Segist hafa lifað í ótta undanfarin ár og ekki þorað að segja sögu sína opinberlega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2021 07:00 Silas Katompa Mvumpa, leikmaður Stuttgart í Þýskalandi. Tom Weller/Getty Images Silas Wamangituka, markahæsti leikmaður þýska úrvalsdeildarfélagsins Stuttgart, ku ekki heita því nafni né vera fæddur árið 1999 eins og segir í vegabréfi hans. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem leikmaðurinn og Stuttgart gáfu frá sér í gær. Silas fæddist í Kongó og er mikils metinn hjá stuðningsmönnum Stuttgart eftir að hafa hjálpað liðinu upp úr þýsku B-deildinni á síðustu leiktíð og svo verið ein aðalástæða þess að liðið endaði í 9. sæti á nýafstaðinni leiktíð. Þannig er mál með vexti að Silas hefur lifað í ótta síðan hann fór frá Kongó aðeins 17 ára gamall en þá samdi hann við franska neðri deildarfélagið Alés. Hann heitir réttu nafni Silas Katompa Mvumpa og er fæddur árið 1998. Silas klärt seine Identität. Zur Meldung https://t.co/kqigvpa5rO #VfB— VfB Stuttgart (@VfB) June 8, 2021 Nafni hans og kennitölu var breytt af umboðsmanni frá Belgíu sem hafði fullan aðgang að bæði bankareikningi Silas sem og vegabréfi á þeim tíma. Leikmaðurinn var á leiðinni til belgíska félagsins Anderlecht en þar sem vegabréfsáritun hans var að renna út vildi félagið að hann færi heim til Kongó að endurnýja hana. Það vildi umboðsmaðurinn ekki og sagði hann að ef Katompa Mvumpa færi heim þá kæmist hann ekki aftur til Evrópu. Silas er ekki lengur með téðan umboðsmann og skoðar nú – ásamt Stuttgart – að sækja umboðsmanninn til saka. „Ég hef lifað í stöðugum ótta undanfarin ár og hef haft miklar áhyggjur af fjölskyldunni minni í Kongó. Það var mjög erfitt fyrir mig að opinbera sögu mína. Ég hefði aldrei þorað því án stuðnings Stuttgart og ráðgjafa minna í dag. Ef Stuttgart væri ekki mitt annað heimili og mér liði ekki vel hérna hefði ég aldrei þorað að opinbera sögu mína,“ sagði Silas um málið. Silas Wamangituka has revealed he s been playing under a false identity.His real name is Silas Katompa Mvumpa and he s 22, not 21.Stuttgart say he was manipulated by his former agent, who facilitated Silas' move from Congo to Europe. pic.twitter.com/V6y4RgLYIX— DW Sports (@dw_sports) June 8, 2021 Stuttgart stendur þétt við bakið á leikmanninum og segir hann ekki hafa gert neitt rangt. Félagið reiknar ekki með að leikmanninum verði refsað þar sem Sven Mislintat, íþróttastjóri Stuttgart, hefur tekið skýrt fram að Silas var fórnarlamb í málinu. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Silas fæddist í Kongó og er mikils metinn hjá stuðningsmönnum Stuttgart eftir að hafa hjálpað liðinu upp úr þýsku B-deildinni á síðustu leiktíð og svo verið ein aðalástæða þess að liðið endaði í 9. sæti á nýafstaðinni leiktíð. Þannig er mál með vexti að Silas hefur lifað í ótta síðan hann fór frá Kongó aðeins 17 ára gamall en þá samdi hann við franska neðri deildarfélagið Alés. Hann heitir réttu nafni Silas Katompa Mvumpa og er fæddur árið 1998. Silas klärt seine Identität. Zur Meldung https://t.co/kqigvpa5rO #VfB— VfB Stuttgart (@VfB) June 8, 2021 Nafni hans og kennitölu var breytt af umboðsmanni frá Belgíu sem hafði fullan aðgang að bæði bankareikningi Silas sem og vegabréfi á þeim tíma. Leikmaðurinn var á leiðinni til belgíska félagsins Anderlecht en þar sem vegabréfsáritun hans var að renna út vildi félagið að hann færi heim til Kongó að endurnýja hana. Það vildi umboðsmaðurinn ekki og sagði hann að ef Katompa Mvumpa færi heim þá kæmist hann ekki aftur til Evrópu. Silas er ekki lengur með téðan umboðsmann og skoðar nú – ásamt Stuttgart – að sækja umboðsmanninn til saka. „Ég hef lifað í stöðugum ótta undanfarin ár og hef haft miklar áhyggjur af fjölskyldunni minni í Kongó. Það var mjög erfitt fyrir mig að opinbera sögu mína. Ég hefði aldrei þorað því án stuðnings Stuttgart og ráðgjafa minna í dag. Ef Stuttgart væri ekki mitt annað heimili og mér liði ekki vel hérna hefði ég aldrei þorað að opinbera sögu mína,“ sagði Silas um málið. Silas Wamangituka has revealed he s been playing under a false identity.His real name is Silas Katompa Mvumpa and he s 22, not 21.Stuttgart say he was manipulated by his former agent, who facilitated Silas' move from Congo to Europe. pic.twitter.com/V6y4RgLYIX— DW Sports (@dw_sports) June 8, 2021 Stuttgart stendur þétt við bakið á leikmanninum og segir hann ekki hafa gert neitt rangt. Félagið reiknar ekki með að leikmanninum verði refsað þar sem Sven Mislintat, íþróttastjóri Stuttgart, hefur tekið skýrt fram að Silas var fórnarlamb í málinu.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira