Ábyrgð á eftirliti með vottorðum færð yfir á flugfélög Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. júní 2021 14:26 Frá og með laugardeginum fer enginn inn í Icelandair-vél nema með fullgilt vottorð um að hann sé ekki með Covid-19. vísir/vilhelm Flugfélög sem fljúga til Íslands verða frá og með næsta laugardegi að neita þeim um flutning til landsins sem geta ekki sýnt fram á fullgilt vottorð um bólusetningu fyrir Covid-19, fyrri sýkingu eða neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku. Hingað til hefur þessi skylda ekki legið á flugfélögunum og því hafa einhverjir lent á flugvellinum sem ekki hafa forskráð sig eða verið með nauðsynleg fullgild vottorð. Þeim hefur þá verið neitað um komu inn fyrir landamærin og vísað til baka. Geti farþegar ekki framvísað tilskildu vottorði til flugfélaganna áður en þeir fara um borð í vélina verða flugfélögin að neita þeim um flutning til Íslands. Þetta nær þó ekki til íslenskra ríkisborgara. Reglugerðin er sett með stoð í bráðabirgðaákvæði við loftferðalög sem var samþykkt á þingi í síðasta mánuði, sem heimilar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að setja reglugerð um tímabundnar skyldur flugrekenda eða umráðenda loftfars til að tryggja sóttvarnir gegn Covid-19. Hún verður endurskoðuð á fjögurra vikna fresti en umrætt bráðabirgðaákvæði í loftferðalögum gildir út árið. Skyldur flugrekenda og umráðamanna loftfara samkvæmt reglugerðinni eru eftirtaldar: Skylt er að kanna hvort farþegi hafi fullnægt skyldu til forskráningar og hafi tilskilið viðurkennt vottorð um ónæmisaðgerð gegn Covid-19, vottorð um að Covid-19-sýking sé afstaðin eða vottorð eða staðfestingu á neikvæðri niðurstöðu Covid-19 prófs áður en farið er um borð í loftfar, enda hafi slík skylda verið lögð á farþega á grundvelli sóttvarnalaga. Skylt er að synja farþega um flutning geti hann ekki framvísað tilskildu vottorði eða staðfestingu. Skylda til að synja farþega um flutning nær ekki til íslenskra ríkisborgara. Slík synjun felur ekki í sér neitun um far á grundvelli Evrópureglugerðar um skaðabætur eða aðstoð til farþega sem neitað er um far þegar flugi er aflýst, seinkað eða flýtt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Hingað til hefur þessi skylda ekki legið á flugfélögunum og því hafa einhverjir lent á flugvellinum sem ekki hafa forskráð sig eða verið með nauðsynleg fullgild vottorð. Þeim hefur þá verið neitað um komu inn fyrir landamærin og vísað til baka. Geti farþegar ekki framvísað tilskildu vottorði til flugfélaganna áður en þeir fara um borð í vélina verða flugfélögin að neita þeim um flutning til Íslands. Þetta nær þó ekki til íslenskra ríkisborgara. Reglugerðin er sett með stoð í bráðabirgðaákvæði við loftferðalög sem var samþykkt á þingi í síðasta mánuði, sem heimilar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að setja reglugerð um tímabundnar skyldur flugrekenda eða umráðenda loftfars til að tryggja sóttvarnir gegn Covid-19. Hún verður endurskoðuð á fjögurra vikna fresti en umrætt bráðabirgðaákvæði í loftferðalögum gildir út árið. Skyldur flugrekenda og umráðamanna loftfara samkvæmt reglugerðinni eru eftirtaldar: Skylt er að kanna hvort farþegi hafi fullnægt skyldu til forskráningar og hafi tilskilið viðurkennt vottorð um ónæmisaðgerð gegn Covid-19, vottorð um að Covid-19-sýking sé afstaðin eða vottorð eða staðfestingu á neikvæðri niðurstöðu Covid-19 prófs áður en farið er um borð í loftfar, enda hafi slík skylda verið lögð á farþega á grundvelli sóttvarnalaga. Skylt er að synja farþega um flutning geti hann ekki framvísað tilskildu vottorði eða staðfestingu. Skylda til að synja farþega um flutning nær ekki til íslenskra ríkisborgara. Slík synjun felur ekki í sér neitun um far á grundvelli Evrópureglugerðar um skaðabætur eða aðstoð til farþega sem neitað er um far þegar flugi er aflýst, seinkað eða flýtt.
Skylt er að kanna hvort farþegi hafi fullnægt skyldu til forskráningar og hafi tilskilið viðurkennt vottorð um ónæmisaðgerð gegn Covid-19, vottorð um að Covid-19-sýking sé afstaðin eða vottorð eða staðfestingu á neikvæðri niðurstöðu Covid-19 prófs áður en farið er um borð í loftfar, enda hafi slík skylda verið lögð á farþega á grundvelli sóttvarnalaga. Skylt er að synja farþega um flutning geti hann ekki framvísað tilskildu vottorði eða staðfestingu. Skylda til að synja farþega um flutning nær ekki til íslenskra ríkisborgara. Slík synjun felur ekki í sér neitun um far á grundvelli Evrópureglugerðar um skaðabætur eða aðstoð til farþega sem neitað er um far þegar flugi er aflýst, seinkað eða flýtt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira