Floyd Mayweather mætti YouTube-stjörnunni Logan Paul í umdeildum boxbardaga um helgina. Dana White, forseti UFC, var ekkert sérstaklega hrifinn af viðburðinum og sagði að það væri eflaust hægt að setja upp ansi stóran bardaga með Kim Kardashian.
„Ímyndaðu þér ef Kim Kardashian vildi berjast við Amöndu Nunes. Hversu stór yrði sá bardagi?“ sagði White.
Kardashian tók White ekki á orðinu en það gerði Nunes og skoraði á raunveruleikastjörnuna í bardaga á Twitter, í miklum hálfkæringi.
Hey @KimKardashian let s do this? lol pic.twitter.com/wJwTjof307
— Amanda Nunes (@Amanda_Leoa) June 8, 2021
Kardashian hefur reyndar smá reynslu af bardagaíþróttum. Hún mætti leikkonunni Tamöru Frapasella í boxbardaga til styrktar góðu málefni 2009 en tapaði.
Nunes er jafnan talin besta bardagakona allra tíma í blönduðum bardagalistum. Sú brasilíska hefur unnið 21 af 25 bardögum sínum á ferlinum.