Vaktavinna = mönnunarvandi Sandra B. Franks skrifar 3. júní 2021 16:01 Það eru söguleg tímamót að hafa náð fram styttingu vinnuvikunnar, sem mun móta vinnuvænt starfsumhverfi fyrir vaktavinnufólk til framtíðar. Það er því aldrei brýnna en nú að taka höndum saman, hugsa í lausnum og vinna markvisst að því að dæmið gangi upp. Viðamikill þáttur þessa verkefnis er að takast á við rótgróna vinnustaðamenningu og nálgast verkefnið í samstarfi við vinnufélaga og stjórnendur stofnana. Eins og margsinnis hefur komið fram er markmið með „styttri vinnuviku - betri vinnutíma“ að koma í veg fyrir mönnunarvanda, veikindafjarveru og mikla starfsmannaveltu sem er fylgifiskur álagstengdra þátta í vinnu og óánægju í starfi. Meginmarkmiðið með kerfisbreytingunni er að gera vaktavinnu eftirsóknarverða, þar sem kerfið vinnur með okkur í því að bæta heilsu og líðan þeirra sem vinna á vöktum og starfsumhverfið fjölskylduvænt. Hlutastarf = hlutalaun Í aðdraganda gildistöku betri vinnutíma 1. maí síðastliðinn, hjá ríki og sveitarfélögum, ákváðu um 96% starfsfólks í hlutastarfi að auka við sig starfshlutfall. Starfsfólkið er því ekki að taka styttingu á vinnutíma sínum, heldur er það að vinna eins og það gerði áður og er þá vinnuframlagið metið í samræmi við vaktabyrgði. Það þýðir í raun að um að 100% vaktavinna geti verið allt að 80% viðvera fyrir erfiðustu vaktirnar. Hefði ekkert verið gert til að koma til móts við sjónarmið stéttarfélaga um breytingar á vinnutíma hjá vaktavinnufólki er fyrirséð að mönnunarvandinn hefði versnað. Með breyttu fyrirkomulagi getum við stuðlað að því að fólk velji að vinna á vöktum. Fram til þessa hefur mikill meirihluti vaktavinnufólks, og þá einkum sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar, beinlínis neyðst til að vera í hlutastarfi vegna þess hve þung vaktabyrðin hefur reynst þeim vera. Mönnunarvandi = fjármagn Það er ljóst að áralangur mönnunarvandi verður ekki leystur í einni hendingu. Skortur á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum, hefur verið viðvarandi um langa hríð. Kerfisbreytingin, sem kostar um 4,2 milljarða og gert er ráð fyrir í fjárlögum, er í raun eitt mikilvægasta framfaraskref í verkalýðsbaráttu Íslendinga, og í raun mikilvægasta tækið til að bæta mönnun vaktavinnustétta til lengri tíma litið. Ávinningur af betri vinnutíma finnum við meðal annars í krafti jákvæðrar og uppbyggilegri umræðu félagsmanna. Einstaka hnökra þarf þó að leysa innan stofnana, sem er úrlausnarefni. Mælingar á framleiðni vinnuafls, gæðum og öryggi þjónustunnar verða settar í gang þegar hæfileg reynsla er komin á betri vinnutíma. Með samstöðu, samvinnu og samráði allra þeirra sem að þessu verkefni komu náðum við þessu í gegn, og því ber að fagna. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Vinnumarkaður Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Það eru söguleg tímamót að hafa náð fram styttingu vinnuvikunnar, sem mun móta vinnuvænt starfsumhverfi fyrir vaktavinnufólk til framtíðar. Það er því aldrei brýnna en nú að taka höndum saman, hugsa í lausnum og vinna markvisst að því að dæmið gangi upp. Viðamikill þáttur þessa verkefnis er að takast á við rótgróna vinnustaðamenningu og nálgast verkefnið í samstarfi við vinnufélaga og stjórnendur stofnana. Eins og margsinnis hefur komið fram er markmið með „styttri vinnuviku - betri vinnutíma“ að koma í veg fyrir mönnunarvanda, veikindafjarveru og mikla starfsmannaveltu sem er fylgifiskur álagstengdra þátta í vinnu og óánægju í starfi. Meginmarkmiðið með kerfisbreytingunni er að gera vaktavinnu eftirsóknarverða, þar sem kerfið vinnur með okkur í því að bæta heilsu og líðan þeirra sem vinna á vöktum og starfsumhverfið fjölskylduvænt. Hlutastarf = hlutalaun Í aðdraganda gildistöku betri vinnutíma 1. maí síðastliðinn, hjá ríki og sveitarfélögum, ákváðu um 96% starfsfólks í hlutastarfi að auka við sig starfshlutfall. Starfsfólkið er því ekki að taka styttingu á vinnutíma sínum, heldur er það að vinna eins og það gerði áður og er þá vinnuframlagið metið í samræmi við vaktabyrgði. Það þýðir í raun að um að 100% vaktavinna geti verið allt að 80% viðvera fyrir erfiðustu vaktirnar. Hefði ekkert verið gert til að koma til móts við sjónarmið stéttarfélaga um breytingar á vinnutíma hjá vaktavinnufólki er fyrirséð að mönnunarvandinn hefði versnað. Með breyttu fyrirkomulagi getum við stuðlað að því að fólk velji að vinna á vöktum. Fram til þessa hefur mikill meirihluti vaktavinnufólks, og þá einkum sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar, beinlínis neyðst til að vera í hlutastarfi vegna þess hve þung vaktabyrðin hefur reynst þeim vera. Mönnunarvandi = fjármagn Það er ljóst að áralangur mönnunarvandi verður ekki leystur í einni hendingu. Skortur á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum, hefur verið viðvarandi um langa hríð. Kerfisbreytingin, sem kostar um 4,2 milljarða og gert er ráð fyrir í fjárlögum, er í raun eitt mikilvægasta framfaraskref í verkalýðsbaráttu Íslendinga, og í raun mikilvægasta tækið til að bæta mönnun vaktavinnustétta til lengri tíma litið. Ávinningur af betri vinnutíma finnum við meðal annars í krafti jákvæðrar og uppbyggilegri umræðu félagsmanna. Einstaka hnökra þarf þó að leysa innan stofnana, sem er úrlausnarefni. Mælingar á framleiðni vinnuafls, gæðum og öryggi þjónustunnar verða settar í gang þegar hæfileg reynsla er komin á betri vinnutíma. Með samstöðu, samvinnu og samráði allra þeirra sem að þessu verkefni komu náðum við þessu í gegn, og því ber að fagna. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar