Hálfur álfur í Hellisgerði á sjómannadaginn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. júní 2021 12:01 Álfar taka yfir Hellisgerði á sunnudag. Landsmenn bíða margir spenntir eftir hátíðahöldum sumarsins eftir langan og óvenjulegan vetur. Það eru þó ekki eingöngu mennskir Íslendingar sem hlakka til að sletta úr klaufunum, sjálfir álfarnir í Hellisgerði í Hafnarfirði virðast hafa fengið nóg af slökun og bjóða því til mikillar gleði í garðinum á sunnudaginn. „Vinirnir Þorri og Þura elska veislur enda finnst þeim fátt skemmtilegra en að syngja og skemmta á sviði,“ segir barnabókahöfundurinn Bergrún Íris sem þekkir álfana orðið vel. „Þau eru fyrstu álfarnir sem ég kynnist persónulega og þau hafa alls ekki valdið vonbrigðum, enda með eindæmum kát og hress. Ég var svo heppin að fá að teikna myndir í bókina Þorri og Þura - tjaldferðalagið, en bókinni fylgir tónlist, myndir til að lita og meira að segja spil fyrir sumarfríið! Þessir álfar kunna greinilega að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að barnabókum,“ segir Bergrún og hlær. „Þorri er að vísu hálfur álfur, eins og segir í samnefndum slagara þeirra vina.“ Álfar á vappi Nóg verður um spennandi viðburði í Hafnarfirði þennan dag, enda fagna bæjarbúar Sjómannadeginum gjarnan með þó nokkurri viðhöfn. „Jú, það verður auðvitað dagskrá á höfninni, opið í Íshúsi Hafnarfjarðar þar sem hægt er að skoða vinnustofur listamanna og fleira skemmtilegt í boði. Bærinn minn klikkar ekki þegar kemur að menningartengdum viðburðum,“ segir Bergrún Íris, stolt af heimabænum. Sjálf var hún valin bæjarlistamaður ársins 2020 og kann hvergi betur við sig. Bergrún Íris barnabókahöfundur teiknaði Þorra og Þuru fyrir bókina Tjaldferðalagið. „Hvar annars staðar en í Hafnarfirði finnurðu einn og hálfan álf á vappi? Þau Þorri og Þura eru komin í mikinn veislugír, byrjuð að hita upp raddböndin og stilla strengina. Mér skilst að afi hans Þorra muni líka láta sjá sig í tilefni dagsins, en hann er einmitt sjómað … sjóálfur.“ segir Bergrún og leiðréttir sig hlæjandi. Viðburðurinn hefst klukkan 14 með skemmtiatriði í boði Þorra og Þuru. „Svo verður blöðrulistamaður á svæðinu með litrík blöðrudýr fyrir börnin. Ég ætla að tjalda og koma mér fyrir með litina mína. Þá get ég sent glaða krakka heim með persónulegar teikningar í hverri bók. Kannski teikna ég álfaútgáfu af öllum veislugestunum, ef krakkarnir vilja vita hvernig þau líta út sem hálfur álfur.“ segir Bergrún glöð að lokum. Börn og uppeldi Hafnarfjörður Sjómannadagurinn Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Fleiri fréttir Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Sjá meira
„Vinirnir Þorri og Þura elska veislur enda finnst þeim fátt skemmtilegra en að syngja og skemmta á sviði,“ segir barnabókahöfundurinn Bergrún Íris sem þekkir álfana orðið vel. „Þau eru fyrstu álfarnir sem ég kynnist persónulega og þau hafa alls ekki valdið vonbrigðum, enda með eindæmum kát og hress. Ég var svo heppin að fá að teikna myndir í bókina Þorri og Þura - tjaldferðalagið, en bókinni fylgir tónlist, myndir til að lita og meira að segja spil fyrir sumarfríið! Þessir álfar kunna greinilega að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að barnabókum,“ segir Bergrún og hlær. „Þorri er að vísu hálfur álfur, eins og segir í samnefndum slagara þeirra vina.“ Álfar á vappi Nóg verður um spennandi viðburði í Hafnarfirði þennan dag, enda fagna bæjarbúar Sjómannadeginum gjarnan með þó nokkurri viðhöfn. „Jú, það verður auðvitað dagskrá á höfninni, opið í Íshúsi Hafnarfjarðar þar sem hægt er að skoða vinnustofur listamanna og fleira skemmtilegt í boði. Bærinn minn klikkar ekki þegar kemur að menningartengdum viðburðum,“ segir Bergrún Íris, stolt af heimabænum. Sjálf var hún valin bæjarlistamaður ársins 2020 og kann hvergi betur við sig. Bergrún Íris barnabókahöfundur teiknaði Þorra og Þuru fyrir bókina Tjaldferðalagið. „Hvar annars staðar en í Hafnarfirði finnurðu einn og hálfan álf á vappi? Þau Þorri og Þura eru komin í mikinn veislugír, byrjuð að hita upp raddböndin og stilla strengina. Mér skilst að afi hans Þorra muni líka láta sjá sig í tilefni dagsins, en hann er einmitt sjómað … sjóálfur.“ segir Bergrún og leiðréttir sig hlæjandi. Viðburðurinn hefst klukkan 14 með skemmtiatriði í boði Þorra og Þuru. „Svo verður blöðrulistamaður á svæðinu með litrík blöðrudýr fyrir börnin. Ég ætla að tjalda og koma mér fyrir með litina mína. Þá get ég sent glaða krakka heim með persónulegar teikningar í hverri bók. Kannski teikna ég álfaútgáfu af öllum veislugestunum, ef krakkarnir vilja vita hvernig þau líta út sem hálfur álfur.“ segir Bergrún glöð að lokum.
Börn og uppeldi Hafnarfjörður Sjómannadagurinn Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Fleiri fréttir Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“