Svanasöngur og kosningaloforð í síðustu eldhúsdagsumræðum kjörtímabilsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. júní 2021 12:11 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri Grænna tók þátt í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í hinsta sinn. Hann kveður stjórnmálin að loknu kjörtímabili eftir hátt í fjörutíu ára þingsetu. vísir/vilhelm Kosningaloforð og gagnrýni á ríkisstjórnina lituðu síðustu eldhúsdagsumræður kjörtímabilsins sem fóru fram á Alþingi í gærkvöldi. Steingrímur J. Sigfússon flutti þar hinstu uppgjörsræðuna eftir hátt í fjörtíu ára þingsetu. Í eldhúsdagsumræðum er þingveturinn gerður upp og nú sá síðasti á kjörtímabilinu. Einungis þrír þingfundir eru eftir samkvæmt starfsáætlun Alþingis þótt líklegt sé að einhverjum dögum verði bætt við til þess að afgreiða ókláruð mál. Umræður gærkvöldsins lituðust af þessu og fast var skotið á ríkisstjórnina á köflum. Það gerði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem steig fyrstur í pontu. „Núverandi ríkisstjórn hefur ekki reynst vel. Hún hefur átt sína bestu daga í skjóli faraldursins. Því minna sem rætt var um stjórnmál, því betra fyrir ríkisstjórnina, stjórn sem mynduð var sem kerfisstjórn, hagsmunabandalag sem snerist um að skipta á milli sín ráðherrastólum fremur en pólitíska sýn,“ sagði Sigmundur Davíð. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata sem sagði sig úr Vinstri Grænum á kjörtímabilinu, sagði ótta sinn um að flokkurinn yrði samdauna samstarfsflokkum sínum hafa raungerst; þeirra helstu áherslur hafi ekki náð í gegnum þingið. „Meira að segja mál sem áttu að vera vel varin í stjórnarsáttmálanum hafa átt erfitt uppdráttar á kjörtímabilinu. Eins og sést kannski skýrast á hálendisþjóðgarðinum, þar sem andstaðan hefur verið lang mest innan stjórnarliðsins,“ sagði Andrés. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna, sló á þetta „Ég tel að það sem þetta kjörtímabil hafi sannað er að Vinstri hreyfingin grænt framboð er afl sem þorir því þarf kjark til þess að stíga inn og leiða umdeilt ríkisstjórnarsamstarf með pólitískum andstæðingum,“ sagði Bjarkey. Hún benti á mál sem hafa verið kláruð á kjörtímabilinu, líkt og lenging fæðingarorlofs, þrepaskipt skattkerfi, hækkun barnabóta, hlutdeildarlán til íbúðarkaupa og sagði forrystuna í faraldrinum hafa verið trausta. „Takk Svandís, takk þríeyki og takk þið öll sem hafið staðið ykkur svo frábærlega vel í gegnum þennan faraldur,“ sagði Bjarkey. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi framgöngu ríkisstjórnarinnar í málum Samherja, sagði hana hafa kæft einkaframtak í heilbrigðiskerfinu og lagði áherslu á evruna. „Viðreisn vill tryggja stöðugleika og sambærilegt viðskiptafrelsi og nágrannalönd okkar njóta, með því að víkka út EES-samninginn og semja við Evrópusambandið um að tengja krónuna við evru, eins og Danir gera,“ sagði Þorgerður Katrín. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri Grænna, flutti sína síðustu ræðu á eldhúsdegi eftir 38 ára ára þingsetu og hvatti þingmenn til að vinna að því að auka traust og virðingu Alþingis. „Jafn eðlilegt og það er að takast á og nauðsynlegt að gagnrýna það sem er gagnrýnivert er það á hinn bóginn skaðlegt og ómaklegt að úthrópa Alþingi sem ómögulegan vinnustað, sem það er ekki, og tala niður sitt eigið starf í leiðinni. Látum af því,“ sagði Steingrímur. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira
Í eldhúsdagsumræðum er þingveturinn gerður upp og nú sá síðasti á kjörtímabilinu. Einungis þrír þingfundir eru eftir samkvæmt starfsáætlun Alþingis þótt líklegt sé að einhverjum dögum verði bætt við til þess að afgreiða ókláruð mál. Umræður gærkvöldsins lituðust af þessu og fast var skotið á ríkisstjórnina á köflum. Það gerði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem steig fyrstur í pontu. „Núverandi ríkisstjórn hefur ekki reynst vel. Hún hefur átt sína bestu daga í skjóli faraldursins. Því minna sem rætt var um stjórnmál, því betra fyrir ríkisstjórnina, stjórn sem mynduð var sem kerfisstjórn, hagsmunabandalag sem snerist um að skipta á milli sín ráðherrastólum fremur en pólitíska sýn,“ sagði Sigmundur Davíð. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata sem sagði sig úr Vinstri Grænum á kjörtímabilinu, sagði ótta sinn um að flokkurinn yrði samdauna samstarfsflokkum sínum hafa raungerst; þeirra helstu áherslur hafi ekki náð í gegnum þingið. „Meira að segja mál sem áttu að vera vel varin í stjórnarsáttmálanum hafa átt erfitt uppdráttar á kjörtímabilinu. Eins og sést kannski skýrast á hálendisþjóðgarðinum, þar sem andstaðan hefur verið lang mest innan stjórnarliðsins,“ sagði Andrés. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna, sló á þetta „Ég tel að það sem þetta kjörtímabil hafi sannað er að Vinstri hreyfingin grænt framboð er afl sem þorir því þarf kjark til þess að stíga inn og leiða umdeilt ríkisstjórnarsamstarf með pólitískum andstæðingum,“ sagði Bjarkey. Hún benti á mál sem hafa verið kláruð á kjörtímabilinu, líkt og lenging fæðingarorlofs, þrepaskipt skattkerfi, hækkun barnabóta, hlutdeildarlán til íbúðarkaupa og sagði forrystuna í faraldrinum hafa verið trausta. „Takk Svandís, takk þríeyki og takk þið öll sem hafið staðið ykkur svo frábærlega vel í gegnum þennan faraldur,“ sagði Bjarkey. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi framgöngu ríkisstjórnarinnar í málum Samherja, sagði hana hafa kæft einkaframtak í heilbrigðiskerfinu og lagði áherslu á evruna. „Viðreisn vill tryggja stöðugleika og sambærilegt viðskiptafrelsi og nágrannalönd okkar njóta, með því að víkka út EES-samninginn og semja við Evrópusambandið um að tengja krónuna við evru, eins og Danir gera,“ sagði Þorgerður Katrín. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri Grænna, flutti sína síðustu ræðu á eldhúsdegi eftir 38 ára ára þingsetu og hvatti þingmenn til að vinna að því að auka traust og virðingu Alþingis. „Jafn eðlilegt og það er að takast á og nauðsynlegt að gagnrýna það sem er gagnrýnivert er það á hinn bóginn skaðlegt og ómaklegt að úthrópa Alþingi sem ómögulegan vinnustað, sem það er ekki, og tala niður sitt eigið starf í leiðinni. Látum af því,“ sagði Steingrímur.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira