„Þetta var barn með tíu fingur og tíu tær“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. júní 2021 10:39 Sigríður Jónsdóttir, 35 ára starfsmaður á leikskóla, og Magnús Kjartan Eyjólfsson, 38 ára smiður og tónlistarmaður hafa á undanförnum vikum gagnrýnt þær brotalamir í kerfinu. Ísland í dag Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson hafa á undanförnum vikum gagnrýnt þær brotalamir sem eru í kerfinu þegar konur þurfa að fæða andvana barn. Þau segja að mannlegi þátturinn hafi þurft að víkja í heilbrigðiskerfinu og það sé of vélrænt. Saga þeirra hefur vakið töluverða athygli síðan þau opnuðu sig fyrst um missinn á Facebook og fóru þau yfir sína reynslu í þættinum Ísland í dag. Þann 23. apríl fékk Sigríður þær fréttir á Landspítalanum að ekki tækist að finna hjartslátt hjá dóttur þeirra í móðurkviði og var henni tilkynnt að dóttir þeirra væri látin en þarna var Sigríður gengin 21 viku á leið. Þetta var seinnipart föstudags og ekki var hægt að framkalla fæðinguna fyrr en á þriðjudagsmorgninum 27. Apríl, fjórum dögum seinna. Sökum manneklu á spítalanum yfir helgi var ekki hægt að koma henni fyrr að. Helgin og þessi bið var þeim mjög erfið. Ráðherrar höfðu samband Sigríður og Magnús hafa bæði rætt við Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra eftir að málið komst í fjölmiðla. „Svandís hefur samband við okkur eiginlega strax og þessi Facebook og óskar eftir leyfi til að kanna þetta mál og kanna hvernig þetta fór fram.“ Þau segja að Ásmundur Einar hafi gert slíkt hið sama. „Félagslegi þátturinn er ekkert síður mikilvægur, það sem að gerist eftir á og að fylgja eftir í rauninni þessu áfalli.“ Þau segja samt að rúmum fjórum vikum seinna hafi enginn haft samband við þau frá Landspítalanum. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ljós handan ganganna Dóttir þeirra var nefnd Kolfinna Ögn og fengu þau að hafa hana hjá sér í átta klukkustundir eftir fæðinguna. Þau tóku myndir af dóttur sinni til að skapa minningu um hana. „Hún er náttúrulega einstaklingur og við viljum bara að hún sé viðurkennd sem slík,“ segir Sigríður. „Í okkar augum var þetta ekki fóstur, þetta var barn með tíu fingur og tíu tær, eyru, nef og munn og allt sem því fylgir, segir Magnús.“ Hann biðlar til heilbrigðisstarfsfólks að tala ekki um fóstur við foreldra í þessum aðstæðum. „Í okkar augum er þetta bara barn.“ Daginn eftir að Ísland í dag viðtalið var tekið var Kolfinna Ögn jörðuð. Þau segja að það hafi verið óraunverulegt að skipuleggja jarðarför fyrir svona lítið kríli. „Það er alltaf ljós handan ganganna og maður svolítið reynir að trúa því bara að lífið hefur vissan tilgang. Hún er búin að kenna okkur og mörgum öðrum miklu meira en mann hafði órað fyrir,“ segir Sigríður. Viðtalið við Sigríði og Magnús má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland í dag Heilbrigðismál Tengdar fréttir Send aftur heim með dáið barn í maganum og segir Landspítalann hafa brugðist „Hvernig er hægt að leggja það á fólk að vera heima með dáið barn í maganum yfir helgi?“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl og gagnrýna heilbrigðiskerfið fyrir viðbrögðin eftir að þeim var tilkynnt að barnið þeirra hefði dáið í móðurkviði. 5. maí 2021 16:39 „Ég hugsa að ég muni aldrei gleyma hljóðunum í börnunum“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl. Hún fékk nafnið Kolfinna Ögn. 10. maí 2021 18:00 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Sjá meira
Saga þeirra hefur vakið töluverða athygli síðan þau opnuðu sig fyrst um missinn á Facebook og fóru þau yfir sína reynslu í þættinum Ísland í dag. Þann 23. apríl fékk Sigríður þær fréttir á Landspítalanum að ekki tækist að finna hjartslátt hjá dóttur þeirra í móðurkviði og var henni tilkynnt að dóttir þeirra væri látin en þarna var Sigríður gengin 21 viku á leið. Þetta var seinnipart föstudags og ekki var hægt að framkalla fæðinguna fyrr en á þriðjudagsmorgninum 27. Apríl, fjórum dögum seinna. Sökum manneklu á spítalanum yfir helgi var ekki hægt að koma henni fyrr að. Helgin og þessi bið var þeim mjög erfið. Ráðherrar höfðu samband Sigríður og Magnús hafa bæði rætt við Ásmund Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra eftir að málið komst í fjölmiðla. „Svandís hefur samband við okkur eiginlega strax og þessi Facebook og óskar eftir leyfi til að kanna þetta mál og kanna hvernig þetta fór fram.“ Þau segja að Ásmundur Einar hafi gert slíkt hið sama. „Félagslegi þátturinn er ekkert síður mikilvægur, það sem að gerist eftir á og að fylgja eftir í rauninni þessu áfalli.“ Þau segja samt að rúmum fjórum vikum seinna hafi enginn haft samband við þau frá Landspítalanum. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ljós handan ganganna Dóttir þeirra var nefnd Kolfinna Ögn og fengu þau að hafa hana hjá sér í átta klukkustundir eftir fæðinguna. Þau tóku myndir af dóttur sinni til að skapa minningu um hana. „Hún er náttúrulega einstaklingur og við viljum bara að hún sé viðurkennd sem slík,“ segir Sigríður. „Í okkar augum var þetta ekki fóstur, þetta var barn með tíu fingur og tíu tær, eyru, nef og munn og allt sem því fylgir, segir Magnús.“ Hann biðlar til heilbrigðisstarfsfólks að tala ekki um fóstur við foreldra í þessum aðstæðum. „Í okkar augum er þetta bara barn.“ Daginn eftir að Ísland í dag viðtalið var tekið var Kolfinna Ögn jörðuð. Þau segja að það hafi verið óraunverulegt að skipuleggja jarðarför fyrir svona lítið kríli. „Það er alltaf ljós handan ganganna og maður svolítið reynir að trúa því bara að lífið hefur vissan tilgang. Hún er búin að kenna okkur og mörgum öðrum miklu meira en mann hafði órað fyrir,“ segir Sigríður. Viðtalið við Sigríði og Magnús má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Ísland í dag Heilbrigðismál Tengdar fréttir Send aftur heim með dáið barn í maganum og segir Landspítalann hafa brugðist „Hvernig er hægt að leggja það á fólk að vera heima með dáið barn í maganum yfir helgi?“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl og gagnrýna heilbrigðiskerfið fyrir viðbrögðin eftir að þeim var tilkynnt að barnið þeirra hefði dáið í móðurkviði. 5. maí 2021 16:39 „Ég hugsa að ég muni aldrei gleyma hljóðunum í börnunum“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl. Hún fékk nafnið Kolfinna Ögn. 10. maí 2021 18:00 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Sjá meira
Send aftur heim með dáið barn í maganum og segir Landspítalann hafa brugðist „Hvernig er hægt að leggja það á fólk að vera heima með dáið barn í maganum yfir helgi?“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl og gagnrýna heilbrigðiskerfið fyrir viðbrögðin eftir að þeim var tilkynnt að barnið þeirra hefði dáið í móðurkviði. 5. maí 2021 16:39
„Ég hugsa að ég muni aldrei gleyma hljóðunum í börnunum“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl. Hún fékk nafnið Kolfinna Ögn. 10. maí 2021 18:00
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið