Fyrsta landsliðsmark KA-manns í 31 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2021 17:00 Liðsfélagar Brynjars Inga Bjarnasonar í íslenska landsliðinu fagna honum eftir markið í gær. Getty/Boris Streubel Brynjar Ingi Bjarnason skoraði seinna mark íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í jafnteflinu á móti EM-liði Póllands gær. Það voru liðnir meira en þrír áratugir síðan að KA-maður skoraði síðast fyrir A-landslið karla. Brynjar Ingi kom Íslandi 2-1 yfir með frábærri afgreiðslu á 47. mínútu leiksins eftir að miðvörðurinn að norðan fór fram í aukaspyrnu. Brynjar lagði boltann frábærlega fyrir sig og þrumaði honum síðan óverjandi upp í þaknetið á marki Pólverja. Þetta var aðeins hans þriðji landsleikur og hans fyrsta mark. Það þarf að fara alla leið aftur til 3. apríl 1990 til að finna mark KA-manns fyrir A-landsliðið. Nákvæmlega liðu 31 ár, 2 mánuðir og 5 dagar á milli markanna. Kjartan Einarsson skoraði þá eitt af fjórum mörkum Íslands í 4-0 sigri á Bermúda í vináttulandsleik en leikið var á Þjóðarleikvanginum í Hamilton, höfuðstað Bermúdaeyja. Kjartan, sem var þá að leika sinn fyrsta landsleik, hafði gengið til liðs við KA í desember árið á undan. Hann kom Íslandi í 3-0 með marki rétt fyrir hlé en hafði áður átt stóran þátt í marki Péturs Ormslev. Kjartan lék einnig seinni leikinn í ferðinni á móti Bandaríkjunum í St. Louis án þess að skora en þetta voru hans einu landsleikir sem KA-maður. Kjartan spilaði einn landsleik til viðbótar árið eftir en þá sem leikmaður Keflavíkur. Brynjar Ingi er fimmti KA-maðurinn sem skorar fyrir íslenska landsliðið en hinir auk Kjartans hafa þeir Erlingur Kristjánsson (3 mörk 1982), Gunnar Gíslason (1983) og Steingrímur Birgisson (1984) skoraði fyrir Ísland sem leikmenn KA. HM 2022 í Katar KA Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Brynjar Ingi kom Íslandi 2-1 yfir með frábærri afgreiðslu á 47. mínútu leiksins eftir að miðvörðurinn að norðan fór fram í aukaspyrnu. Brynjar lagði boltann frábærlega fyrir sig og þrumaði honum síðan óverjandi upp í þaknetið á marki Pólverja. Þetta var aðeins hans þriðji landsleikur og hans fyrsta mark. Það þarf að fara alla leið aftur til 3. apríl 1990 til að finna mark KA-manns fyrir A-landsliðið. Nákvæmlega liðu 31 ár, 2 mánuðir og 5 dagar á milli markanna. Kjartan Einarsson skoraði þá eitt af fjórum mörkum Íslands í 4-0 sigri á Bermúda í vináttulandsleik en leikið var á Þjóðarleikvanginum í Hamilton, höfuðstað Bermúdaeyja. Kjartan, sem var þá að leika sinn fyrsta landsleik, hafði gengið til liðs við KA í desember árið á undan. Hann kom Íslandi í 3-0 með marki rétt fyrir hlé en hafði áður átt stóran þátt í marki Péturs Ormslev. Kjartan lék einnig seinni leikinn í ferðinni á móti Bandaríkjunum í St. Louis án þess að skora en þetta voru hans einu landsleikir sem KA-maður. Kjartan spilaði einn landsleik til viðbótar árið eftir en þá sem leikmaður Keflavíkur. Brynjar Ingi er fimmti KA-maðurinn sem skorar fyrir íslenska landsliðið en hinir auk Kjartans hafa þeir Erlingur Kristjánsson (3 mörk 1982), Gunnar Gíslason (1983) og Steingrímur Birgisson (1984) skoraði fyrir Ísland sem leikmenn KA.
HM 2022 í Katar KA Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira