Vill rannsókn á andláti eiginkonu sinnar sem lést degi eftir bólusetningu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júní 2021 20:51 Trausti Leósson segist ekki áfellast stjórnvöld fyrir andlát konu sinnar. skjáskot/RÚV Fjölskylda konu sem lést sólarhring eftir að hún var bólusett með AstraZeneca vill að rannsókn fari fram á því hvort andlátið hafi verið bóluefninu að kenna. Trausti Leósson, ekkill konunnar, sagði í kvöldfréttum RÚV að sú atburðarás sem hafi farið í gang eftir að kona hans fékk bólusetningu hafi valdið því að hún dó. Hann segir mikilvægt að komist verði að því hvort hægt sé beinlínis að kenna bóluefninu um. Varð veik eftir sprautuna Trausti, sem er 74 ára, og Þyri Kap Árnadóttir, sem var 72 ára, fengu bæði boð í bólusetningu með AstraZeneca þann 26. mars. „Kvöldið áður en hún fór í bólusetningu þá sagði hún: Ég náttúrulega geri það sem er ætlast til af mér í kerfinu en ef að einn af mörgþúsund þolir ekki þetta bóluefni þá er voða leiðinlegt að vera sá eini,“ sagði Trausti. Eftir sprautuna fékk Þyri beinverki, missti matarlyst og svaf lítið. Daginn eftir var hún ekkert skárri og ákvað að fara í bað því henni var svo kalt. Trausti kom síðan að henni meðvitundarlausri í baðkarinu. „Sérfræðilæknar, hjartalæknar og allir mögulegir reyndu endurlífgun í tvo klukkutíma sem ég held að hljóti að vera bara met þar. En því miður þá bar það ekki árangur.“ Trausti fékk SMS nú fyrir helgi þar sem hann var boðaður í seinni sprautu sína. Hann ákvað þá að kíkja í síma Þyriar og sá þá að hún hafði líka fengið boð í seinni sprautu. Áfellist ekki stjórnvöld Ef rannsókn leiðir í ljós að dauðsfallið var bóluefninu að kenna vill fjölskyldan að það verði gert opinbert svo fólk geti afþakkað bólusetningu ef það vill. „Sú atburðarás sem fór í gang eftir að hún fékk sprautuna olli því að hún dó. Það var eins og bóluefnið hefði sett í gang eitthvert ferli en hvort það er hægt að kenna því beinlínis um, það vitum við ekkert um,“ sagði Trausti. Spurður hvort hann áfellist stjórnvöld sagði hann: „Nei, nei. Ég geri það ekki, þau hafa staðið sig mjög vel í þessu. En mér finnst þau kannski hafa verið einum of gráðug að nota þetta bóluefni á meðan aðrir vilja ekki nota það.“ Þyri Kap var vinsæll dönskukennari, síðast í Menntaskólanum í Reykjavík. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Fleiri fréttir „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Sjá meira
Trausti Leósson, ekkill konunnar, sagði í kvöldfréttum RÚV að sú atburðarás sem hafi farið í gang eftir að kona hans fékk bólusetningu hafi valdið því að hún dó. Hann segir mikilvægt að komist verði að því hvort hægt sé beinlínis að kenna bóluefninu um. Varð veik eftir sprautuna Trausti, sem er 74 ára, og Þyri Kap Árnadóttir, sem var 72 ára, fengu bæði boð í bólusetningu með AstraZeneca þann 26. mars. „Kvöldið áður en hún fór í bólusetningu þá sagði hún: Ég náttúrulega geri það sem er ætlast til af mér í kerfinu en ef að einn af mörgþúsund þolir ekki þetta bóluefni þá er voða leiðinlegt að vera sá eini,“ sagði Trausti. Eftir sprautuna fékk Þyri beinverki, missti matarlyst og svaf lítið. Daginn eftir var hún ekkert skárri og ákvað að fara í bað því henni var svo kalt. Trausti kom síðan að henni meðvitundarlausri í baðkarinu. „Sérfræðilæknar, hjartalæknar og allir mögulegir reyndu endurlífgun í tvo klukkutíma sem ég held að hljóti að vera bara met þar. En því miður þá bar það ekki árangur.“ Trausti fékk SMS nú fyrir helgi þar sem hann var boðaður í seinni sprautu sína. Hann ákvað þá að kíkja í síma Þyriar og sá þá að hún hafði líka fengið boð í seinni sprautu. Áfellist ekki stjórnvöld Ef rannsókn leiðir í ljós að dauðsfallið var bóluefninu að kenna vill fjölskyldan að það verði gert opinbert svo fólk geti afþakkað bólusetningu ef það vill. „Sú atburðarás sem fór í gang eftir að hún fékk sprautuna olli því að hún dó. Það var eins og bóluefnið hefði sett í gang eitthvert ferli en hvort það er hægt að kenna því beinlínis um, það vitum við ekkert um,“ sagði Trausti. Spurður hvort hann áfellist stjórnvöld sagði hann: „Nei, nei. Ég geri það ekki, þau hafa staðið sig mjög vel í þessu. En mér finnst þau kannski hafa verið einum of gráðug að nota þetta bóluefni á meðan aðrir vilja ekki nota það.“ Þyri Kap var vinsæll dönskukennari, síðast í Menntaskólanum í Reykjavík.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Fleiri fréttir „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Sjá meira