Sósíalistar vilja nýju stjórnarskrána Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 3. júní 2021 15:30 Sósíalistaflokkur Íslands hefur sett sér stefnu í 17 málaflokkum og er upptaka nýju stjórnarskrárinnar eitt af stefnumálum lýðræðisvæðingar flokksins. Það er auðvitað skömm að því að eiga nýja stjórnarskrá sem samin var af fólkinu og samþykkt af öruggum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu og láta hana bara liggja á milli hluta í þinginu. Það er nokkuð ljóst að allur almenningur myndi njóta góðs af upptöku nýrrar stjórnarskrár þar sem þar er tryggt að auðlindir landsins verði í þjóðareigu og arðurinn af þeim því renna í sameiginlega sjóði sem hægt er að byggja upp kærleiksríkt samfélag. Í kærleiksríku samfélagi þarf enginn að lifa undir fátæktarmörkum eins og öryrkjum og eldri borgurum er boðið upp á á Íslandi í dag. Fyrstu baráttumál Sósíalistaflokks Íslands eru einmitt mannsæmandi kjör fyrir alla landsmenn, aðgangur að öruggu og ódýru húsnæði, gjaldfrjálst heilbrigðis- og menntakerfi og enduruppbygging skattakerfisins með það fyrir augum að láta hinu ríkustu borga mest meðan að skattbyrðinni yrði létt af láglauna- og millitekjufólki. Sósíalistaflokkur Íslands er flokkur almennings í landinu og er markmiðið að endurheimta það velferðarsamfélag sem verkalýðsfélögin voru búin að byggja hér upp áður en nýfrjálshyggjan tók öll völd. Í því samfélagi verða skattar lækkaðir á almenning en hækkaðir á öfgafjármagn. Auk þess myndu fjármagnstekjur hækka en þær eru miklu lægri hér en í öðrum löndum sem við berum okkur saman við. Auk stefnu í velferðarmálum hefur flokkurinn sett stefnu í umhverfis- og loftslagsmálum, jafnréttismálum, lýðræðismálum, byggðarmálum, ríksifjármálum og samgöngu- og dómsmálum svo eitthvað sé nefnt. Stefna flokksins í utanríksimálum er að klárast núna um þessar mundir en hana vinnur slembivalinn hópur félaga eins og allar hinar stefnurnar. Þeir sem vilja sem vilja kynna sér nánar stefnumálin 17 geta skoðað þau hér. Höfundur er kennari og félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands hefur sett sér stefnu í 17 málaflokkum og er upptaka nýju stjórnarskrárinnar eitt af stefnumálum lýðræðisvæðingar flokksins. Það er auðvitað skömm að því að eiga nýja stjórnarskrá sem samin var af fólkinu og samþykkt af öruggum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu og láta hana bara liggja á milli hluta í þinginu. Það er nokkuð ljóst að allur almenningur myndi njóta góðs af upptöku nýrrar stjórnarskrár þar sem þar er tryggt að auðlindir landsins verði í þjóðareigu og arðurinn af þeim því renna í sameiginlega sjóði sem hægt er að byggja upp kærleiksríkt samfélag. Í kærleiksríku samfélagi þarf enginn að lifa undir fátæktarmörkum eins og öryrkjum og eldri borgurum er boðið upp á á Íslandi í dag. Fyrstu baráttumál Sósíalistaflokks Íslands eru einmitt mannsæmandi kjör fyrir alla landsmenn, aðgangur að öruggu og ódýru húsnæði, gjaldfrjálst heilbrigðis- og menntakerfi og enduruppbygging skattakerfisins með það fyrir augum að láta hinu ríkustu borga mest meðan að skattbyrðinni yrði létt af láglauna- og millitekjufólki. Sósíalistaflokkur Íslands er flokkur almennings í landinu og er markmiðið að endurheimta það velferðarsamfélag sem verkalýðsfélögin voru búin að byggja hér upp áður en nýfrjálshyggjan tók öll völd. Í því samfélagi verða skattar lækkaðir á almenning en hækkaðir á öfgafjármagn. Auk þess myndu fjármagnstekjur hækka en þær eru miklu lægri hér en í öðrum löndum sem við berum okkur saman við. Auk stefnu í velferðarmálum hefur flokkurinn sett stefnu í umhverfis- og loftslagsmálum, jafnréttismálum, lýðræðismálum, byggðarmálum, ríksifjármálum og samgöngu- og dómsmálum svo eitthvað sé nefnt. Stefna flokksins í utanríksimálum er að klárast núna um þessar mundir en hana vinnur slembivalinn hópur félaga eins og allar hinar stefnurnar. Þeir sem vilja sem vilja kynna sér nánar stefnumálin 17 geta skoðað þau hér. Höfundur er kennari og félagi í Sósíalistaflokknum.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun