Styrkja ekki þingmenn sem studdu árásina á þinghúsið Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2021 16:30 JPMorgan Chase og Co. er stærsti lánveitandi Bandaríkjanna. Vísir/EPA Bandaríska fjármálafyrirtækið JPMorgan hefur ákveðið að gefa ekki fé í kosningasjóði repúblikana sem studdu árás stuðningsmanna Donalds Trump á þinghúsið í janúar. Fyrirtækið ætlar hins vegar að byrja að styrkja stjórnmálamenn aftur eftir stutt hlé. Mörg fyrirtæki hættu að láta fé af hendi rakna til stjórnmálamanna eftir að æstur múgur stuðningsmanna Trump réðst á þinghúsið til þess að reyna að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu kjör Joes Biden sem forseta 6. janúar. JPMorgan hefur nú ákveðið að byrja að veita styrki aftur í gegnum pólitíska aðgerðanefnd á vegum þess. Það ætlar hins vegar að hætta að styrkja nokkra af þeim 147 þingmönnum repúblikana sem greiddu atkvæði gegn því að staðfesta kjör Biden sem það hefur gefið fé í gegnum tíðina, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Meirihluti fulltrúadeildarþingmanna repúblikana greiddi atkvæði gegn því að staðfesta úrslit forsetakosninganna jafnvel eftir að múgurinn braust inn í þinghúsið þannig að þingmenn þurftu að fela sig á bak við læstar dyr. Þingmennirnir, sem ekki voru nefndir sérstaklega í minnisblaði bankans, verða úti í kuldanum hjá JPMorgan fram yfir þingkosningarnar í nóvember á næsta ári. Þá ætlar fyrirtækið að meta stöðuna aftur og ákveða hvort það haldi áfram að gefa þingmönnunum fé. Repúblikanar í báðum deildum Bandaríkjaþings lögðust gegn þverpólitísku frumvarpi um stofnun óháðrar rannsóknarnefndar til að rannsaka árásina á þinghúsið. Öldungadeildarþingmenn flokksins drápu frumvarpið á endanum með málþófi. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28. maí 2021 18:20 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Mörg fyrirtæki hættu að láta fé af hendi rakna til stjórnmálamanna eftir að æstur múgur stuðningsmanna Trump réðst á þinghúsið til þess að reyna að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu kjör Joes Biden sem forseta 6. janúar. JPMorgan hefur nú ákveðið að byrja að veita styrki aftur í gegnum pólitíska aðgerðanefnd á vegum þess. Það ætlar hins vegar að hætta að styrkja nokkra af þeim 147 þingmönnum repúblikana sem greiddu atkvæði gegn því að staðfesta kjör Biden sem það hefur gefið fé í gegnum tíðina, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Meirihluti fulltrúadeildarþingmanna repúblikana greiddi atkvæði gegn því að staðfesta úrslit forsetakosninganna jafnvel eftir að múgurinn braust inn í þinghúsið þannig að þingmenn þurftu að fela sig á bak við læstar dyr. Þingmennirnir, sem ekki voru nefndir sérstaklega í minnisblaði bankans, verða úti í kuldanum hjá JPMorgan fram yfir þingkosningarnar í nóvember á næsta ári. Þá ætlar fyrirtækið að meta stöðuna aftur og ákveða hvort það haldi áfram að gefa þingmönnunum fé. Repúblikanar í báðum deildum Bandaríkjaþings lögðust gegn þverpólitísku frumvarpi um stofnun óháðrar rannsóknarnefndar til að rannsaka árásina á þinghúsið. Öldungadeildarþingmenn flokksins drápu frumvarpið á endanum með málþófi.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28. maí 2021 18:20 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28. maí 2021 18:20