Í bítið: Héraðsdómari opinberar eigin vanþekkingu í beinni! Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 9. júní 2021 09:01 Arnar Þór Jónsson, héraðsdómara og frambjóðanda til Alþingis setur niður þegar hann hefur upp raust sína [Ísland í Bítið, 8. júní 2021] og segir okkuröll þekkja „[…] stráka sem eru orkumiklir. Í nútímanum væru þeir sennilega lyfjaðir niður, settir á rítalín.“ Hnýtir jafnframt í skólakerfið með þeim orðum „[…] að þeir verði ekki lyfjaðir niður eins og mér sýnist vera gert í stórum stíl.“ Vissulega leggur hann margt annað áhugavert til málanna. En þegar maður í hans stöðu notar orðalag sem staðfestir að hann hafi ekki hundsvit á hvað ADHD gengur út á, né hver virkni ADHD lyfja raunverulega er, þá þarf sá hinn sami að girða sig í brók og læra að leita sér upplýsinga. ADHD er taugaþroskaröskun sem snýst um að ákveðnar heilastöðvar í framheila vannýta taugaboðefni á meðan þau eru til staðar. Fyrir vikið eru þær í raun vanvirkar. ADHD lyf tefja einfaldlega að taugaboðefni hverfi og gefa þannig heilanum lengri tíma til að nýta þau. Það aftur kemur í veg fyrir helstu birtingarmyndir ADHD. Á meðan virka fyrrnefndar heilastöðvar eðlilega. Að kalla slíkt „lyfjun“ eru hrein og klár öfugmæli sem opinberar vanþekkingu og fordóma héraðsdómarans. Eflaust vill Arnar Þór bera fyrir sig umræður varðandi aukningu í ávísunum ADHD lyfja. Honum til upplýsingar þarf hér að stíga afar varlega til jarðar áður en gífuryrði eru hrópuð útum stræti og torg. Stóri vandinn liggur í skorti á upplýsingum. Þar þarf hreint út sagt stórátak til að hægt sé að greina raunverulega stöðu mála. Mun betur færi ef dómari sá, er svo mjög hefur viljað tjá sig um samfélagsmál á opinberum vettvangi og langar nú á þing, kynni sér málin áður en hann leggur lóð sitt á vogarskál. Arnar Þór væri maður að meiri fyrir vikið. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Arnar Þór Jónsson, héraðsdómara og frambjóðanda til Alþingis setur niður þegar hann hefur upp raust sína [Ísland í Bítið, 8. júní 2021] og segir okkuröll þekkja „[…] stráka sem eru orkumiklir. Í nútímanum væru þeir sennilega lyfjaðir niður, settir á rítalín.“ Hnýtir jafnframt í skólakerfið með þeim orðum „[…] að þeir verði ekki lyfjaðir niður eins og mér sýnist vera gert í stórum stíl.“ Vissulega leggur hann margt annað áhugavert til málanna. En þegar maður í hans stöðu notar orðalag sem staðfestir að hann hafi ekki hundsvit á hvað ADHD gengur út á, né hver virkni ADHD lyfja raunverulega er, þá þarf sá hinn sami að girða sig í brók og læra að leita sér upplýsinga. ADHD er taugaþroskaröskun sem snýst um að ákveðnar heilastöðvar í framheila vannýta taugaboðefni á meðan þau eru til staðar. Fyrir vikið eru þær í raun vanvirkar. ADHD lyf tefja einfaldlega að taugaboðefni hverfi og gefa þannig heilanum lengri tíma til að nýta þau. Það aftur kemur í veg fyrir helstu birtingarmyndir ADHD. Á meðan virka fyrrnefndar heilastöðvar eðlilega. Að kalla slíkt „lyfjun“ eru hrein og klár öfugmæli sem opinberar vanþekkingu og fordóma héraðsdómarans. Eflaust vill Arnar Þór bera fyrir sig umræður varðandi aukningu í ávísunum ADHD lyfja. Honum til upplýsingar þarf hér að stíga afar varlega til jarðar áður en gífuryrði eru hrópuð útum stræti og torg. Stóri vandinn liggur í skorti á upplýsingum. Þar þarf hreint út sagt stórátak til að hægt sé að greina raunverulega stöðu mála. Mun betur færi ef dómari sá, er svo mjög hefur viljað tjá sig um samfélagsmál á opinberum vettvangi og langar nú á þing, kynni sér málin áður en hann leggur lóð sitt á vogarskál. Arnar Þór væri maður að meiri fyrir vikið. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar