Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 1-2 | Stjarnan kom til baka í Árbæ Sverrir Már Smárason skrifar 6. júní 2021 21:10 Chanté átti frábæran leik í kvöld. vísir/hulda margrét Fylkir tók á móti Stjörnunni í kvöld í ágætis veðri í Árbænum. Leikurinn var botnslagur þar sem Fylkiskonur sátu í neðsta sæti með 2 stig fyrir leikinn og Stjarnan í því 8. með 4 stig. Stjörnukonur byrjuðu leikinn betur og fengu góð færi en Tinna Brá markmaður varði vel. Það voru svo Fylkiskonur sem komust yfir með frábæru skoti frá Huldu Hrund, fyrirliða og afmælisbarni. Fylkir sóttu aðeins eftir markið en fljótlega tóku Stjörnukonur völdin. Katrín Ásbjörnsdóttir byrjaði sinn fyrsta leik í kvöld og sannaði mikilvægi sitt á 38. mínútu þegar hún jafnaði metin. Staðan 1-1 í hálfleik. Stjarnan héldu áfram sínum yfirburðum í upphafi seinni hálfleiks og á 54. Mínútu skoraði Betsy Noon Hassett annað mark Stjörnunnar. Fylkir reyndu að setja pressu á Stjörnuna, settu mikið af löngum boltum fram og í teig Stjörnunnar en Anna María og Málfríður í hjarta varnarinnar réðu vel við það og Chanté markmaður átti eina stórkostlega. Fylkiskonur náðu tveimur tilraunum í slá seint í leiknum en þar við sat. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan skapaði sér fleiri góð færi sem þær nýttu betur en Fylkir. Þær nýttu sér hraða á köntunum og styrk Katrínar uppá topp. Varnarlína Stjörnunnar og Chanté fyrir aftan stóðu vaktina virkilega vel. Hverjar stóðu upp úr? Markmennirnir tveir áttu frábæra leiki í kvöld. Tinna Brá varði nokkrum sinnum ein gegn einni og var örugg í sínum aðgerðum. Chanté markvörður Stjörnunnar var mjög pottþétt allan leikinn en það var á 84 mínútu sem hún átti magnaða vörslu frá Shannon, varsla sem skilaði þessum 3 stigum. Úlfa Dís á miðjunni hjá Stjörnunni var einnig virkilega góð að tengja saman vörn og sókn. Hvað gekk illa? Fylki gekk illa að skapa sér góð færi og voru oft á tíðum að sækja á alltof fáum konum. Í lok leiks reyndu Fylkiskonur að setja boltann inná teig Stjörnunnar en of oft engin eða alltof fáar þar til þess að reyna að skora. Hvað gerist næst? Fylkir spilar frestaðan leik við Tindastól á heimavelli Fimmtudaginn 10. júní. Botnbaráttu slagur annan leikinn í röð og tap þar gerir stöðuna mjög alvarlega í Árbænum. Stjörnukonur eru komnar í landsleikjapásu og spila næst 21. Júní. Var verið að bjóða fleiri liðum í toppbaráttuna og við ákváðum að þiggja það boð Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.VÍSIR/DANÍEL „Eftir úrslitin í gær þá var nokkuð ljóst að það var verið að bjóða fleiri liðum í toppbaráttuna og við ákváðum að þiggja það boð með því að vinna hérna í kvöld. Við eigum topplið næst, ÍBV og Breiðablik þannig að við þurfum að sýna áfram hvað í okkur býr,“ sagði Kristján Guðmundsson þegar hann var spurður um mikilvægi sigursins. Katrín Ásbjörnsdóttir spilaði í kvöld sinn fyrsta byrjunarliðsleik í sumar. „Það skiptir töluvert miklu máli (að fá hana inn í byrjunarliðið), þetta er svona hluti af því sem hefur vantað uppá hjá okkur það er að fá þessa reynslu í senterastöðuna, bæði að tengja og svo þegar við fáum þessi tækifæri eins og hún skorar markið að taka fráköstin.“ Hulda Hrund: Ekki afmælisgjöfin sem ég vildi Hulda Hrund var ekki sátt með spilamennsku Fylkis í kvöld.Vísir/Bára Hulda Hrund fyrirliði Fylkir var að vonum svekkt með 1-2 tap gegn Stjörnunni í kvöld en leikurinn var spilaður á afmælisdegi Huldu. „Þetta var ekki afmælisgjöfin sem ég vildi en Stjarnan var bara betri aðilinn og við spiluðum of langa og ömurlega bolta sem urðu okkur að falli.“ Hulda skoraði frábært mark eftir 15 mínútna leik með góðu skoti en liðið náði ekki að fylgja því eftir og ná tökum á leiknum. „Það var eins og við værum að bíða eftir einhverju, við skorum þetta mark og svo er eins og við verðum hræddar að sækja fram á við. Þær voru grimmari í lok seinni hálfleiks og svo koma þær sterkari út í byrjun seinni. Við áttum svo þrjú sláarskot í lokin sem fóru ekki inn sem var óheppni hjá okkur að hafa ekki byrjað fyrr.“ Undir lok leiks reyndu Fylkisliðið mikið að setja langar sendingar inná teig Stjörnunnar sem gekk ekki að óskum. „Bæði og kannski (upplegg og stress), við vorum að reyna að fara frekar á fjær hjá þeim en Bryndís er líka frábær í loftinu og skallaði í slánna svo þetta var planað og ekki planað.” Fylkir spilar frestaðan leik gegn Tindastól næstkomandi fimmtudag, 10. júní, áður en landsleikjapásan hefst. Hulda segir þær þurfa að vinna hann. „Það er ekkert annað en þrjú stig, við förum inn í hvern leik og viljum vinna hann og við ætlum að vinna þennan. Við höfum bara eina æfingu á milli til að gíra okkur í gang en við verðum bara að vinna hann.” Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Stjarnan
Fylkir tók á móti Stjörnunni í kvöld í ágætis veðri í Árbænum. Leikurinn var botnslagur þar sem Fylkiskonur sátu í neðsta sæti með 2 stig fyrir leikinn og Stjarnan í því 8. með 4 stig. Stjörnukonur byrjuðu leikinn betur og fengu góð færi en Tinna Brá markmaður varði vel. Það voru svo Fylkiskonur sem komust yfir með frábæru skoti frá Huldu Hrund, fyrirliða og afmælisbarni. Fylkir sóttu aðeins eftir markið en fljótlega tóku Stjörnukonur völdin. Katrín Ásbjörnsdóttir byrjaði sinn fyrsta leik í kvöld og sannaði mikilvægi sitt á 38. mínútu þegar hún jafnaði metin. Staðan 1-1 í hálfleik. Stjarnan héldu áfram sínum yfirburðum í upphafi seinni hálfleiks og á 54. Mínútu skoraði Betsy Noon Hassett annað mark Stjörnunnar. Fylkir reyndu að setja pressu á Stjörnuna, settu mikið af löngum boltum fram og í teig Stjörnunnar en Anna María og Málfríður í hjarta varnarinnar réðu vel við það og Chanté markmaður átti eina stórkostlega. Fylkiskonur náðu tveimur tilraunum í slá seint í leiknum en þar við sat. