Thys Holland lagði Úkraínu 3-2 í Amsterdam er liðin mættust í C-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn var mögnuð skemmtun en öll mörkin litu dagsins ljós í síðari hálfleik. Hollendingar hafa ekki verið á stórmóti síðan liðið tók þátt á HM í Brasilíu árið 2014. Þá vantar að sjálfsögðu Virgil van Dijk sem og Matthijs de Ligt. Þá var mikil óánægja með uppstillingu hollenska liðsins en Frank de Boer vill spila 3-5-2 á meðan hollenska þjóðin vill spila 4-3-3. Þjálfarinn ræður samt og liðið spilaði 3-5-2 í kvöld. Það var ekki að sjá að stóra pósta vantaði í hollenska liðið eða að leikmenn væru sama sinnis og þjóðin með uppstillingu liðsins þar sem Hollendingar spiluðu frábærlega í fyrri hálfleik. Georgiy Bushchan the Netherlands = _______#EURO2020 pic.twitter.com/qEQvOWAInz— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 13, 2021 Á einhvern ótrúlegan hátt var staðan enn markalaus er flautað var til hálfleiks en það var að mestu leyti Heorhiy Bushchan, markverði Úkraínu, að þakka en hann átti stórkostlegan leik í markinu framan af leik. Staðan því enn 0-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Hollendingar mættu hins vegar tvíefldir til leiks í síðari hálfleik og kom fyrirliðinn Gini Wijnaldum þeim yfir þegar aðeins sjö mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Bushchan tókst þá aðeins að blaka fyrirgjöf frá hægri út í teiginn þar sem Wijnaldum kom á ferðinni og lúðraði knettinum af öllu afli í netið. Staðan orðin 1-0 Hollendingum í vil. Eins marks forysta var svo fljótlega orðin að tveggja marka forystu. Wout Weghorst, stóri rumurinn í fremstu víglínu hjá Hollandi, var þá vel vakandi er boltinn datt fyrir hann í teignum og kom Hollandi í 2-0. Á 59. mínútu var staðan orðin 2-0 og Holland í góðum málum. Hlutirnir eru hins vegar fljótir að breytast í fótbolta en Andriy Yarmolenko minnkaði muninn í 2-1 með stórkostlegu marki þegar hann smurði boltann upp í samskeytin fjær þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Markið kom bókstaflega upp úr þurru og gaf Úkraínu líflínu. Sú lína var heldur betur nýtt en aðeins fjórum mínútum síðar stangaði Roman Yaremchuk aukaspyrnu Ruslan Malinovsky í netið og staðan allt í einu orðin 2-2. Þar er þó ekki öll sagan sögð en þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma ákvað varamaðurinn Nathan Aké að hengja boltann á fjær þar sem hægri vængbakvörðurinn Denzel Dumfries mætti og stangaði boltann í netið líkt og hann hefði aldrei gert neitt annað. What a moment for Denzel Dumfries! First international goal = opening game winner #EURO2020 pic.twitter.com/K5LlxE05Lc— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 13, 2021 Vissulega má setja spurningamerki við Bushchan í marki Úkraínu en eflaust var hann orðinn orkulítill eftir allar markvörslurnar í fyrri hálfleik. Staðan orðin 3-2 og tókst Hollendingum að halda út og vinna mikilvægan sigur. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Fótbolti
Holland lagði Úkraínu 3-2 í Amsterdam er liðin mættust í C-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn var mögnuð skemmtun en öll mörkin litu dagsins ljós í síðari hálfleik. Hollendingar hafa ekki verið á stórmóti síðan liðið tók þátt á HM í Brasilíu árið 2014. Þá vantar að sjálfsögðu Virgil van Dijk sem og Matthijs de Ligt. Þá var mikil óánægja með uppstillingu hollenska liðsins en Frank de Boer vill spila 3-5-2 á meðan hollenska þjóðin vill spila 4-3-3. Þjálfarinn ræður samt og liðið spilaði 3-5-2 í kvöld. Það var ekki að sjá að stóra pósta vantaði í hollenska liðið eða að leikmenn væru sama sinnis og þjóðin með uppstillingu liðsins þar sem Hollendingar spiluðu frábærlega í fyrri hálfleik. Georgiy Bushchan the Netherlands = _______#EURO2020 pic.twitter.com/qEQvOWAInz— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 13, 2021 Á einhvern ótrúlegan hátt var staðan enn markalaus er flautað var til hálfleiks en það var að mestu leyti Heorhiy Bushchan, markverði Úkraínu, að þakka en hann átti stórkostlegan leik í markinu framan af leik. Staðan því enn 0-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Hollendingar mættu hins vegar tvíefldir til leiks í síðari hálfleik og kom fyrirliðinn Gini Wijnaldum þeim yfir þegar aðeins sjö mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Bushchan tókst þá aðeins að blaka fyrirgjöf frá hægri út í teiginn þar sem Wijnaldum kom á ferðinni og lúðraði knettinum af öllu afli í netið. Staðan orðin 1-0 Hollendingum í vil. Eins marks forysta var svo fljótlega orðin að tveggja marka forystu. Wout Weghorst, stóri rumurinn í fremstu víglínu hjá Hollandi, var þá vel vakandi er boltinn datt fyrir hann í teignum og kom Hollandi í 2-0. Á 59. mínútu var staðan orðin 2-0 og Holland í góðum málum. Hlutirnir eru hins vegar fljótir að breytast í fótbolta en Andriy Yarmolenko minnkaði muninn í 2-1 með stórkostlegu marki þegar hann smurði boltann upp í samskeytin fjær þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Markið kom bókstaflega upp úr þurru og gaf Úkraínu líflínu. Sú lína var heldur betur nýtt en aðeins fjórum mínútum síðar stangaði Roman Yaremchuk aukaspyrnu Ruslan Malinovsky í netið og staðan allt í einu orðin 2-2. Þar er þó ekki öll sagan sögð en þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma ákvað varamaðurinn Nathan Aké að hengja boltann á fjær þar sem hægri vængbakvörðurinn Denzel Dumfries mætti og stangaði boltann í netið líkt og hann hefði aldrei gert neitt annað. What a moment for Denzel Dumfries! First international goal = opening game winner #EURO2020 pic.twitter.com/K5LlxE05Lc— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 13, 2021 Vissulega má setja spurningamerki við Bushchan í marki Úkraínu en eflaust var hann orðinn orkulítill eftir allar markvörslurnar í fyrri hálfleik. Staðan orðin 3-2 og tókst Hollendingum að halda út og vinna mikilvægan sigur. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti