„Í flest öllum leikjum hefði mark Leiknis ekki fengið að standa“ Andri Már Eggertsson skrifar 30. maí 2021 21:40 Brynjar Björn var kátur með sigurinn Vísir/Bára HK unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar Leiknir mætti í Kórinn. Góður kafli HK í fyrri hálfleik skilaði þeim tveimur mörkum sem á endanum dugði í 2-1 sigri. Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK var afar sáttur með sigurinn í leikslok. „Það var mikilvægt að fara inn í landsleikja pásuna með sigur í farteskinu. Við hefðum getað klárað leikinn í fyrri hálfleik en fórum að sama skapi með 2-0 inn í hálfleikinn sem er hættuleg staða,“ sagði Brynjar Björn. Leiknir byrjaði leikinn betur en HK og voru með yfirburði á vellinum alveg þar til tæplega 15 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik þar gerði HK tvö mörk og fengu vítaspyrnu. „Leiknir byrjaði með að stjórna umferðinni út á vellinum. Síðan fengum við mörg góð færi þar sem við hefðum getað klárað leikinn endanlega en fórum þó langt með það með þessum tveimur mörkum.“ Mark Leiknis var afar umdeilt. Brynjar Hlöðversson fór af miklum krafti í Arnar Freyr Ólafsson, markmann HK, sem féll við og úr því skoraði Leiknir. „Í öllum leikjum fyrir þennan leik hefur verið dæmt sóknarbrot á svona atvik. Á óskiljanlegum ástæðum var ekkert dæmt sem við vorum ósáttir með.“ Brynjar Björn var ánægður með karakterinn í sínu liði þar sem þeir lögðu mikið á sig að halda leikinn út sem á endanum varð til þess að HK fékk ekki á sig jöfnunarmark. „Við þurftum að krafa djúpt inn í sálina til að sjá til þess að Leiknir myndi ekki koma að jöfnunarmarki. Við erum búnir að fá nokkur högg það sem af er móti,“ sagði Brynjar. „Við vorum bara klókir í lokinn að sækja stigin þrjú, við náðum að halda boltanum aðeins upp á vellinum og var karakter hjá liðinu að klára þetta þegar þeir herjuðu á okkur.“ HK hefur nú safnað sex stigum eftir sjö fyrstu leiki tímabilsins sem er stigi meira en þeir hafa gert á sama tíma síðustu tvö tímabil. „Það er framför, það má ekki vanmeta stigin. Staðan er betri núna með sigri. Það hefði verið brekka að fara inn í landsleikjapásuna með þrjú stig,“ sagði Brynjar að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. HK Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: HK - Leiknir 2-1| HK-ingar unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu HK unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar Leiknir kom í heimsókn í Kórinn í kvöld. HK átti rosalegan kafla í fyrri hálfleik þar sem þeir gerðu tvö mörk á stuttum tíma sem dugði í 2-1 sigri. 30. maí 2021 22:20 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
„Það var mikilvægt að fara inn í landsleikja pásuna með sigur í farteskinu. Við hefðum getað klárað leikinn í fyrri hálfleik en fórum að sama skapi með 2-0 inn í hálfleikinn sem er hættuleg staða,“ sagði Brynjar Björn. Leiknir byrjaði leikinn betur en HK og voru með yfirburði á vellinum alveg þar til tæplega 15 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik þar gerði HK tvö mörk og fengu vítaspyrnu. „Leiknir byrjaði með að stjórna umferðinni út á vellinum. Síðan fengum við mörg góð færi þar sem við hefðum getað klárað leikinn endanlega en fórum þó langt með það með þessum tveimur mörkum.“ Mark Leiknis var afar umdeilt. Brynjar Hlöðversson fór af miklum krafti í Arnar Freyr Ólafsson, markmann HK, sem féll við og úr því skoraði Leiknir. „Í öllum leikjum fyrir þennan leik hefur verið dæmt sóknarbrot á svona atvik. Á óskiljanlegum ástæðum var ekkert dæmt sem við vorum ósáttir með.“ Brynjar Björn var ánægður með karakterinn í sínu liði þar sem þeir lögðu mikið á sig að halda leikinn út sem á endanum varð til þess að HK fékk ekki á sig jöfnunarmark. „Við þurftum að krafa djúpt inn í sálina til að sjá til þess að Leiknir myndi ekki koma að jöfnunarmarki. Við erum búnir að fá nokkur högg það sem af er móti,“ sagði Brynjar. „Við vorum bara klókir í lokinn að sækja stigin þrjú, við náðum að halda boltanum aðeins upp á vellinum og var karakter hjá liðinu að klára þetta þegar þeir herjuðu á okkur.“ HK hefur nú safnað sex stigum eftir sjö fyrstu leiki tímabilsins sem er stigi meira en þeir hafa gert á sama tíma síðustu tvö tímabil. „Það er framför, það má ekki vanmeta stigin. Staðan er betri núna með sigri. Það hefði verið brekka að fara inn í landsleikjapásuna með þrjú stig,“ sagði Brynjar að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HK Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: HK - Leiknir 2-1| HK-ingar unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu HK unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar Leiknir kom í heimsókn í Kórinn í kvöld. HK átti rosalegan kafla í fyrri hálfleik þar sem þeir gerðu tvö mörk á stuttum tíma sem dugði í 2-1 sigri. 30. maí 2021 22:20 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: HK - Leiknir 2-1| HK-ingar unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu HK unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar Leiknir kom í heimsókn í Kórinn í kvöld. HK átti rosalegan kafla í fyrri hálfleik þar sem þeir gerðu tvö mörk á stuttum tíma sem dugði í 2-1 sigri. 30. maí 2021 22:20