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan skapaði sér fleiri góð færi sem þær nýttu betur en Fylkir. Þær nýttu sér hraða á köntunum og styrk Katrínar uppá topp. Varnarlína Stjörnunnar og Chanté fyrir aftan stóðu vaktina virkilega vel. Hverjar stóðu upp úr? Markmennirnir tveir áttu frábæra leiki í kvöld. Tinna Brá varði nokkrum sinnum ein gegn einni og var örugg í sínum aðgerðum. Chanté markvörður Stjörnunnar var mjög pottþétt allan leikinn en það var á 84 mínútu sem hún átti magnaða vörslu frá Shannon, varsla sem skilaði þessum 3 stigum. Úlfa Dís á miðjunni hjá Stjörnunni var einnig virkilega góð að tengja saman vörn og sókn. Hvað gekk illa? Fylki gekk illa að skapa sér góð færi og voru oft á tíðum að sækja á alltof fáum konum. Í lok leiks reyndu Fylkiskonur að setja boltann inná teig Stjörnunnar en of oft engin eða alltof fáar þar til þess að reyna að skora. Hvað gerist næst? Fylkir spilar frestaðan leik við Tindastól á heimavelli Fimmtudaginn 10. júní. Botnbaráttu slagur annan leikinn í röð og tap þar gerir stöðuna mjög alvarlega í Árbænum. Stjörnukonur eru komnar í landsleikjapásu og spila næst 21. Júní. Var verið að bjóða fleiri liðum í toppbaráttuna og við ákváðum að þiggja það boð Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.VÍSIR/DANÍEL „Eftir úrslitin í gær þá var nokkuð ljóst að það var verið að bjóða fleiri liðum í toppbaráttuna og við ákváðum að þiggja það boð með því að vinna hérna í kvöld. Við eigum topplið næst, ÍBV og Breiðablik þannig að við þurfum að sýna áfram hvað í okkur býr,“ sagði Kristján Guðmundsson þegar hann var spurður um mikilvægi sigursins. Katrín Ásbjörnsdóttir spilaði í kvöld sinn fyrsta byrjunarliðsleik í sumar. „Það skiptir töluvert miklu máli (að fá hana inn í byrjunarliðið), þetta er svona hluti af því sem hefur vantað uppá hjá okkur það er að fá þessa reynslu í senterastöðuna, bæði að tengja og svo þegar við fáum þessi tækifæri eins og hún skorar markið að taka fráköstin.“ Hulda Hrund: Ekki afmælisgjöfin sem ég vildi Hulda Hrund var ekki sátt með spilamennsku Fylkis í kvöld.Vísir/Bára Hulda Hrund fyrirliði Fylkir var að vonum svekkt með 1-2 tap gegn Stjörnunni í kvöld en leikurinn var spilaður á afmælisdegi Huldu. „Þetta var ekki afmælisgjöfin sem ég vildi en Stjarnan var bara betri aðilinn og við spiluðum of langa og ömurlega bolta sem urðu okkur að falli.“ Hulda skoraði frábært mark eftir 15 mínútna leik með góðu skoti en liðið náði ekki að fylgja því eftir og ná tökum á leiknum. „Það var eins og við værum að bíða eftir einhverju, við skorum þetta mark og svo er eins og við verðum hræddar að sækja fram á við. Þær voru grimmari í lok seinni hálfleiks og svo koma þær sterkari út í byrjun seinni. Við áttum svo þrjú sláarskot í lokin sem fóru ekki inn sem var óheppni hjá okkur að hafa ekki byrjað fyrr.“ Undir lok leiks reyndu Fylkisliðið mikið að setja langar sendingar inná teig Stjörnunnar sem gekk ekki að óskum. „Bæði og kannski (upplegg og stress), við vorum að reyna að fara frekar á fjær hjá þeim en Bryndís er líka frábær í loftinu og skallaði í slánna svo þetta var planað og ekki planað.” Fylkir spilar frestaðan leik gegn Tindastól næstkomandi fimmtudag, 10. júní, áður en landsleikjapásan hefst. Hulda segir þær þurfa að vinna hann. „Það er ekkert annað en þrjú stig, við förum inn í hvern leik og viljum vinna hann og við ætlum að vinna þennan. Við höfum bara eina æfingu á milli til að gíra okkur í gang en við verðum bara að vinna hann.” Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti