Danskir kratar með rós í hatti Ólafur Ísleifsson skrifar 6. júní 2021 09:01 Danska þjóðþingið samþykkti í vikunni lög sem heimila að umsækjendur um alþjóðlega vernd verði sendir til ríkis utan Evrópu þar sem þeir bíða niðurstöðu umsókna sinna. Kosningaloforð danskra jafnaðarmanna frá 2019 um móttökustöð hælisleitenda utan Danmerkur færist nær því að verða að veruleika. Lög um að stöðva umsóknir á danskri grundu Frumvarpið sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra hefur beitt sér fyrir af alefli var samþykkt með 70 atkvæðum gegn 24. Samkvæmt lögunum þarf fólk að sækja um alþjóðlega vernd í eigin persónu á landamærum Danmerkur. Þaðan á að flytja það flugleiðis til þess ríkis sem Danmörk hefur samið við að hýsa flóttamenn. Þar bíður fólk á meðan mál þess er til meðferðar. Veiti dönsk stjórnvöld samþykki fyrir hæli (alþjóðlegri vernd) fær fólk ekki að fara aftur til Danmerkur, heldur fær það hæli í samningsríkinu. Ef svarið er nei, þarf fólk að yfirgefa landið. Þeir sem fá hæli fá nauðsynleg lyf, heilsusamlegar aðstæður með rennandi vatni og skólagöngu fyrir börnin. Dönsk yfirvöld hafa átt í viðræðum við ýmis ríki um að taka við fólki á flótta. Danskir fjölmiðlar greina frá því að þar á meðal séu Egyptaland, Erítrea og Eþíópía. Viðræður hafa staðið yfir við Rúanda og hafa ríkin tvö undirritað viljayfirlýsingu um samvinnu á þessu sviði. Yfirlýsingin er þó á engan hátt bindandi en er talin áfangaskref. Gerum gagn - Hjálpum fleirum Danskir jafnaðarmenn lýsa stefnu fyrri ára í hælisleitendamálum sem mistökum og segja evrópska hælisleitendakerfið hrunið. Þessi stefna skilaði þeim sigri í kosningum 2019 og þeir stýra nú ríkisstjórn Danmerkur undir forystu Mette Fredriksen. Nú er stefnan að taka á móti engum hælisleitendum í Danmörku. Nýju lögin eiga að sjá til þess. Hjálpa á fólki heima hjá sér eða sem næst heimaslóð. Nýta á hið örugga og lögmæta alþjóðlega flóttamannakerfi og þróunarsamvinnu til að leggja af mörkum til hins alþjóðlega flóttamannavanda. Með því nýtist fé sem best og gagnist sem flestum. Þessi stefna er að áliti danskra fjölmiðla krúnudjásnið fyrir stjórn danskra jafnaðarmanna, kratarósin í hatt þeirra. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og ýmis mannréttindasamtök hafa gagnrýnt þessa stefnu Dana harðlega. Þar á meðal er Amnesty International en danskir jafnaðarmenn svara fullum hálsi. Þeir segjast vilja hverfa frá stefnu sem reynst hafi mistök. Gera megi betur og nýta fé til að hjálpa fleirum. Miklu fleirum. Evrópsk þróun í málefnum hælisleitenda Danir eru ekki einir á báti. Norska ríkisstjórnin segist í stjórnarsáttmála vilja fylgja evrópskri viðleitni í þessa átt. Þjóðverjar og Frakkar leita hófanna um samstarf við ríki í Afríku í þessu skyni. Meira að segja Svíar sem gengið hafa lengst þjóða á Norðurlöndum hafa sveigt umtalsvert stefnu sína í málaflokknum. Danskir jafnaðarmenn segja glæpagengi græða stórfé á að selja fólki ferðir yfir Miðjarðarhafið. Slíkar ferðir séu lífshættulegar, Miðjarðarhafið sé orðið kirkjugarður, og konur og börn sæti í ferðum áreiti og misnotkun, jafnvel mansali. Mansal er alvarlegt mannréttindabrot sem beinist gegn frelsi og líkama viðkomandi í annars þágu. Ríkislögreglustjóri hér á landi segir aukinn straum hælisleitenda skapa aukna hættu á mansali en Alþingi hefur nú til meðferðar hert ákvæði um mansal í almennum hegningarlögum. Íslensk stjórnvöld utangátta Ríkisstjórnin hér á landi fylgir stefnu sem Norðurlandaþjóðir hafa langa reynslu af og lýsa sem mistökum. Skýrt dæmi er frumvarp félagsmálaráðherra um að hælisleitendum bjóðist að búa við sömu kjör og fólki sem boðið er hingað til lands, svokölluðum kvótaflóttamönnum. Slík stefna felur í sér skýr skilaboð til umheimsins sem glæpagengin suður frá munu óefað hagnýta sér. Sömu glæpagengin og danska ríkisstjórnin vill svipta viðskiptatækifærum með réttlátara hælisleitendakerfi fyrir augum. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Skoðun: Kosningar 2021 Danmörk Hælisleitendur Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Danska þjóðþingið samþykkti í vikunni lög sem heimila að umsækjendur um alþjóðlega vernd verði sendir til ríkis utan Evrópu þar sem þeir bíða niðurstöðu umsókna sinna. Kosningaloforð danskra jafnaðarmanna frá 2019 um móttökustöð hælisleitenda utan Danmerkur færist nær því að verða að veruleika. Lög um að stöðva umsóknir á danskri grundu Frumvarpið sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra hefur beitt sér fyrir af alefli var samþykkt með 70 atkvæðum gegn 24. Samkvæmt lögunum þarf fólk að sækja um alþjóðlega vernd í eigin persónu á landamærum Danmerkur. Þaðan á að flytja það flugleiðis til þess ríkis sem Danmörk hefur samið við að hýsa flóttamenn. Þar bíður fólk á meðan mál þess er til meðferðar. Veiti dönsk stjórnvöld samþykki fyrir hæli (alþjóðlegri vernd) fær fólk ekki að fara aftur til Danmerkur, heldur fær það hæli í samningsríkinu. Ef svarið er nei, þarf fólk að yfirgefa landið. Þeir sem fá hæli fá nauðsynleg lyf, heilsusamlegar aðstæður með rennandi vatni og skólagöngu fyrir börnin. Dönsk yfirvöld hafa átt í viðræðum við ýmis ríki um að taka við fólki á flótta. Danskir fjölmiðlar greina frá því að þar á meðal séu Egyptaland, Erítrea og Eþíópía. Viðræður hafa staðið yfir við Rúanda og hafa ríkin tvö undirritað viljayfirlýsingu um samvinnu á þessu sviði. Yfirlýsingin er þó á engan hátt bindandi en er talin áfangaskref. Gerum gagn - Hjálpum fleirum Danskir jafnaðarmenn lýsa stefnu fyrri ára í hælisleitendamálum sem mistökum og segja evrópska hælisleitendakerfið hrunið. Þessi stefna skilaði þeim sigri í kosningum 2019 og þeir stýra nú ríkisstjórn Danmerkur undir forystu Mette Fredriksen. Nú er stefnan að taka á móti engum hælisleitendum í Danmörku. Nýju lögin eiga að sjá til þess. Hjálpa á fólki heima hjá sér eða sem næst heimaslóð. Nýta á hið örugga og lögmæta alþjóðlega flóttamannakerfi og þróunarsamvinnu til að leggja af mörkum til hins alþjóðlega flóttamannavanda. Með því nýtist fé sem best og gagnist sem flestum. Þessi stefna er að áliti danskra fjölmiðla krúnudjásnið fyrir stjórn danskra jafnaðarmanna, kratarósin í hatt þeirra. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og ýmis mannréttindasamtök hafa gagnrýnt þessa stefnu Dana harðlega. Þar á meðal er Amnesty International en danskir jafnaðarmenn svara fullum hálsi. Þeir segjast vilja hverfa frá stefnu sem reynst hafi mistök. Gera megi betur og nýta fé til að hjálpa fleirum. Miklu fleirum. Evrópsk þróun í málefnum hælisleitenda Danir eru ekki einir á báti. Norska ríkisstjórnin segist í stjórnarsáttmála vilja fylgja evrópskri viðleitni í þessa átt. Þjóðverjar og Frakkar leita hófanna um samstarf við ríki í Afríku í þessu skyni. Meira að segja Svíar sem gengið hafa lengst þjóða á Norðurlöndum hafa sveigt umtalsvert stefnu sína í málaflokknum. Danskir jafnaðarmenn segja glæpagengi græða stórfé á að selja fólki ferðir yfir Miðjarðarhafið. Slíkar ferðir séu lífshættulegar, Miðjarðarhafið sé orðið kirkjugarður, og konur og börn sæti í ferðum áreiti og misnotkun, jafnvel mansali. Mansal er alvarlegt mannréttindabrot sem beinist gegn frelsi og líkama viðkomandi í annars þágu. Ríkislögreglustjóri hér á landi segir aukinn straum hælisleitenda skapa aukna hættu á mansali en Alþingi hefur nú til meðferðar hert ákvæði um mansal í almennum hegningarlögum. Íslensk stjórnvöld utangátta Ríkisstjórnin hér á landi fylgir stefnu sem Norðurlandaþjóðir hafa langa reynslu af og lýsa sem mistökum. Skýrt dæmi er frumvarp félagsmálaráðherra um að hælisleitendum bjóðist að búa við sömu kjör og fólki sem boðið er hingað til lands, svokölluðum kvótaflóttamönnum. Slík stefna felur í sér skýr skilaboð til umheimsins sem glæpagengin suður frá munu óefað hagnýta sér. Sömu glæpagengin og danska ríkisstjórnin vill svipta viðskiptatækifærum með réttlátara hælisleitendakerfi fyrir augum. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar