Innanhússrannsókn Ernu Ólafur Stephensen skrifar 9. júní 2021 16:00 Erna Bjarnadóttir, starfsmaður Mjólkursamsölunnar og pennavinkona mín, dregur fáeinar rangar ályktanir í grein sem hún birti hér á Vísi í gær, um Félag atvinnurekenda og fríverzlunarsamning við Bretland. Ég leyfi mér að staldra við tvær. Erna vitnar í fyrsta lagi til fréttatilkynningar FA, þar sem sagt var frá því að hagsmunaaðilar í landbúnaði hefðu lagzt gegn útvíkkun fríverzlunar með búvörur milli Íslands og Bretlands. Erna segir að FA hafi greinilega fengið nákvæmar upplýsingar um hvað var að gerast í samningaviðræðum Íslands og Bretlands og fengið meiri upplýsingar en hagsmunaaðilar í landbúnaði. Ernu skal í fullri vinsemd bent á dagsetninguna á fréttatilkynningu FA. Hún var send út á mánudag en samningum við Bretland lauk í síðustu viku. FA fékk engar upplýsingar um gang viðræðnanna frá stjórnvöldum meðan á þeim stóð og ekki eftir að þeim lauk heldur, annað en það sem fram kom á vef utanríkisráðuneytisins. Formaður Bændasamtakanna upplýsti hins vegar í Morgunblaðinu á mánudag að þau hefðu átt fund með utanríkisráðuneytinu meðan á viðræðum stóð, fengið upplýsingar og komið sjónarmiðum sínum á framfæri. FA hefði verið þakklátt fyrir svipaðan aðgang, en honum var ekki fyrir að fara. Í öðru lagi segir Erna, eftir að hafa ranglega búið til í huga sér einhverja aðkomu FA að samningaviðræðunum vegna þess að félagið býr yfir upplýsingum um gang þeirra, að hún sé „fordæmalaus“, „á kostnað almennra viðskiptahagsmuna Íslands í samningaviðræðunum“ og málið verði að „rannsaka sérstaklega“. Það væri klárlega gagnlegt að hafin yrði rannsókn á óeðlilegum áhrifum sérhagsmuna á þessar samningaviðræður, en helzt gæti sú rannsókn orðið innanhússrannsókn hjá hagsmunaaðilum í landbúnaðinum – einhver úr þeirra hópi gæti nefnilega hafa verið svolítið gleiður að lýsa því hvernig tókst að koma í veg fyrir að tilboði Breta um aukna fríverzlun með búvörur yrði tekið. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Landbúnaður Tengdar fréttir Félag atvinnurekenda og fríverslunarsamningur við Bretland Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) fer mikinn þessa dagana vegna kynningar utanríkisráðherra á samningsdrögum að nýjum fríverslunarsamningi við Bretland. Í langri fréttatilkynningu FA um samningsdrögin eru hlutirnir málaðir sterkum litum. Enn og aftur rennur framkvæmdastjórinn til á svellinu, en það er ekki í fyrsta skipti. 8. júní 2021 20:01 Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Erna Bjarnadóttir, starfsmaður Mjólkursamsölunnar og pennavinkona mín, dregur fáeinar rangar ályktanir í grein sem hún birti hér á Vísi í gær, um Félag atvinnurekenda og fríverzlunarsamning við Bretland. Ég leyfi mér að staldra við tvær. Erna vitnar í fyrsta lagi til fréttatilkynningar FA, þar sem sagt var frá því að hagsmunaaðilar í landbúnaði hefðu lagzt gegn útvíkkun fríverzlunar með búvörur milli Íslands og Bretlands. Erna segir að FA hafi greinilega fengið nákvæmar upplýsingar um hvað var að gerast í samningaviðræðum Íslands og Bretlands og fengið meiri upplýsingar en hagsmunaaðilar í landbúnaði. Ernu skal í fullri vinsemd bent á dagsetninguna á fréttatilkynningu FA. Hún var send út á mánudag en samningum við Bretland lauk í síðustu viku. FA fékk engar upplýsingar um gang viðræðnanna frá stjórnvöldum meðan á þeim stóð og ekki eftir að þeim lauk heldur, annað en það sem fram kom á vef utanríkisráðuneytisins. Formaður Bændasamtakanna upplýsti hins vegar í Morgunblaðinu á mánudag að þau hefðu átt fund með utanríkisráðuneytinu meðan á viðræðum stóð, fengið upplýsingar og komið sjónarmiðum sínum á framfæri. FA hefði verið þakklátt fyrir svipaðan aðgang, en honum var ekki fyrir að fara. Í öðru lagi segir Erna, eftir að hafa ranglega búið til í huga sér einhverja aðkomu FA að samningaviðræðunum vegna þess að félagið býr yfir upplýsingum um gang þeirra, að hún sé „fordæmalaus“, „á kostnað almennra viðskiptahagsmuna Íslands í samningaviðræðunum“ og málið verði að „rannsaka sérstaklega“. Það væri klárlega gagnlegt að hafin yrði rannsókn á óeðlilegum áhrifum sérhagsmuna á þessar samningaviðræður, en helzt gæti sú rannsókn orðið innanhússrannsókn hjá hagsmunaaðilum í landbúnaðinum – einhver úr þeirra hópi gæti nefnilega hafa verið svolítið gleiður að lýsa því hvernig tókst að koma í veg fyrir að tilboði Breta um aukna fríverzlun með búvörur yrði tekið. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Félag atvinnurekenda og fríverslunarsamningur við Bretland Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) fer mikinn þessa dagana vegna kynningar utanríkisráðherra á samningsdrögum að nýjum fríverslunarsamningi við Bretland. Í langri fréttatilkynningu FA um samningsdrögin eru hlutirnir málaðir sterkum litum. Enn og aftur rennur framkvæmdastjórinn til á svellinu, en það er ekki í fyrsta skipti. 8. júní 2021 20:01
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun