Verðmeta Íslandsbanka á 155 til 242 milljarða króna Eiður Þór Árnason skrifar 2. júní 2021 11:14 Til stendur að selja 25 til 35% hlut ríkisins í Íslandsbanka sem er nú alfarið í eigu ríkissjóðs. Vísir/Vilhelm Fossar markaðir, sem er á meðal ráðgjafa vegna fyrirhugaðrar sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka, áætlar að virði bankans sé á bilinu 222 til 242 milljarðar króna. Sjálfstæði greiningaraðilinn Jakobsson Capital metur bankann á 155 til 218 milljarða króna. Þetta kemur fram í umfjöllun Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins, í dag. Samkvæmt heimildum Markaðarins er gert ráð fyrir því að skráningarlýsingar og fjárfestakynningar verði líklega birtar næsta mánudag. Í kjölfarið muni fjárfestar geta skráð sig fyrir hlutum í útboði Íslandsbanka sem standi til 16. júní. Í forsendum Fossa markaða fyrir áðurnefndu verðmati er gert ráð fyrir því að hagnaður Íslandsbanka muni nema tæplega 19 milljörðum á árinu 2023. Verðmat fyrirtækisins er umtalsvert meira en bókfært eigið fé Íslandsbanka í lok fyrsta ársfjórðungs, sem nam 185,5 milljörðum, en mat Fossa grundvallast meðal annars á því að umfram eigið fé Íslandsbanka sé um 30 milljarðar. Jakobsson Capital miðar við þær rekstraráætlanir sem lagðar eru til grundvallar en greining Jakobsson er sögð viðkvæm fyrir breytingum á mikilvægum forsendum, sérstaklega virkum vaxtamun bankans. Telja að arðsemi muni batna Ríkið áformar að selja 25 til 35% hlut í Íslandsbanka í gegnum hlutafjárútboð og skráningu á markað síðar í þessum mánuði. Hagnaður bankans á fyrsta ársfjórðungi nam 3,6 milljörðum sem jafngilti 7,7% arðsemi á ársgrundvelli. Fram kemur í umfjöllun Markaðarins að íslensk og erlend fjármálafyrirtæki, sem séu til ráðgjafar vegna fyrirhugaðrar sölu geri ráð fyrir því að arðsemi í rekstri bankans muni batna á komandi árum og að hagnaðurinn verði á bilinu 16,5 milljarðar til um 19 milljarðar þegar komið verður fram á árið 2023. Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Bjarni segir stefnt á sölu á allt að 35% hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð Fjármálaráðherra segir stefnt að sölu á allt að þrjátíu og fimm prósenta hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð. Leitað verður til erlendra fjárfesta en ráðherra vonar að almenningur taki virkan þátt í útboðinu og geti keypt hlut fyrir allt niður í fimmtíu þúsund krónur. 27. maí 2021 17:30 Áforma hlutafjárútboð og skráningu Íslandsbanka í Kauphöll Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki hafa nú staðfest áform sín um að hefja hlutafjárútboð og í framhaldinu skráningu hlutabréfa Íslandsbanka á aðalmarkað Nasdaq Iceland. 27. maí 2021 08:26 Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 7,7 prósent. á sama fjórðungi árið 2020 tapaði bankinn 1,4 milljarði og arðsemi eigin fjár var neikvæð um þrjú prósent. 5. maí 2021 18:10 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins, í dag. Samkvæmt heimildum Markaðarins er gert ráð fyrir því að skráningarlýsingar og fjárfestakynningar verði líklega birtar næsta mánudag. Í kjölfarið muni fjárfestar geta skráð sig fyrir hlutum í útboði Íslandsbanka sem standi til 16. júní. Í forsendum Fossa markaða fyrir áðurnefndu verðmati er gert ráð fyrir því að hagnaður Íslandsbanka muni nema tæplega 19 milljörðum á árinu 2023. Verðmat fyrirtækisins er umtalsvert meira en bókfært eigið fé Íslandsbanka í lok fyrsta ársfjórðungs, sem nam 185,5 milljörðum, en mat Fossa grundvallast meðal annars á því að umfram eigið fé Íslandsbanka sé um 30 milljarðar. Jakobsson Capital miðar við þær rekstraráætlanir sem lagðar eru til grundvallar en greining Jakobsson er sögð viðkvæm fyrir breytingum á mikilvægum forsendum, sérstaklega virkum vaxtamun bankans. Telja að arðsemi muni batna Ríkið áformar að selja 25 til 35% hlut í Íslandsbanka í gegnum hlutafjárútboð og skráningu á markað síðar í þessum mánuði. Hagnaður bankans á fyrsta ársfjórðungi nam 3,6 milljörðum sem jafngilti 7,7% arðsemi á ársgrundvelli. Fram kemur í umfjöllun Markaðarins að íslensk og erlend fjármálafyrirtæki, sem séu til ráðgjafar vegna fyrirhugaðrar sölu geri ráð fyrir því að arðsemi í rekstri bankans muni batna á komandi árum og að hagnaðurinn verði á bilinu 16,5 milljarðar til um 19 milljarðar þegar komið verður fram á árið 2023.
Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Bjarni segir stefnt á sölu á allt að 35% hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð Fjármálaráðherra segir stefnt að sölu á allt að þrjátíu og fimm prósenta hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð. Leitað verður til erlendra fjárfesta en ráðherra vonar að almenningur taki virkan þátt í útboðinu og geti keypt hlut fyrir allt niður í fimmtíu þúsund krónur. 27. maí 2021 17:30 Áforma hlutafjárútboð og skráningu Íslandsbanka í Kauphöll Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki hafa nú staðfest áform sín um að hefja hlutafjárútboð og í framhaldinu skráningu hlutabréfa Íslandsbanka á aðalmarkað Nasdaq Iceland. 27. maí 2021 08:26 Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 7,7 prósent. á sama fjórðungi árið 2020 tapaði bankinn 1,4 milljarði og arðsemi eigin fjár var neikvæð um þrjú prósent. 5. maí 2021 18:10 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
Bjarni segir stefnt á sölu á allt að 35% hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð Fjármálaráðherra segir stefnt að sölu á allt að þrjátíu og fimm prósenta hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð. Leitað verður til erlendra fjárfesta en ráðherra vonar að almenningur taki virkan þátt í útboðinu og geti keypt hlut fyrir allt niður í fimmtíu þúsund krónur. 27. maí 2021 17:30
Áforma hlutafjárútboð og skráningu Íslandsbanka í Kauphöll Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki hafa nú staðfest áform sín um að hefja hlutafjárútboð og í framhaldinu skráningu hlutabréfa Íslandsbanka á aðalmarkað Nasdaq Iceland. 27. maí 2021 08:26
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 7,7 prósent. á sama fjórðungi árið 2020 tapaði bankinn 1,4 milljarði og arðsemi eigin fjár var neikvæð um þrjú prósent. 5. maí 2021 18:10