Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. nóvember 2025 11:04 Kjartan Logi datt niður fimmtán stiga sama daginn fyrir tónlistarmyndbandið. Beint eftir tökurnar deyfði hann sársaukann með smá bjórdrykkju en morguninn eftir var hann lurkum laminn. Hvernig dettur maður niður stiga? Grínistinn Kjartan Logi lærði það sem partýtrikk á unglingsaldri og nýtti svo á dögunum við tökur á tónlistarmyndbandi við lagið „Taking My Time“ með Flesh Machine. Hann er blár og marinn á rassinum eftir ótal föll en telur það hafa verið þess virði. Hljómsveitin Flesh Machine hefur gert það gott í tónlistarsenunni síðastliðinn þrjú ár og gaf út smáskífuna „Taking My Time“ þann 7. nóvember síðastliðinn í tilefni af Iceland Airwaves. Sveitin ákvað að vera sérstaklega grand á því og gefa út tónlistarmyndband við lagið. Leikstjórinn Snæfríður Sól Gunnarsdóttir var fengin í verkið og gerði hún myndband um mann, leikinn af Kjartani Loga Sigurjónssyni, sem dettur sífellt niður stiga. Vísir frumsýnir myndbandið á vef sínum hér að neðan. Blaðamaður heyrði líka í Kjartani Loga til að forvitnast út í þetta undarlega hlutverk, aðdragandann og eftirmála þess að detta niður tugi trappa. „Kann að detta niður stiga og ekki meiða mig (mikið)“ „Leikstjórinn Snæfríður Sól Gunnarsdóttir hafði verið að velta þessari hugmynd fyrir sér í nokkur ár. Konseptið er manneskja sem kann ekki að fara upp eða niður tröppur og þar að leiðandi dettur niður þær. Manneskjan hræðist stiga. Mjög fyndin pæling,“ segir Kjartan um aðdragandann. Tökumaðurinn Nikulás Tumi og leikarinn Kjartan Logi undirbúa sig undir appelsínugula stiga. Hljómsveitina Flesh Machine, sem er skipuð Kormáki Jarli Gunnarssyni, Baldri Hjörleifssyni, Alexander Grybos, Viktori Árna Veigarssyni og Jóni G. Breiðfjörð Álfgeirssyni, vantaði tónlistarmyndband og leituðu til Snæfríðar sem gat loks framkvæmt hugmyndina. Af hverju varðst þú fyrir valinu? „Ég var fenginn í þetta myndband vegna þess að ég er maður með mjög sértækan hæfileika. Ég kann að detta niður stiga og ekki meiða mig (mikið). Þetta er partýtrix sem ég gerði stundum í partýum þegar ég var í framhaldsskóla,“ segir hann. „Nikulás Tumi Hlynsson, sem er félagi minn og kvikmyndagerðarmaður var semsagt tökumaðurinn á þessu tónlistarmyndbandi. Þegar Snæfríður sagði honum hugmyndina þá sagði hann bara „Heyrðu, ég þekki mann.“ Og þess vegna er ég í þessu myndbandi.“ Fall niður stiga krefst ákveðinnar færni. Hvernig dettur maður niður stiga, æfir maður sig eða bara vindur sér í það? „Ég lærði að detta niður stiga aðallega á Youtube. Á unglingsaldri hugsaði ég einn daginn að það væri mjög töff að kunna að detta niður stiga án þess að stórslasa mig,“ segir Kjartan. Fallið getur verið hátt... „Aðferðin er ekkert svo flókin í sjálfu sér, maður tekur tilhlaup að tröppunum, rúllar sér á hlið niður þær og lætur svo þyngdaraflið sjá um rest. Það sem mestu máli skiptir er að láta hausinn aldrei skellast í tröppurnar eða gólfið. Maður þarf að æfa þetta aftur og aftur til þess að finna fyrir því að þú getir gert þetta,“ segir hann. „Ég mæli ekki með að henda þér bara niður stiga og vonast bara eftir því að það verði allt í lagi með þig, þetta er í rauninni stórhættulegt. Augnablikið áður en þú kastar þér niður stiga er erfiðasti parturinn. Þetta er svo ónáttúrulegt. Það er eitthvað inn í þér sem bara stoppar þig af. Ég næ að slökkva á þessum stoppara.“ Hefði dottið hundrað sinnum niður stiga í þágu listarinnar Tökur myndbandsins fóru fram á einum löngum og ströngum tökudegi með Nikulási og Snæfríði. Allt í allt þurfti Kjartan að fara niður fimmtán ólíka stigaganga. Það tekur víst á að detta niður stiga, allavega fyrir skrokkinn. En þurftirðu að fara mörgum sinnum niður hvern stiga? „Ég gæti ekki sagt þér hvað þetta voru margar tröppur í heild, en stundum datt ég oftar en einu sinni niður sömu tröppurnar. Oftast var þetta samt bara svona „one-take-dæmi“,“ segir Kjartan. „Ég hefði dottið hundrað sinnum niður alla þessa stiga í þágu listarinnar og myndbandsins… en Snæfríður og Nikulás voru eitthvað voða mikið að hafa áhyggjur af mér. Þannig við höfðum þetta bara svona.“ Hvaða tröppur voru auðveldastar og hverjar voru erfiðastar? „Erfiðustu tröppurnar sem ég lét mig detta niður voru örugglega tröppurnar við Bókasafn Kópavogs. Það var kannski þriðja staðsetningin þennan dag af fimmtán í heildina. Tröppurnar voru steyptar og mjög grófar. Ég fékk sár á hendina, en Snæfríður reddaði bara sárabindum og svo bara áfram gakk. Næstu tröppur takk,“ segir hann. „Það voru engar tröppur sem var auðvelt að detta í en ef ég ætti að segja einhverjar tröppur þá kannski teppalögðu tröppurnar í Þjóðleikhúsinu. Teppalagningin dempaði höggið. Samt vont.“ Þægilegasti stiginn var í Þjóðleikhúsinu enda teppalagður. Bjórinn skammgóður vermir og Kjartan vaknaði marinn og þjáður Er maður ekkert lurkum laminn eftir svona lagað? „Ég vissi alveg að ég myndi verða eitthvað marinn eftir þennan detti-dag og öll þessi dett. En ég var vel varinn með olnbogahlífar, hnéhlífar og bakbrynju, ásamt því að troða einhverju mjúku inn á ökklana og mjaðmirnar til að dempa höggin,“ segir Kjartan. Rasskinnin var verst leikin. „Eftir tökurnar lét ég skutla mér beint í bjór niðrí bæ þar sem Íris unnustan mín beið beið eftir mér. Ég tók marga væna sopa þetta kvöld til að reyna að deyfa sársaukann. Það virkaði og ég skemmti mér konunglega, þrátt fyrir að ég væri byrjaður að sjá stóra marbletti myndast. Mér fannst það bara fyndið því ég fann ekki fyrir neinu,“ segir hann. „En bjórinn var skammgóður vermir og þegar ég vaknaði morguninn eftir fékk ég að finna fyrir því. Ég var marinn, þjáður og aumkunarverður. Mest á vinstri rasskinn. Ég jafnaði mig samt bara eftir svona tvo daga og ég sé ekki eftir neinu. Myndbandið lítur fáránlega vel út og ég vona að sem flestir horfi á það. Lagið líka frábært. Worth it,“ segir hann að lokum. Tónlist Grín og gaman Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Fleiri fréttir Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Sjá meira
Hljómsveitin Flesh Machine hefur gert það gott í tónlistarsenunni síðastliðinn þrjú ár og gaf út smáskífuna „Taking My Time“ þann 7. nóvember síðastliðinn í tilefni af Iceland Airwaves. Sveitin ákvað að vera sérstaklega grand á því og gefa út tónlistarmyndband við lagið. Leikstjórinn Snæfríður Sól Gunnarsdóttir var fengin í verkið og gerði hún myndband um mann, leikinn af Kjartani Loga Sigurjónssyni, sem dettur sífellt niður stiga. Vísir frumsýnir myndbandið á vef sínum hér að neðan. Blaðamaður heyrði líka í Kjartani Loga til að forvitnast út í þetta undarlega hlutverk, aðdragandann og eftirmála þess að detta niður tugi trappa. „Kann að detta niður stiga og ekki meiða mig (mikið)“ „Leikstjórinn Snæfríður Sól Gunnarsdóttir hafði verið að velta þessari hugmynd fyrir sér í nokkur ár. Konseptið er manneskja sem kann ekki að fara upp eða niður tröppur og þar að leiðandi dettur niður þær. Manneskjan hræðist stiga. Mjög fyndin pæling,“ segir Kjartan um aðdragandann. Tökumaðurinn Nikulás Tumi og leikarinn Kjartan Logi undirbúa sig undir appelsínugula stiga. Hljómsveitina Flesh Machine, sem er skipuð Kormáki Jarli Gunnarssyni, Baldri Hjörleifssyni, Alexander Grybos, Viktori Árna Veigarssyni og Jóni G. Breiðfjörð Álfgeirssyni, vantaði tónlistarmyndband og leituðu til Snæfríðar sem gat loks framkvæmt hugmyndina. Af hverju varðst þú fyrir valinu? „Ég var fenginn í þetta myndband vegna þess að ég er maður með mjög sértækan hæfileika. Ég kann að detta niður stiga og ekki meiða mig (mikið). Þetta er partýtrix sem ég gerði stundum í partýum þegar ég var í framhaldsskóla,“ segir hann. „Nikulás Tumi Hlynsson, sem er félagi minn og kvikmyndagerðarmaður var semsagt tökumaðurinn á þessu tónlistarmyndbandi. Þegar Snæfríður sagði honum hugmyndina þá sagði hann bara „Heyrðu, ég þekki mann.“ Og þess vegna er ég í þessu myndbandi.“ Fall niður stiga krefst ákveðinnar færni. Hvernig dettur maður niður stiga, æfir maður sig eða bara vindur sér í það? „Ég lærði að detta niður stiga aðallega á Youtube. Á unglingsaldri hugsaði ég einn daginn að það væri mjög töff að kunna að detta niður stiga án þess að stórslasa mig,“ segir Kjartan. Fallið getur verið hátt... „Aðferðin er ekkert svo flókin í sjálfu sér, maður tekur tilhlaup að tröppunum, rúllar sér á hlið niður þær og lætur svo þyngdaraflið sjá um rest. Það sem mestu máli skiptir er að láta hausinn aldrei skellast í tröppurnar eða gólfið. Maður þarf að æfa þetta aftur og aftur til þess að finna fyrir því að þú getir gert þetta,“ segir hann. „Ég mæli ekki með að henda þér bara niður stiga og vonast bara eftir því að það verði allt í lagi með þig, þetta er í rauninni stórhættulegt. Augnablikið áður en þú kastar þér niður stiga er erfiðasti parturinn. Þetta er svo ónáttúrulegt. Það er eitthvað inn í þér sem bara stoppar þig af. Ég næ að slökkva á þessum stoppara.“ Hefði dottið hundrað sinnum niður stiga í þágu listarinnar Tökur myndbandsins fóru fram á einum löngum og ströngum tökudegi með Nikulási og Snæfríði. Allt í allt þurfti Kjartan að fara niður fimmtán ólíka stigaganga. Það tekur víst á að detta niður stiga, allavega fyrir skrokkinn. En þurftirðu að fara mörgum sinnum niður hvern stiga? „Ég gæti ekki sagt þér hvað þetta voru margar tröppur í heild, en stundum datt ég oftar en einu sinni niður sömu tröppurnar. Oftast var þetta samt bara svona „one-take-dæmi“,“ segir Kjartan. „Ég hefði dottið hundrað sinnum niður alla þessa stiga í þágu listarinnar og myndbandsins… en Snæfríður og Nikulás voru eitthvað voða mikið að hafa áhyggjur af mér. Þannig við höfðum þetta bara svona.“ Hvaða tröppur voru auðveldastar og hverjar voru erfiðastar? „Erfiðustu tröppurnar sem ég lét mig detta niður voru örugglega tröppurnar við Bókasafn Kópavogs. Það var kannski þriðja staðsetningin þennan dag af fimmtán í heildina. Tröppurnar voru steyptar og mjög grófar. Ég fékk sár á hendina, en Snæfríður reddaði bara sárabindum og svo bara áfram gakk. Næstu tröppur takk,“ segir hann. „Það voru engar tröppur sem var auðvelt að detta í en ef ég ætti að segja einhverjar tröppur þá kannski teppalögðu tröppurnar í Þjóðleikhúsinu. Teppalagningin dempaði höggið. Samt vont.“ Þægilegasti stiginn var í Þjóðleikhúsinu enda teppalagður. Bjórinn skammgóður vermir og Kjartan vaknaði marinn og þjáður Er maður ekkert lurkum laminn eftir svona lagað? „Ég vissi alveg að ég myndi verða eitthvað marinn eftir þennan detti-dag og öll þessi dett. En ég var vel varinn með olnbogahlífar, hnéhlífar og bakbrynju, ásamt því að troða einhverju mjúku inn á ökklana og mjaðmirnar til að dempa höggin,“ segir Kjartan. Rasskinnin var verst leikin. „Eftir tökurnar lét ég skutla mér beint í bjór niðrí bæ þar sem Íris unnustan mín beið beið eftir mér. Ég tók marga væna sopa þetta kvöld til að reyna að deyfa sársaukann. Það virkaði og ég skemmti mér konunglega, þrátt fyrir að ég væri byrjaður að sjá stóra marbletti myndast. Mér fannst það bara fyndið því ég fann ekki fyrir neinu,“ segir hann. „En bjórinn var skammgóður vermir og þegar ég vaknaði morguninn eftir fékk ég að finna fyrir því. Ég var marinn, þjáður og aumkunarverður. Mest á vinstri rasskinn. Ég jafnaði mig samt bara eftir svona tvo daga og ég sé ekki eftir neinu. Myndbandið lítur fáránlega vel út og ég vona að sem flestir horfi á það. Lagið líka frábært. Worth it,“ segir hann að lokum.
Tónlist Grín og gaman Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Fleiri fréttir Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið