Hafþór Logi fékk leyfi hjá Hæstarétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júní 2021 16:24 Hafþór Logi (til vinstri) ásamt Sindra Þór Stefánssyni (til hægri) og Viktori Inga Sigurðssyni í Amsterdam vorið 2018. Hafþór birti þessa mynd á Instagram á meðan lögregla leitaði Sindra sem hafði strokið frá fangelsinu að Sogni. Hafþór Logi hlaut tuttugu mánaða dóm í Bitcoin-málinu svokallaða og Sindri tæplega fimm ára dóm. Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Hafþórs Loga Hlynssonar sem sakfelldur var fyrir peningaþvætti í Landsrétti í janúar. Ríkissaksóknari var samþykkur áfrýjunarbeiðninni og taldi Hæstiréttur að úrlausn um beitingu tiltölulega nýrra lag gæti haft verulega almenna þýðingu. Hafþór var í janúar dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti í janúar. Hann hafði áður hlotið eins árs fangelsi í héraðsdómi. Honum var gefið að sök að hafa aflað sér rúmlega átta milljóna króna með refsiverðum brotum. Brotin voru ekki tilgreind í ákæru en vísað til skattskýrslu Hafþórs og sambýliskonu hans til að renna stoðum undir að peningarnir væru illa fengnir. Við húsleit á dvalarstað Hafþórs Loga, 300 fermetra einbýlishúsi í Kórahverfinu í Kópavogi, fundust rúmlega 2,5 milljónir króna af fyrrnefndum átta milljónum sem ákært var fyrir. Þar af var tæp hálf milljón í rassvasa Hafþórs, tæp 1,4 milljón króna undir rúmdýnu í herbergi hans og 700 þúsund krónur í leynihólfi bak við eldhúsinnréttingu. Þá keypti Hafþór Teslu á 5,6 milljónir króna. Skýringar Hafþórs á fjármunum þóttu ekki trúverðugar. Misræmi var í útstreymi fjár af reikningum hans og skráðum tekjum. Taldi Landsréttur hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði aflað sér ávinnings með refsiverðum brotum. Hafþór hafði áður meðal annars verið sakfelldur í tveimur sakamálum á árunum 2017 og 2018 sem lutu meðal annars að fíkniefnalagabrotum og innflutningi fíkniefna til söludreifingar. Við ákvörðun refsingar leit Landsréttur til þess að brot hans voru hegningarauki við þrjá eldri dóma og var einn þeirra skilorðsdómur sem var tekinn upp og dæmdur með málinu. Í áfrýjunarbeiðni verjanda Hafþórs til Hæstaréttar kom fram að málið hefði fordæmisgildi og að úrlausn hefði almenna þýðingu um sönnun bæði hvað varði hina ætluðu refsiverðu háttsemi Hafþórs og einnig um upptökuátt málsins. Í fyrsta skipti hafi fyrir áfrýjunardómstóli, þ.e. Landsrétti, reynt á sakargiftir um ætlað sjálfþætti án þess að nokkuð væri vitað um brotin sem Hafþór átti að hafa framið. Ríkissaksóknari lagðist ekki gegn beiðninni en hafnaði röksemdum verjandans þess efnis að dómur Landsréttar væri haldinn verulegum annmörkum vegna túlkunar laga eða mats á sönnunargögnum. Hæstiréttur féllst á áfrýjunarbeiðnina. Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Sjá meira
Hafþór var í janúar dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti í janúar. Hann hafði áður hlotið eins árs fangelsi í héraðsdómi. Honum var gefið að sök að hafa aflað sér rúmlega átta milljóna króna með refsiverðum brotum. Brotin voru ekki tilgreind í ákæru en vísað til skattskýrslu Hafþórs og sambýliskonu hans til að renna stoðum undir að peningarnir væru illa fengnir. Við húsleit á dvalarstað Hafþórs Loga, 300 fermetra einbýlishúsi í Kórahverfinu í Kópavogi, fundust rúmlega 2,5 milljónir króna af fyrrnefndum átta milljónum sem ákært var fyrir. Þar af var tæp hálf milljón í rassvasa Hafþórs, tæp 1,4 milljón króna undir rúmdýnu í herbergi hans og 700 þúsund krónur í leynihólfi bak við eldhúsinnréttingu. Þá keypti Hafþór Teslu á 5,6 milljónir króna. Skýringar Hafþórs á fjármunum þóttu ekki trúverðugar. Misræmi var í útstreymi fjár af reikningum hans og skráðum tekjum. Taldi Landsréttur hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði aflað sér ávinnings með refsiverðum brotum. Hafþór hafði áður meðal annars verið sakfelldur í tveimur sakamálum á árunum 2017 og 2018 sem lutu meðal annars að fíkniefnalagabrotum og innflutningi fíkniefna til söludreifingar. Við ákvörðun refsingar leit Landsréttur til þess að brot hans voru hegningarauki við þrjá eldri dóma og var einn þeirra skilorðsdómur sem var tekinn upp og dæmdur með málinu. Í áfrýjunarbeiðni verjanda Hafþórs til Hæstaréttar kom fram að málið hefði fordæmisgildi og að úrlausn hefði almenna þýðingu um sönnun bæði hvað varði hina ætluðu refsiverðu háttsemi Hafþórs og einnig um upptökuátt málsins. Í fyrsta skipti hafi fyrir áfrýjunardómstóli, þ.e. Landsrétti, reynt á sakargiftir um ætlað sjálfþætti án þess að nokkuð væri vitað um brotin sem Hafþór átti að hafa framið. Ríkissaksóknari lagðist ekki gegn beiðninni en hafnaði röksemdum verjandans þess efnis að dómur Landsréttar væri haldinn verulegum annmörkum vegna túlkunar laga eða mats á sönnunargögnum. Hæstiréttur féllst á áfrýjunarbeiðnina.
Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Sjá meira