Skoða að fjölga frambjóðendum fyrir forsetakosningarnar í Íran Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2021 14:24 Ali Khamenei, æðstiklerkur og æðsti leiðtogi Írans, skipaði varðamannaráðinu að fara aftur yfir frambjóðendur sem það hafnaði. Vísir/EPA Sérstök kjörnefnd sem fer yfir hæfi forsetaframbjóðenda í Íran segist ætla að endurskoða ákvörðun sína um að hafna nokkrum þekktum frambjóðendum. Rouhani forseti er á meðal þeirra sem hafa mótmælt fákeppni í frambjóðendahópnum. Svonefnt varðmannaráð sem metur hvort að frambjóðendur séu nægilega hollir írönsku byltingunni bannaði Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseta, Eshaq Jahangiri, varaforseta, og Ali Larijani, fyrrverandi þingforseta, að bjóða sig fram í síðustu viku. Ali Khamenei, æðsti klerkur og leiðtogi Íran, skipaði helming fulltrúa í ráðinu. Eftir stóð Ebrahim Raisi, forseti hæstaréttar sem er talinn forsetaefni Khamenei auk nokkurra annarra harðlínumanna á bandi leiðtogans og léttvigtarmanna. Virtist leiðin því hafa verið rudd til að Raisi ynni auðveldan sigur. Hassan Rouhani, forseti, skrifaði Khamenei bréf til að mótmæla ákvörðuninni um að vísa frambjóðendum sem gætu ógnað Raisi frá. Rouhani er sjálfur ekki kjörgengur vegna ákvæða í stjórnarskrá um hversu lengi forseti getur setið í embætti. Reuters-fréttastofan segir að varðamannaráðið hafi gefið frá sér yfirlýsingu í dag þar sem kom fram að það ætlaði sér að fara aftur yfir þá frambjóðendur sem það taldi ekki hæfa til að bjóða sig fram. Khamenei hafi hlutast til um það og ákvarðanir hans væru endanlegar. „Varðmannaráðið mun brátt kynna álit sitt og viðurkenna að það er ekki óskeikult,“ sagði talsmaður ráðsins. Kosningarnar fara fram 18. júní en kannanir benda til þess að kjörsókn verði dræm. Margir kjósendur eru sagðir áhugalausir þar sem að úrslit kosninganna virðist ráðin fyrir fram. Íran Tengdar fréttir Ahmadinejad aftur í forsetaframboð Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti Írans, hefur skráð sig í framboð að nýju fyrir forsetakosningar sem fara fram í júní. Í forsetatíð sinni var Ahmadinejad þekktur sem harðlínumaður en hefur undanfarið reynt að hasla sér völl sem miðjumaður og verið gagnrýninn á klerkastjórnina. 12. maí 2021 11:18 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Svonefnt varðmannaráð sem metur hvort að frambjóðendur séu nægilega hollir írönsku byltingunni bannaði Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseta, Eshaq Jahangiri, varaforseta, og Ali Larijani, fyrrverandi þingforseta, að bjóða sig fram í síðustu viku. Ali Khamenei, æðsti klerkur og leiðtogi Íran, skipaði helming fulltrúa í ráðinu. Eftir stóð Ebrahim Raisi, forseti hæstaréttar sem er talinn forsetaefni Khamenei auk nokkurra annarra harðlínumanna á bandi leiðtogans og léttvigtarmanna. Virtist leiðin því hafa verið rudd til að Raisi ynni auðveldan sigur. Hassan Rouhani, forseti, skrifaði Khamenei bréf til að mótmæla ákvörðuninni um að vísa frambjóðendum sem gætu ógnað Raisi frá. Rouhani er sjálfur ekki kjörgengur vegna ákvæða í stjórnarskrá um hversu lengi forseti getur setið í embætti. Reuters-fréttastofan segir að varðamannaráðið hafi gefið frá sér yfirlýsingu í dag þar sem kom fram að það ætlaði sér að fara aftur yfir þá frambjóðendur sem það taldi ekki hæfa til að bjóða sig fram. Khamenei hafi hlutast til um það og ákvarðanir hans væru endanlegar. „Varðmannaráðið mun brátt kynna álit sitt og viðurkenna að það er ekki óskeikult,“ sagði talsmaður ráðsins. Kosningarnar fara fram 18. júní en kannanir benda til þess að kjörsókn verði dræm. Margir kjósendur eru sagðir áhugalausir þar sem að úrslit kosninganna virðist ráðin fyrir fram.
Íran Tengdar fréttir Ahmadinejad aftur í forsetaframboð Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti Írans, hefur skráð sig í framboð að nýju fyrir forsetakosningar sem fara fram í júní. Í forsetatíð sinni var Ahmadinejad þekktur sem harðlínumaður en hefur undanfarið reynt að hasla sér völl sem miðjumaður og verið gagnrýninn á klerkastjórnina. 12. maí 2021 11:18 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Ahmadinejad aftur í forsetaframboð Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti Írans, hefur skráð sig í framboð að nýju fyrir forsetakosningar sem fara fram í júní. Í forsetatíð sinni var Ahmadinejad þekktur sem harðlínumaður en hefur undanfarið reynt að hasla sér völl sem miðjumaður og verið gagnrýninn á klerkastjórnina. 12. maí 2021 11:18