„Allir leikir drulluerfiðir í þessari deild“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. maí 2021 21:51 Pálmi Rafn var ánægður með fyrsta heimasigur KR í sumar. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er mjög mikilvægt, við erum ekki búnir að vera nógu effektívir hérna á heimavelli þannig að loksins kom að því. Þetta er kærkominn sigur, léttir, og gott að ná heimasigri,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 3-1 sigur liðins á ÍA á Meistaravöllum í kvöld. Um var að ræða fyrsta heimasigur KR á tímabilinu en liðið hefur átt til að missa niður forystu og eiga erfitt með að klára leiki þrátt fyrir góða spilamennsku. Pálmi var spurður um hvort það hafi farið um leikmenn KR þegar Ísak Snær Þorvaldsson minnkaði muninn í 2-1 fyrir ÍA snemma í seinni hálfleiknum. „Það fer um okkur vegna þess að við erum á hælunum. Þegar við förum niður á hælana og hleypum inn marki til þess að hleypa einhverri spennu í þetta. Eitt mark er hættuleg staða, þannig að það er pirrandi þegar við gerum okkur seka um þetta og verðum að laga það ef við ætlum að krækja í fleiri sigra.“ KR fékk urmul tækifæra og góðra sóknarstaða í fyrri hálfleiknum þar sem aðeins eitt lið var á vellinum framan af. „Heilt yfir spilum við mjög góðan leik og í fyrri hálfleik gátum við verið búnir að klára þennan leik, þar sem við spilum frábærlega, sem og í lok seinni hálfleiks. En þess á milli erum svolítið passífir finnst mér.“ Pálmi er þá spurður hvort það sé þó ekki sterkt að klára leikinn, sérstaklega eftir jafntefli í svipuðum leik við HK í síðustu umferð þar sem KR leiddi lengi vel en missti niður á lokakaflanum. „Þriðja markið náttúrulega klárar leikinn fyrir okkur og ákveðinn léttir að sjá boltann í netinu. Þá fara axlirnar aðeins niður, við rólegri á boltann og látum þá hlaupa meira á eftir honum. Þeir eiga auðvitað sín augnablik líka en mér fannst við berjast vel heilt yfir.“ segir Pálmi Rafn. Frábært að fá Kjartan Henry inn Kjartan Henry Finnbogason skoraði sitt fyrsta mark fyrir KR í kvöld eftir endurkomu sína til liðsins í vor. Pálmi segir það mikilvægt. „Kjarri er bara framherji og markaskorari, það er alltaf gott þegar markaskorarar setja mörkin. Það er mikilvægt fyrir hann sjálfan og líka okkur sem lið. Það segir sig sjálft að ef við skorum mörg mörk þá aukast líkurnar á sigri, svo það er gott að hann er kominn í gang.“ segir Pálmi sem segir Kjartan taka með sér mikinn sigurvilja inn í hópinn. „Hann er náttúrulega bara sigurvegari. Hann hatar að tapa og elskar að vinna og gerir rosalega mikið til þess að vinna. Hann tekur mikið til sín inni á vellinum, er góður í spilinu og góður uppspilspunktur, eins og hann sýnir í dag er hann markaskorari - er á réttum stað á réttum tíma og þefar þetta uppi. Það kemur hellings barátta og sigurvilji með honum og mjög gott að fá hann.“ segir Pálmi Rafn. Vildi hafa fleiri stig KR er með ellefu stig eftir sigur dagsins úr fyrstu sjö leikjunum sem spilaðir voru á tæpum mánuði. Pálmi segir að stigin mættu vera fleiri en þó geti KR-ingar tekið margt með sér úr síðustu leikjum. „Stigasöfnunin hefur náttúrulega ekki verið góð, við hefðum viljað töluvert fleiri stig. Spilamennskan er búin að vera mjög góð á köflum en mjög slök á öðrum köflum líka, svo við verðum að finna meira jafnvægi í þetta og hækka lægsta levelið okkar. Við þurfum að byggja á þessum góðu spilköflum sem við erum að ná, þá erum við í ágætis málum.“ „Hver leikur lifir sínu lífi og það eru allir leikir drulluerfiðir í þessari deild. Ég veit að þetta er klisja að taka einn leik í einu en það hefur margoft sýnt sig að ef maður gerir það ekki þá er maður bara búinn,“ segir Pálmi Rafn. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira
Um var að ræða fyrsta heimasigur KR á tímabilinu en liðið hefur átt til að missa niður forystu og eiga erfitt með að klára leiki þrátt fyrir góða spilamennsku. Pálmi var spurður um hvort það hafi farið um leikmenn KR þegar Ísak Snær Þorvaldsson minnkaði muninn í 2-1 fyrir ÍA snemma í seinni hálfleiknum. „Það fer um okkur vegna þess að við erum á hælunum. Þegar við förum niður á hælana og hleypum inn marki til þess að hleypa einhverri spennu í þetta. Eitt mark er hættuleg staða, þannig að það er pirrandi þegar við gerum okkur seka um þetta og verðum að laga það ef við ætlum að krækja í fleiri sigra.“ KR fékk urmul tækifæra og góðra sóknarstaða í fyrri hálfleiknum þar sem aðeins eitt lið var á vellinum framan af. „Heilt yfir spilum við mjög góðan leik og í fyrri hálfleik gátum við verið búnir að klára þennan leik, þar sem við spilum frábærlega, sem og í lok seinni hálfleiks. En þess á milli erum svolítið passífir finnst mér.“ Pálmi er þá spurður hvort það sé þó ekki sterkt að klára leikinn, sérstaklega eftir jafntefli í svipuðum leik við HK í síðustu umferð þar sem KR leiddi lengi vel en missti niður á lokakaflanum. „Þriðja markið náttúrulega klárar leikinn fyrir okkur og ákveðinn léttir að sjá boltann í netinu. Þá fara axlirnar aðeins niður, við rólegri á boltann og látum þá hlaupa meira á eftir honum. Þeir eiga auðvitað sín augnablik líka en mér fannst við berjast vel heilt yfir.“ segir Pálmi Rafn. Frábært að fá Kjartan Henry inn Kjartan Henry Finnbogason skoraði sitt fyrsta mark fyrir KR í kvöld eftir endurkomu sína til liðsins í vor. Pálmi segir það mikilvægt. „Kjarri er bara framherji og markaskorari, það er alltaf gott þegar markaskorarar setja mörkin. Það er mikilvægt fyrir hann sjálfan og líka okkur sem lið. Það segir sig sjálft að ef við skorum mörg mörk þá aukast líkurnar á sigri, svo það er gott að hann er kominn í gang.“ segir Pálmi sem segir Kjartan taka með sér mikinn sigurvilja inn í hópinn. „Hann er náttúrulega bara sigurvegari. Hann hatar að tapa og elskar að vinna og gerir rosalega mikið til þess að vinna. Hann tekur mikið til sín inni á vellinum, er góður í spilinu og góður uppspilspunktur, eins og hann sýnir í dag er hann markaskorari - er á réttum stað á réttum tíma og þefar þetta uppi. Það kemur hellings barátta og sigurvilji með honum og mjög gott að fá hann.“ segir Pálmi Rafn. Vildi hafa fleiri stig KR er með ellefu stig eftir sigur dagsins úr fyrstu sjö leikjunum sem spilaðir voru á tæpum mánuði. Pálmi segir að stigin mættu vera fleiri en þó geti KR-ingar tekið margt með sér úr síðustu leikjum. „Stigasöfnunin hefur náttúrulega ekki verið góð, við hefðum viljað töluvert fleiri stig. Spilamennskan er búin að vera mjög góð á köflum en mjög slök á öðrum köflum líka, svo við verðum að finna meira jafnvægi í þetta og hækka lægsta levelið okkar. Við þurfum að byggja á þessum góðu spilköflum sem við erum að ná, þá erum við í ágætis málum.“ „Hver leikur lifir sínu lífi og það eru allir leikir drulluerfiðir í þessari deild. Ég veit að þetta er klisja að taka einn leik í einu en það hefur margoft sýnt sig að ef maður gerir það ekki þá er maður bara búinn,“ segir Pálmi Rafn. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira