Alþjóðlegi mjólkurdagurinn Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar 1. júní 2021 08:31 Í dag, þann 1. júní, er Alþjóðlegi mjólkurdagurinn haldinn hátíðlegur víða um heim. Þessum vitundarvakningadegi mjólkurframleiðslunnar var hrundið af stað árið 2001 fyrir tilstilli Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) og því fögnum við 20 ára afmæli þessa framtaks í ár. Tilgangurinn er að kynna efnahagslegan, næringarlegan og félagslegan ávinning mjólkur og mjólkurafurða í matvælakerfum heimsins. Mikilvægi mjólkur í þróunarlöndum Mjólkurframleiðsla styður við afkomu um eins milljarðs manna í heiminum en er stunduð með mjög fjölbreyttu sniði. Sem dæmi má nefna að stærsta kúabú heims sem staðsett er í Kína er með yfir 100.000 mjólkandi kýr en þrátt fyrir það er meðalstærð kúabúa í heiminum rétt skriðin yfir 2 kýr. Það skýrist á því að í þróunarríkjum er enn mjög algengt að á heimilum séu 1-2 kýr. Í Indlandi þar sem kúabú eru hvað flest í heiminum eru 80% búanna einungis með 1-4 kýr. Þá hefur framleiðsla mjólkur skipað nokkuð stóran sess í stöðu kvenna í þróunarlöndum þar sem algengt er að þær hafi það hlutverk að sinna búskapnum og sölu afurða og oft á tíðum er mjólkin eina tekjulind heimilisins. Þar sem um daglega framleiðslu er að ræða tryggir mjólkin bæði næringu og jafnt tekjuflæði til heimilisins með tilheyrandi auknu öryggi. Þar fyrir utan má einnig nefna að við búskapinn fellur einnig til lífrænn áburður sem er í mörgum tilvikum eini áburðurinn sem bændur í dreifðari þorpum í þróunarlöndum hafa aðgang að og geta nýtt á uppskeru sína. Mikilvægi mjólkurframleiðslu í þróunarlöndum er því óumdeilanlega mikið. Íslensk mjólkurframleiðsla Á Íslandi eru framleiddir yfir 150 milljón lítrar af mjólk á ári á um 550 kúabúum hringinn um landið. Heildarfjöldi mjólkurkúa er um 25.000 og meðalbúið því með rétt undir 50 kýr. Mjólkurframleiðsla er mikilvægur hluti af byggðafestu ásamt því að styðja beint við fjölda annarra atvinnugreina svo sem dýralækningar, ráðgjafaþjónustu og tækni- og vélaþjónustu auk afurðastöðva bæði í mjólk og kjöti. Hérlendis eru rekin nokkur afurðarfyrirtæki -Mjólkursamsalan þar langsamlega stærst- ásamt minni heimavinnslum sem vinna gæðavörur úr mjólk frá íslenskum bændum. Fjölbreytni íslenskra mjólkurvara hefur aukist hratt undanfarin ár og telur t.d. vöruúrval MS eitt og sér yfir 430 vörur. Mikil gróska hefur verið í vöruþróun og nýsköpun á íslenskum mjólkurvörum undanfarin ár og má þar nefna vörur á borð við Lava cheese ostnasnakk, poppað skyr og ost frá Næra og þá kom fyrsti íslenski mjólkurlíkjörinn Jökla á markað nýlega en það er í fyrsta skipti sem líkjör er framleiddur úr íslenskri mjólk og þar sem mysa er nýtt við gerð líkjörs. Gæði og hollusta Íslendingar eru ofarlega á heimsvísu í neyslu mjólkur og í hverri viku seljast um 1.000 tonn af íslenskum mjólkurvörum. Mjólk er ekki einungis hagkvæmt að framleiða fyrir eyju norður í Atlantshafi heldur er hún smekkfull af góðri næringu og úr henni má búa til einhverjar bragðbestu matvörur heimsins s.s. smjör, osta, rjóma og ís. Mjólk er kannski þekktust fyrir það að vera einn besti kalkgjafi sem völ er á en hún er jafnframt ein næringarríkasta matvara sem fyrir finnst. Hún er góð uppspretta hágæða próteina ásamt kolvetna, vítamína og steinefna. Fjöldi rannsókna hafa verið gerðar á áhrifum mjólkurneyslu og heilt yfir getur mjólkurneysla haft fjölda jákvæðra áhrifa á heilsu fólks. Fögnum mjólkinni Mjólk spilar stórt hlutverk í heiminum öllum og því er fullt tilefni til að halda vel uppá alþjóðlega mjólkurdaginn. Því er tilvalið að gera vel við sig í dag og halda uppá daginn með að neyta einhverra af þeim fjölmörgu og góðu mjólkurvörum sem í boði eru. Það er hægt að byrja daginn á að hella mjólk út á morgunkornið eða í fyrsta kaffibollann, grípa sér skyr í hádeginu eða í amstri dagsins, klára svo daginn á gómsætum „Taco Tuesday“ með hráefni að eigin vali toppuðu með rifnum osti og sýrðum rjóma. Til hátíðarbrigða er svo hægt að grípa ísinn úr frystinum eða jafnvel fyrir þá sem eru þannig stemmdir er tilvalið að loka deginum með íslenskum mjólkurlíkjör. Gleðilegan alþjóðlegan mjólkurdag! Höfundur er formaður Landssambands kúabænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, þann 1. júní, er Alþjóðlegi mjólkurdagurinn haldinn hátíðlegur víða um heim. Þessum vitundarvakningadegi mjólkurframleiðslunnar var hrundið af stað árið 2001 fyrir tilstilli Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) og því fögnum við 20 ára afmæli þessa framtaks í ár. Tilgangurinn er að kynna efnahagslegan, næringarlegan og félagslegan ávinning mjólkur og mjólkurafurða í matvælakerfum heimsins. Mikilvægi mjólkur í þróunarlöndum Mjólkurframleiðsla styður við afkomu um eins milljarðs manna í heiminum en er stunduð með mjög fjölbreyttu sniði. Sem dæmi má nefna að stærsta kúabú heims sem staðsett er í Kína er með yfir 100.000 mjólkandi kýr en þrátt fyrir það er meðalstærð kúabúa í heiminum rétt skriðin yfir 2 kýr. Það skýrist á því að í þróunarríkjum er enn mjög algengt að á heimilum séu 1-2 kýr. Í Indlandi þar sem kúabú eru hvað flest í heiminum eru 80% búanna einungis með 1-4 kýr. Þá hefur framleiðsla mjólkur skipað nokkuð stóran sess í stöðu kvenna í þróunarlöndum þar sem algengt er að þær hafi það hlutverk að sinna búskapnum og sölu afurða og oft á tíðum er mjólkin eina tekjulind heimilisins. Þar sem um daglega framleiðslu er að ræða tryggir mjólkin bæði næringu og jafnt tekjuflæði til heimilisins með tilheyrandi auknu öryggi. Þar fyrir utan má einnig nefna að við búskapinn fellur einnig til lífrænn áburður sem er í mörgum tilvikum eini áburðurinn sem bændur í dreifðari þorpum í þróunarlöndum hafa aðgang að og geta nýtt á uppskeru sína. Mikilvægi mjólkurframleiðslu í þróunarlöndum er því óumdeilanlega mikið. Íslensk mjólkurframleiðsla Á Íslandi eru framleiddir yfir 150 milljón lítrar af mjólk á ári á um 550 kúabúum hringinn um landið. Heildarfjöldi mjólkurkúa er um 25.000 og meðalbúið því með rétt undir 50 kýr. Mjólkurframleiðsla er mikilvægur hluti af byggðafestu ásamt því að styðja beint við fjölda annarra atvinnugreina svo sem dýralækningar, ráðgjafaþjónustu og tækni- og vélaþjónustu auk afurðastöðva bæði í mjólk og kjöti. Hérlendis eru rekin nokkur afurðarfyrirtæki -Mjólkursamsalan þar langsamlega stærst- ásamt minni heimavinnslum sem vinna gæðavörur úr mjólk frá íslenskum bændum. Fjölbreytni íslenskra mjólkurvara hefur aukist hratt undanfarin ár og telur t.d. vöruúrval MS eitt og sér yfir 430 vörur. Mikil gróska hefur verið í vöruþróun og nýsköpun á íslenskum mjólkurvörum undanfarin ár og má þar nefna vörur á borð við Lava cheese ostnasnakk, poppað skyr og ost frá Næra og þá kom fyrsti íslenski mjólkurlíkjörinn Jökla á markað nýlega en það er í fyrsta skipti sem líkjör er framleiddur úr íslenskri mjólk og þar sem mysa er nýtt við gerð líkjörs. Gæði og hollusta Íslendingar eru ofarlega á heimsvísu í neyslu mjólkur og í hverri viku seljast um 1.000 tonn af íslenskum mjólkurvörum. Mjólk er ekki einungis hagkvæmt að framleiða fyrir eyju norður í Atlantshafi heldur er hún smekkfull af góðri næringu og úr henni má búa til einhverjar bragðbestu matvörur heimsins s.s. smjör, osta, rjóma og ís. Mjólk er kannski þekktust fyrir það að vera einn besti kalkgjafi sem völ er á en hún er jafnframt ein næringarríkasta matvara sem fyrir finnst. Hún er góð uppspretta hágæða próteina ásamt kolvetna, vítamína og steinefna. Fjöldi rannsókna hafa verið gerðar á áhrifum mjólkurneyslu og heilt yfir getur mjólkurneysla haft fjölda jákvæðra áhrifa á heilsu fólks. Fögnum mjólkinni Mjólk spilar stórt hlutverk í heiminum öllum og því er fullt tilefni til að halda vel uppá alþjóðlega mjólkurdaginn. Því er tilvalið að gera vel við sig í dag og halda uppá daginn með að neyta einhverra af þeim fjölmörgu og góðu mjólkurvörum sem í boði eru. Það er hægt að byrja daginn á að hella mjólk út á morgunkornið eða í fyrsta kaffibollann, grípa sér skyr í hádeginu eða í amstri dagsins, klára svo daginn á gómsætum „Taco Tuesday“ með hráefni að eigin vali toppuðu með rifnum osti og sýrðum rjóma. Til hátíðarbrigða er svo hægt að grípa ísinn úr frystinum eða jafnvel fyrir þá sem eru þannig stemmdir er tilvalið að loka deginum með íslenskum mjólkurlíkjör. Gleðilegan alþjóðlegan mjólkurdag! Höfundur er formaður Landssambands kúabænda.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun