Vill nýja ríkisstjórn í anda R-listans Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. júní 2021 17:46 Frá flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. samfylkingin Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist lesa það úr nýlegum skoðanakönnunum að flokkur hans geti haft forgöngu um að mynda ríkisstjórn í anda R-listans eftir kosningar í haust. Í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi í dag sagði Logi að „óvenjulegt stjórnarmynstur“ íhaldsflokkanna á kjörtímabilinu hafi mögulega hentað til að koma á pólitískum stöðugleika í landinu eftir skandala fyrri stjórna. „En þessir flokkar munu ekki finna samhljóminn til að ráða við þau risastóru verkefni sem eru fram undan. Málamiðlanir sem ósamstiga ríkisstjórn þarf að gera við hvert fótmál er ekki svarið í núverandi ástandi,“ sagði Logi. Ríkisstjórn sem er óhrædd við sérhagsmunaöflin Þess vegna væri nauðsynlegt að greiða veginn fyrir nýja ríkisstjórn að loknum kosningum sem væri sammála um meginverkefnin sem þyrfti að ráðast í. „Ríkisstjórn sem er óhrædd við markvissari beitingu hins opinbera“ og „ríkisstjórn sem hefur burði til að takast á við sérhagsmunaöflin sem hafa fengið verðmætustu eign þjóðarinnar í sínar hendur.“ Hann sér fyrir sér að Samfylkingin geti myndað þessa ríkisstjórn eftir því sem hann kallar „Reykjavíkurmódelið“ eða „R-lista konseptið“. Þar vísar hann í R-listann, sameiginlegan framboðslista félagshyggjuflokkanna í Reykjavík í þrennum borgarstjórnarkosningum, frá 1994 til 2002, sem alltaf náði hreinum meirihluta í borginni. Meirihlutasamstarf Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna í Reykjavíkurborg í dag er auðvitað svipað því. „Kæru vinir, það er þannig stjórn sem við skulum mynda eftir kosningarnar í haust, og það eru sterkar líkur á að það takist, en það er okkar allra hér inni að sigla því í höfn. Svo verum samstíga, komum málefnum okkar skýrt á framfæri við almenning og gefumst ekki upp fyrr en í fulla hnefana,“ sagði Logi við samflokksmenn sína. Katrín í lykilstöðu Samkvæmt nýjustu könnun MMR mælist Samfylkingin með 10,9 prósent fylgi. Saman eru Samfylkingin, Vinstri græn og Píratar með 35,5 prósent fylgi samkvæmt könnuninni. Með Viðreisn yrði fylgið 46,5 prósent en með Framsókn 48 prósent. Sjá einnig: Sjálfstæðisflokkur, Píratar og Framsókn með mest fylgi. Ríkisstjórnarflokkarnir mælast samanlagt með 48,2 prósent fylgi samkvæmt könnuninni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, virðist vera í lykilstöðu fyrir næstu ríkisstjórnarmyndun og nokkurn veginn geta valið hvort hún vilji halda áfram samstarfinu við Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn eða reyna að mynda stjórn frá miðju til vinstri. Samkvæmt nýjustu könnunum vilja langflestir landsmenn að hún leiði næstu ríkisstjórn, eða 46 prósent. Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi í dag sagði Logi að „óvenjulegt stjórnarmynstur“ íhaldsflokkanna á kjörtímabilinu hafi mögulega hentað til að koma á pólitískum stöðugleika í landinu eftir skandala fyrri stjórna. „En þessir flokkar munu ekki finna samhljóminn til að ráða við þau risastóru verkefni sem eru fram undan. Málamiðlanir sem ósamstiga ríkisstjórn þarf að gera við hvert fótmál er ekki svarið í núverandi ástandi,“ sagði Logi. Ríkisstjórn sem er óhrædd við sérhagsmunaöflin Þess vegna væri nauðsynlegt að greiða veginn fyrir nýja ríkisstjórn að loknum kosningum sem væri sammála um meginverkefnin sem þyrfti að ráðast í. „Ríkisstjórn sem er óhrædd við markvissari beitingu hins opinbera“ og „ríkisstjórn sem hefur burði til að takast á við sérhagsmunaöflin sem hafa fengið verðmætustu eign þjóðarinnar í sínar hendur.“ Hann sér fyrir sér að Samfylkingin geti myndað þessa ríkisstjórn eftir því sem hann kallar „Reykjavíkurmódelið“ eða „R-lista konseptið“. Þar vísar hann í R-listann, sameiginlegan framboðslista félagshyggjuflokkanna í Reykjavík í þrennum borgarstjórnarkosningum, frá 1994 til 2002, sem alltaf náði hreinum meirihluta í borginni. Meirihlutasamstarf Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna í Reykjavíkurborg í dag er auðvitað svipað því. „Kæru vinir, það er þannig stjórn sem við skulum mynda eftir kosningarnar í haust, og það eru sterkar líkur á að það takist, en það er okkar allra hér inni að sigla því í höfn. Svo verum samstíga, komum málefnum okkar skýrt á framfæri við almenning og gefumst ekki upp fyrr en í fulla hnefana,“ sagði Logi við samflokksmenn sína. Katrín í lykilstöðu Samkvæmt nýjustu könnun MMR mælist Samfylkingin með 10,9 prósent fylgi. Saman eru Samfylkingin, Vinstri græn og Píratar með 35,5 prósent fylgi samkvæmt könnuninni. Með Viðreisn yrði fylgið 46,5 prósent en með Framsókn 48 prósent. Sjá einnig: Sjálfstæðisflokkur, Píratar og Framsókn með mest fylgi. Ríkisstjórnarflokkarnir mælast samanlagt með 48,2 prósent fylgi samkvæmt könnuninni. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, virðist vera í lykilstöðu fyrir næstu ríkisstjórnarmyndun og nokkurn veginn geta valið hvort hún vilji halda áfram samstarfinu við Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn eða reyna að mynda stjórn frá miðju til vinstri. Samkvæmt nýjustu könnunum vilja langflestir landsmenn að hún leiði næstu ríkisstjórn, eða 46 prósent.
Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira