„Ef einhver getur grætt á þessu þá er tilganginum náð“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. júní 2021 20:00 Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir standa á bak við NORMIÐ og munu vera með reglulega þætti, pistla og fleira hér á Vísi. Vísir/Vilhelm. Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir halda úti hlaðvarpinu Normið. Þær kynntust þegar þær störfuðu báðar sem þjálfarar hjá Dale Carnegie og í dag ná þær til þúsunda einstaklinga í gegnum hlaðvarpið. „Við eiginlega vissum af hvor annarri af því að við erum báðar mjög mikið í að hjálpa fólki og áttum sameiginlegan kunningja sem við vorum að hjálpa á sama tíma,“ útskýrir Sylvía. „Síðan sendi ég á Evu í júní 2018 hvort að við ættum að gera hlaðvarp saman, en þá vissi liggur við enginn hvað podcast var,“ segir Sylvía og hlær. Eva stökk á hugmyndina og segir að boltinn hafi farið strax að rúlla. „Ég sendi henni myndbandsskilaboð til baka og sagði að þetta væri virkilega góð hugmynd.“ Mótuðu sitt vörumerki Sylvía segir að innan nokkurra mánaða hafi Normið verið komið í loftið. Síðan þá hafa þær vaxið þétt með hverri vikunni. Þær vinna með fjölda samstarfsaðila, senda vikulega frá sér þætti, birta efni á samfélagsmiðlum og halda námskeið og fyrirlestra fyrir hópa og fyrirtæki. Samhliða því eru þær að þjálfa einstaklinga. „Við byrjuðum á að taka upp heima hjá mér og keyptum einhverjar græjur sem voru á einhverju frábæru tilboði en voru bara ömurleg og hljóðgæðin ömurleg. Við erum með hrossahlátur og hlæjum mjög hátt sem sprengdi alltaf hljóðið og fólk kvartaði yfir því.“ Eva segir að það sé dýrmætt að horfa til baka og hugsa til þess hvað ein skilaboð, eitt augnablik, breytir miklu stundum. Þrátt fyrir smá byrjunarerfiðleika fékk Normið mjög góðar viðtökur og hefur nú verið með vinsælustu hlaðvörpum landsins í meira en tvö ár. „Við eyddum góðum tíma í að móta okkar vörumerki og skipuleggja okkur,“ segir Eva um fyrstu skrefin. Sylvía segir að mikilvægt skref hafi verið að setja niður þeirra gildi. „Við vildum alltaf byggja góðan grunn og aldrei byggja á einhverjum brauðfótum. Eini tilgangurinn okkar var að hjálpa fólki. Við vildum ekki vera með nein „clickbait“ heldur vildum við gera efni sem fólk gæti grætt á að hlusta.“ Uppfærsla í lífinu Báðar eru miklir aðdáendur Friends sjónvarpsþáttanna og hugsa karakterana oft sem vini sína. Þær vildu því vera fyrir hlustendur svona vinir á kantinum. Þú gætir hlustað og þér liði vel og þetta væri þægilegt og þú gætir grætt helling og fengið ýmis tæki og tól. „Við erum algjörir lærdómsperrar og okkur finnst svo gaman að læra af fólki sem er að gera flotta hluti,“ segir Sylvía. „Við erum einhvern veginn alltaf að tala um það hvernig við getum uppfært líðan eða lífið, vinnu eða fjölskyldulíf. Við erum alltaf að pæla í því hvar hnökrarnir liggja, hverju við getum hlegið af. Hvar er hægt að breyta og bæta,“ segir Eva. „Okkur fannst líka mikil synd að við værum alltaf að tala um þetta sem þjálfarar, þjálfaðar í að skoða svona hluti og gera hluti betur en það fengi enginn að heyra það.“ Sylvía segir að þær eyði miklum tíma í að pæla í mannlegri hegðun og eru þær duglegar að kafa djúpt inn á við og kryfja upplifun sína og tilfinningar. „Ef við gætum hjálpað bara einni manneskju, þessi klisjukennda setning, þá væri þetta þess virði. Ef einhver getur grætt á þessu þá er tilganginum náð,“ segir Sylvía. Í dag eru komnir út 114 þættir og munu nýir þættir þeirra nú birtast vikulega hér á Vísi. Fyrir þá sem ekki hafa heyrt um Normið og vilja vinna upp glataðan tíma er hægt að hlusta á alla 114 þættina á Spotify og fleiri efnisveitum. Þann nýjasta má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Þar tala þær meðal annars um forgangsröðun og kulnun. Grunnþörf að tilheyra Eva segir að tölfræðin fyrir hlustun á hlaðvarpið, sýni að fólk er að hlusta oftar en einu sinni á hvern þátt. Þær hafa líka frétt af nokkrum umræðuhópum sem hlusta á þættina og ræða svo innihaldið í hverri viku. Þúsundir hlusta á þættina og virðast kunna að meta hreinskilnina, umræðuefnið og einnig viðhorfið sem þær Eva og Sylvía hafa á lífið og tilveruna. „Fólk tengir og ég held að það sé ástæðan að fólk sækir endalaust í að hlusta og hlustar á sömu þættina aftur. Það er bara grunnþörf hjá mannkyninu að tilheyra og það er eitthvað sem gerist þegar við tölum svona. Það einkennir alveg normið að við tölum um hluti sem að fólk játar ekkert endilega að hafa farið í gegnum eða sé að díla við,“ segir Eva. Þegar þær ræða erfið viðfangsefni, eigin bresti og persónuleg mál þá reyna þær að hugsa ekki út í það hversu margir eiga eftir að hlusta á þáttinn. „Maður reynir bara að vera einlægur og ef fólk er að græða á því þá er það frábært,“ segir Sylvía. „Þar liggur eldsneytið,“ bætir Eva við. Hark og krafs í bakkann Tvíeykið hefur lært mikið á þessu ferðalagi og þurft að leysa ýmis vandamál á leiðinni. „Þolinmæði og að finna út úr alls konar hlutum, segir Eva.“ Sylvía segir að þær hafi líka lært mikla þrautseigju á þessu ævintýri. „Við erum oftar en ekki í holunni að reyna að krafsa okkur upp. Fólk sér það ekki. Við tölum um það í þáttunum en ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað það hefur verið mikið hark,“ segir Sylvía. Þær segjast líka hafa breyst síðan þær fóru af stað í þetta verkefni. „Ég held að maður sé alltaf í vexti og að reyna að bæta sig sem einstaklingur. Maður lærir helling og maður er aldrei búinn að læra. Það kemur manni samt alltaf á óvart,“ segir Sylvía. „Það er svo mikið frelsi í því að vita að maður eigi eftir að læra svo mikið meira,“ segir Eva. „Við erum að tala um ýmislegt en viljum samt ekki að fólk taki því þannig að það verði að gera það allt. Þetta er eins og hlaðborð, hvað vilt þú velja þér af ráðum og öðru góðu sem þú getur tileinkað þér. Annað hentar þér kannski ekki og þá þarftu ekki að taka of mikið á þig.“ Hvorki fullkomnar né klínískir sálfræðingar Sylvía tekur undir og segir að þær heyri alveg frá fólki sem taki stórar lífsákvarðanir út frá þáttunum eins og skilnaður, segja upp vinnunni sinni og fleira í þá áttina. „Við segjum þess vegna reglulega að við erum ekki sálfræðingar. Sylvía er búin með BA í sálfræði en við erum ekki klínískir sálfræðingar eða meðferðaraðilar. Við erum með mikla þjálfunarreynslu og með réttindi til að þjálfa fólk,“ segir Eva. „Við erum með hellings reynslu en við erum ekki meðferðaraðilar. Við erum ekki heilagur sannleikur samt og við erum ekki fullkomnar. Fólk getur nýtt sér þættina sem tæki og tól. Það eru einhverjir sem vilja gera allt sem við segjum en það er of mikil pressa. Þættirnir eru ekki gerðir til þess,“ segir Sylvía að lokum. Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi. Normið Heilsa Samfélagsmiðlar Geðheilbrigði Tengdar fréttir Kominn tími til að við tölum um óþægilegu hlutina „Við þurfum að ræða þetta þó að það sé óþægilegt,“ segir Eva María Mattadóttir, annar stjórnanda hlaðvarpsins Normið. 12. maí 2021 06:00 #Égtrúi: „Nú þurfum við bræður, synir og feður að tala saman“ Hlaðvarpið Eigin konur gaf út nýtt myndband í dag til stuðnings þolenda ofbeldis. Handritið gerðu þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir ásamt leikstjóra myndbandsins, Davíð Goða Þorvarðarsyni. 12. maí 2021 09:54 „Það hefur áhrif á mann að vera öðruvísi“ „Mér líður eins og þetta sé kannski eðlileg framvinda. Margt sem ég hef gert bæði meðvitað og ómeðvitað hefur verið í átt að þessu augnabliki síðustu ár,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir um ákvörðun sína að hella sér út í pólitík. 24. maí 2021 07:01 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
„Við eiginlega vissum af hvor annarri af því að við erum báðar mjög mikið í að hjálpa fólki og áttum sameiginlegan kunningja sem við vorum að hjálpa á sama tíma,“ útskýrir Sylvía. „Síðan sendi ég á Evu í júní 2018 hvort að við ættum að gera hlaðvarp saman, en þá vissi liggur við enginn hvað podcast var,“ segir Sylvía og hlær. Eva stökk á hugmyndina og segir að boltinn hafi farið strax að rúlla. „Ég sendi henni myndbandsskilaboð til baka og sagði að þetta væri virkilega góð hugmynd.“ Mótuðu sitt vörumerki Sylvía segir að innan nokkurra mánaða hafi Normið verið komið í loftið. Síðan þá hafa þær vaxið þétt með hverri vikunni. Þær vinna með fjölda samstarfsaðila, senda vikulega frá sér þætti, birta efni á samfélagsmiðlum og halda námskeið og fyrirlestra fyrir hópa og fyrirtæki. Samhliða því eru þær að þjálfa einstaklinga. „Við byrjuðum á að taka upp heima hjá mér og keyptum einhverjar græjur sem voru á einhverju frábæru tilboði en voru bara ömurleg og hljóðgæðin ömurleg. Við erum með hrossahlátur og hlæjum mjög hátt sem sprengdi alltaf hljóðið og fólk kvartaði yfir því.“ Eva segir að það sé dýrmætt að horfa til baka og hugsa til þess hvað ein skilaboð, eitt augnablik, breytir miklu stundum. Þrátt fyrir smá byrjunarerfiðleika fékk Normið mjög góðar viðtökur og hefur nú verið með vinsælustu hlaðvörpum landsins í meira en tvö ár. „Við eyddum góðum tíma í að móta okkar vörumerki og skipuleggja okkur,“ segir Eva um fyrstu skrefin. Sylvía segir að mikilvægt skref hafi verið að setja niður þeirra gildi. „Við vildum alltaf byggja góðan grunn og aldrei byggja á einhverjum brauðfótum. Eini tilgangurinn okkar var að hjálpa fólki. Við vildum ekki vera með nein „clickbait“ heldur vildum við gera efni sem fólk gæti grætt á að hlusta.“ Uppfærsla í lífinu Báðar eru miklir aðdáendur Friends sjónvarpsþáttanna og hugsa karakterana oft sem vini sína. Þær vildu því vera fyrir hlustendur svona vinir á kantinum. Þú gætir hlustað og þér liði vel og þetta væri þægilegt og þú gætir grætt helling og fengið ýmis tæki og tól. „Við erum algjörir lærdómsperrar og okkur finnst svo gaman að læra af fólki sem er að gera flotta hluti,“ segir Sylvía. „Við erum einhvern veginn alltaf að tala um það hvernig við getum uppfært líðan eða lífið, vinnu eða fjölskyldulíf. Við erum alltaf að pæla í því hvar hnökrarnir liggja, hverju við getum hlegið af. Hvar er hægt að breyta og bæta,“ segir Eva. „Okkur fannst líka mikil synd að við værum alltaf að tala um þetta sem þjálfarar, þjálfaðar í að skoða svona hluti og gera hluti betur en það fengi enginn að heyra það.“ Sylvía segir að þær eyði miklum tíma í að pæla í mannlegri hegðun og eru þær duglegar að kafa djúpt inn á við og kryfja upplifun sína og tilfinningar. „Ef við gætum hjálpað bara einni manneskju, þessi klisjukennda setning, þá væri þetta þess virði. Ef einhver getur grætt á þessu þá er tilganginum náð,“ segir Sylvía. Í dag eru komnir út 114 þættir og munu nýir þættir þeirra nú birtast vikulega hér á Vísi. Fyrir þá sem ekki hafa heyrt um Normið og vilja vinna upp glataðan tíma er hægt að hlusta á alla 114 þættina á Spotify og fleiri efnisveitum. Þann nýjasta má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Þar tala þær meðal annars um forgangsröðun og kulnun. Grunnþörf að tilheyra Eva segir að tölfræðin fyrir hlustun á hlaðvarpið, sýni að fólk er að hlusta oftar en einu sinni á hvern þátt. Þær hafa líka frétt af nokkrum umræðuhópum sem hlusta á þættina og ræða svo innihaldið í hverri viku. Þúsundir hlusta á þættina og virðast kunna að meta hreinskilnina, umræðuefnið og einnig viðhorfið sem þær Eva og Sylvía hafa á lífið og tilveruna. „Fólk tengir og ég held að það sé ástæðan að fólk sækir endalaust í að hlusta og hlustar á sömu þættina aftur. Það er bara grunnþörf hjá mannkyninu að tilheyra og það er eitthvað sem gerist þegar við tölum svona. Það einkennir alveg normið að við tölum um hluti sem að fólk játar ekkert endilega að hafa farið í gegnum eða sé að díla við,“ segir Eva. Þegar þær ræða erfið viðfangsefni, eigin bresti og persónuleg mál þá reyna þær að hugsa ekki út í það hversu margir eiga eftir að hlusta á þáttinn. „Maður reynir bara að vera einlægur og ef fólk er að græða á því þá er það frábært,“ segir Sylvía. „Þar liggur eldsneytið,“ bætir Eva við. Hark og krafs í bakkann Tvíeykið hefur lært mikið á þessu ferðalagi og þurft að leysa ýmis vandamál á leiðinni. „Þolinmæði og að finna út úr alls konar hlutum, segir Eva.“ Sylvía segir að þær hafi líka lært mikla þrautseigju á þessu ævintýri. „Við erum oftar en ekki í holunni að reyna að krafsa okkur upp. Fólk sér það ekki. Við tölum um það í þáttunum en ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað það hefur verið mikið hark,“ segir Sylvía. Þær segjast líka hafa breyst síðan þær fóru af stað í þetta verkefni. „Ég held að maður sé alltaf í vexti og að reyna að bæta sig sem einstaklingur. Maður lærir helling og maður er aldrei búinn að læra. Það kemur manni samt alltaf á óvart,“ segir Sylvía. „Það er svo mikið frelsi í því að vita að maður eigi eftir að læra svo mikið meira,“ segir Eva. „Við erum að tala um ýmislegt en viljum samt ekki að fólk taki því þannig að það verði að gera það allt. Þetta er eins og hlaðborð, hvað vilt þú velja þér af ráðum og öðru góðu sem þú getur tileinkað þér. Annað hentar þér kannski ekki og þá þarftu ekki að taka of mikið á þig.“ Hvorki fullkomnar né klínískir sálfræðingar Sylvía tekur undir og segir að þær heyri alveg frá fólki sem taki stórar lífsákvarðanir út frá þáttunum eins og skilnaður, segja upp vinnunni sinni og fleira í þá áttina. „Við segjum þess vegna reglulega að við erum ekki sálfræðingar. Sylvía er búin með BA í sálfræði en við erum ekki klínískir sálfræðingar eða meðferðaraðilar. Við erum með mikla þjálfunarreynslu og með réttindi til að þjálfa fólk,“ segir Eva. „Við erum með hellings reynslu en við erum ekki meðferðaraðilar. Við erum ekki heilagur sannleikur samt og við erum ekki fullkomnar. Fólk getur nýtt sér þættina sem tæki og tól. Það eru einhverjir sem vilja gera allt sem við segjum en það er of mikil pressa. Þættirnir eru ekki gerðir til þess,“ segir Sylvía að lokum. Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi.
Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi.
Normið Heilsa Samfélagsmiðlar Geðheilbrigði Tengdar fréttir Kominn tími til að við tölum um óþægilegu hlutina „Við þurfum að ræða þetta þó að það sé óþægilegt,“ segir Eva María Mattadóttir, annar stjórnanda hlaðvarpsins Normið. 12. maí 2021 06:00 #Égtrúi: „Nú þurfum við bræður, synir og feður að tala saman“ Hlaðvarpið Eigin konur gaf út nýtt myndband í dag til stuðnings þolenda ofbeldis. Handritið gerðu þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir ásamt leikstjóra myndbandsins, Davíð Goða Þorvarðarsyni. 12. maí 2021 09:54 „Það hefur áhrif á mann að vera öðruvísi“ „Mér líður eins og þetta sé kannski eðlileg framvinda. Margt sem ég hef gert bæði meðvitað og ómeðvitað hefur verið í átt að þessu augnabliki síðustu ár,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir um ákvörðun sína að hella sér út í pólitík. 24. maí 2021 07:01 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Kominn tími til að við tölum um óþægilegu hlutina „Við þurfum að ræða þetta þó að það sé óþægilegt,“ segir Eva María Mattadóttir, annar stjórnanda hlaðvarpsins Normið. 12. maí 2021 06:00
#Égtrúi: „Nú þurfum við bræður, synir og feður að tala saman“ Hlaðvarpið Eigin konur gaf út nýtt myndband í dag til stuðnings þolenda ofbeldis. Handritið gerðu þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir ásamt leikstjóra myndbandsins, Davíð Goða Þorvarðarsyni. 12. maí 2021 09:54
„Það hefur áhrif á mann að vera öðruvísi“ „Mér líður eins og þetta sé kannski eðlileg framvinda. Margt sem ég hef gert bæði meðvitað og ómeðvitað hefur verið í átt að þessu augnabliki síðustu ár,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir um ákvörðun sína að hella sér út í pólitík. 24. maí 2021 07:01