Tíu ár frá Grímsvatnagosinu – hátíðarhöld á Kirkjubæjarklaustri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júní 2021 12:17 Kirkjubæjarskóli þveginn eftir gosið í Grímsvötnum 2011. Aðsend Íbúar Skaftárhrepps minnast þess í dag með hátíðarhöldum á Kirkjubæjarklaustri að nú er tíu ár liðin frá því að eldgos hófst í Grímsvötnum. Mikið öskufall fygldi gosinu, sem hafði áhrif á lífið í sveitarfélaginu. Þann 21. maí síðastliðinn voru liðin tíu ár frá því að gos hófst í Grímsvötnum en ári áður var gos á Fimmvörðuhálsi og síðan gaus Eyjafjallajökull og stöðvaði alla umferð um Evrópu og víðar um heiminn. Gosið í Grímsvötnum stóð yfir í viku og fylgdi því mikið öskufall, sem olli íbúum Skaftárhrepps miklum áhyggjum. Mikil vinna fór í að þrífa allt innan sem utan og askan hafði áhrif á allt samfélagið næstu daga og sumarið. Íbúar sveitarfélagsins kalla hátíð dagsins „Öskuminningar“ þar sem boðið verður upp á veglega dagskrá frá 15:00 til 18:00 í dag á félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Klaustri. Túlípanar og aska í Skaftárhreppi í maí 2011.Erla Þórey Lilja Magnúsdóttir er kynningarfulltrúi Skaftárhrepps. „Þar verður tónverk flutt, sem er búið að semja sérstaklega en það er tónlistarskólastjórinn okkar hérna, Zbigniew Zuchowicz, sem hefur samið það. Svo eru tveir sem spila með honum, eða Teresa konan hans og Brian Haroldsson, sem er skólastjórinn í Vík og meðan þau leika verið verða sýndar ljósmyndir frá þessum dögum á stóru tjaldi. Þannig að þetta verður svona bíó eins og í gamla daga þar sem Chaplin var á skjánum,“ segir Lilja. Nokkur erindi verða líka haldin, m.a. um sálgæslu í hamförum, áhrif eldgosa á raforkukerfið og um Grímsvötn og gossögu þeirra. En hvernig líður íbúum í dag, tíu árum eftir gosið? „Ég held að flestir séu búnir með þennan pakka en við sjáum samt einstaka sinnum ösku þegar það er búið að vera þurrt í nokkra daga og það kemur norðan átt, þá kemur þetta yfir okkur aftur. Það eru samt einhverjir, sem eiga mjög slæmar minningar um gosið, leið illa og það er kannski ekki, sem við erum vön að tala mikið um, hvernig leið þér? Við erum að tala um eitthvað, sem við gætum fest hendi á eins og hvað var mikið myrkur, hvað var mikil aska og svona,“ bætir Lilja við. Kvenfélag Kirkjubæjarhrepps stendur fyrir veitingasölu í kaffihléinu á Kirkjuhvoli en allur ágóðinn rennur til slökkviliðs sveitarfélagsins. En eru allir velkomnir að taka þátt í hátíðarhöldum dagsins á Kirkjubæjarklaustri? „Já, fólk er velkomið ef að það vill renna hingað austur til okkar og njóta þessa að vera með okkur.“ Hraunkotslömbin í öskunni í maí 2011.Erla Þórey Dagskrá dagsins á Kirkjubæjarklaustri í dag: Hátíð í Kirkjuhvoli frá kl 15:00 - 18:00 15:00 Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, setur hátíðina. 15:10 Leikið verður nýtt tónverk sem samið er sérstaklega fyrir þessa hátíð. Gos í tónum og mynd sem Zbigniew Zuchowicz hefur samið í tilefni dagsins, með tónskáldinu leika þau Teresa Zuchowicz og Brian Haroldsson. Á meðan verkið er leikið verða sýndar ljósmyndir frá íbúum Skaftárhrepps á stóru tjaldi. 15:30 Grímsvötn 2011 í baksýnisspeglinum. Bergrún Arna Óladóttir, jarðfræðingur. 15:50 Sálgæsla í hamförum. Sr. Ingólfur Hartvigsson. 16:10 Áhrif eldgosa á raforkukerfið. Halldór Halldórsson, öryggisstjóri hjá Landsneti og formaður NSR (Neyðarsamstarf raforkukerfisins) fjallar um þau áhrif sem eldgos geta haft ef þau verða í námunda við raforkuframleiðslu, flutning eða dreifingu rafmagns. 16:30 Hlé. Kvenfélag Kirkjubæjarhrepps stendur fyrir veitingasölu í kaffihléi. Ágóðinn rennur til slökkviliðs sveitarfélagsins. Kaffi og terta kostar 1000 kr. (enginn posi). 16:50 Hvernig líður þér í dag? Lilja Magnúsdóttir ræðir líðan fólks á gostímanum. 17:00 Grímsvötn og gossaga þeirra - tíðni og eðli gosa. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, talar um eldgos í Grímsvötnum. 17:25 Öskubörn. Hafdís Gígja var barn á Kálfafelli í Fljótshverfi, hún segir frá eigin upplifun. 17:40 Hljómsveitin Öskukallarnir leika Öskulög og Öskublús. Hér gætu verið leynigestir! Skaftárhreppur Eldgos og jarðhræringar Grímsvötn Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Þann 21. maí síðastliðinn voru liðin tíu ár frá því að gos hófst í Grímsvötnum en ári áður var gos á Fimmvörðuhálsi og síðan gaus Eyjafjallajökull og stöðvaði alla umferð um Evrópu og víðar um heiminn. Gosið í Grímsvötnum stóð yfir í viku og fylgdi því mikið öskufall, sem olli íbúum Skaftárhrepps miklum áhyggjum. Mikil vinna fór í að þrífa allt innan sem utan og askan hafði áhrif á allt samfélagið næstu daga og sumarið. Íbúar sveitarfélagsins kalla hátíð dagsins „Öskuminningar“ þar sem boðið verður upp á veglega dagskrá frá 15:00 til 18:00 í dag á félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Klaustri. Túlípanar og aska í Skaftárhreppi í maí 2011.Erla Þórey Lilja Magnúsdóttir er kynningarfulltrúi Skaftárhrepps. „Þar verður tónverk flutt, sem er búið að semja sérstaklega en það er tónlistarskólastjórinn okkar hérna, Zbigniew Zuchowicz, sem hefur samið það. Svo eru tveir sem spila með honum, eða Teresa konan hans og Brian Haroldsson, sem er skólastjórinn í Vík og meðan þau leika verið verða sýndar ljósmyndir frá þessum dögum á stóru tjaldi. Þannig að þetta verður svona bíó eins og í gamla daga þar sem Chaplin var á skjánum,“ segir Lilja. Nokkur erindi verða líka haldin, m.a. um sálgæslu í hamförum, áhrif eldgosa á raforkukerfið og um Grímsvötn og gossögu þeirra. En hvernig líður íbúum í dag, tíu árum eftir gosið? „Ég held að flestir séu búnir með þennan pakka en við sjáum samt einstaka sinnum ösku þegar það er búið að vera þurrt í nokkra daga og það kemur norðan átt, þá kemur þetta yfir okkur aftur. Það eru samt einhverjir, sem eiga mjög slæmar minningar um gosið, leið illa og það er kannski ekki, sem við erum vön að tala mikið um, hvernig leið þér? Við erum að tala um eitthvað, sem við gætum fest hendi á eins og hvað var mikið myrkur, hvað var mikil aska og svona,“ bætir Lilja við. Kvenfélag Kirkjubæjarhrepps stendur fyrir veitingasölu í kaffihléinu á Kirkjuhvoli en allur ágóðinn rennur til slökkviliðs sveitarfélagsins. En eru allir velkomnir að taka þátt í hátíðarhöldum dagsins á Kirkjubæjarklaustri? „Já, fólk er velkomið ef að það vill renna hingað austur til okkar og njóta þessa að vera með okkur.“ Hraunkotslömbin í öskunni í maí 2011.Erla Þórey Dagskrá dagsins á Kirkjubæjarklaustri í dag: Hátíð í Kirkjuhvoli frá kl 15:00 - 18:00 15:00 Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, setur hátíðina. 15:10 Leikið verður nýtt tónverk sem samið er sérstaklega fyrir þessa hátíð. Gos í tónum og mynd sem Zbigniew Zuchowicz hefur samið í tilefni dagsins, með tónskáldinu leika þau Teresa Zuchowicz og Brian Haroldsson. Á meðan verkið er leikið verða sýndar ljósmyndir frá íbúum Skaftárhrepps á stóru tjaldi. 15:30 Grímsvötn 2011 í baksýnisspeglinum. Bergrún Arna Óladóttir, jarðfræðingur. 15:50 Sálgæsla í hamförum. Sr. Ingólfur Hartvigsson. 16:10 Áhrif eldgosa á raforkukerfið. Halldór Halldórsson, öryggisstjóri hjá Landsneti og formaður NSR (Neyðarsamstarf raforkukerfisins) fjallar um þau áhrif sem eldgos geta haft ef þau verða í námunda við raforkuframleiðslu, flutning eða dreifingu rafmagns. 16:30 Hlé. Kvenfélag Kirkjubæjarhrepps stendur fyrir veitingasölu í kaffihléi. Ágóðinn rennur til slökkviliðs sveitarfélagsins. Kaffi og terta kostar 1000 kr. (enginn posi). 16:50 Hvernig líður þér í dag? Lilja Magnúsdóttir ræðir líðan fólks á gostímanum. 17:00 Grímsvötn og gossaga þeirra - tíðni og eðli gosa. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, talar um eldgos í Grímsvötnum. 17:25 Öskubörn. Hafdís Gígja var barn á Kálfafelli í Fljótshverfi, hún segir frá eigin upplifun. 17:40 Hljómsveitin Öskukallarnir leika Öskulög og Öskublús. Hér gætu verið leynigestir!
Skaftárhreppur Eldgos og jarðhræringar Grímsvötn Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira