Leggja til að fallið verði frá skyldu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. maí 2021 18:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í Víglínunni í dag. EINAR ÁRNASON Fallið verður frá skyldu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga ef breytingartillaga meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar nær fram að ganga. Ráðherra sveitarstjórnarmála segir að með þessu sé verið að hlusta á sjónarmið minni sveitarfélaga. Meirihluti umhvefis- og samgöngunefndar Alþingis mun eftir helgi leggja fram breytingartillögu við frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga. Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson í Víglínunni í dag. „Ég sagði nú bara við framsöguna af því að það voru komnar fram dálítið deildar meiningar, ekki síst frá minni sveitarfélögum, að ég væri til í málamiðlanir,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Til stóð að árið 2026 yrðu öll sveitarfélög að lágmarki með eitt þúsund íbúa en minni sveitarfélög hafa lagst gegn þessu. Samkvæmt breytingartillögunni verður fallið frá þessari skyldu. „Samkvæmt þessum hugmyndum sem nefndin er að vinna með að þá þarf viðkomandi sveitarfélag eiginlega að taka svona eins og tvær umræður í sveitarstjórn, afhverju sveitarstjórnin telur að þau þurfi ekki að sameinast öðrum? Hvernig þau telji sig geta uppfyllt allar þær skyldur sem lög segja?“ sagði Sigurður Ingi. Mikilvægt að hlusta á raddir fólksins Á milli umræðna mun ráðuneytið veita umsögn um þann rökstuðning. „Þó við séum að tala um raddir sem séu í minni samfélögum þá er líka mikilvægt að hlusta á þær. Þetta varðar auðvitað hagsmuni litlu sveitarfélaganna og mér fannst að það væri eðlilegt að vera með sömu sýn þar. Maður hlustar og síðan reynir maður að finna leiðir sem eru þó færar og við náum markmiðunum. Það tekur kannski lengri tíma,“ sagði Sigurður Ingi. Viðtal Sunnu Sæmundsdóttur við Sigurð Inga Jóhannsson má sjá í heild sinni Sveitarstjórnarmál Víglínan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skiptar skoðanir á sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýsla Skiptar skoðanir eru á sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Oddviti Húnavatnshrepps segist bjartsýnn á að af sameiningu verði. 29. maí 2021 13:44 Ekki mikil stemning fyrir sameiningu fimm sveitarfélaga Ekki er mikil stemming á meðal íbúa fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu um sameiningu sveitarfélaganna. Ef af sameiningunni verður þá verður til landstærsta sveitarfélag Íslands með 5.400 íbúum. 15. maí 2021 12:36 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira
Meirihluti umhvefis- og samgöngunefndar Alþingis mun eftir helgi leggja fram breytingartillögu við frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga. Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson í Víglínunni í dag. „Ég sagði nú bara við framsöguna af því að það voru komnar fram dálítið deildar meiningar, ekki síst frá minni sveitarfélögum, að ég væri til í málamiðlanir,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Til stóð að árið 2026 yrðu öll sveitarfélög að lágmarki með eitt þúsund íbúa en minni sveitarfélög hafa lagst gegn þessu. Samkvæmt breytingartillögunni verður fallið frá þessari skyldu. „Samkvæmt þessum hugmyndum sem nefndin er að vinna með að þá þarf viðkomandi sveitarfélag eiginlega að taka svona eins og tvær umræður í sveitarstjórn, afhverju sveitarstjórnin telur að þau þurfi ekki að sameinast öðrum? Hvernig þau telji sig geta uppfyllt allar þær skyldur sem lög segja?“ sagði Sigurður Ingi. Mikilvægt að hlusta á raddir fólksins Á milli umræðna mun ráðuneytið veita umsögn um þann rökstuðning. „Þó við séum að tala um raddir sem séu í minni samfélögum þá er líka mikilvægt að hlusta á þær. Þetta varðar auðvitað hagsmuni litlu sveitarfélaganna og mér fannst að það væri eðlilegt að vera með sömu sýn þar. Maður hlustar og síðan reynir maður að finna leiðir sem eru þó færar og við náum markmiðunum. Það tekur kannski lengri tíma,“ sagði Sigurður Ingi. Viðtal Sunnu Sæmundsdóttur við Sigurð Inga Jóhannsson má sjá í heild sinni
Sveitarstjórnarmál Víglínan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skiptar skoðanir á sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýsla Skiptar skoðanir eru á sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Oddviti Húnavatnshrepps segist bjartsýnn á að af sameiningu verði. 29. maí 2021 13:44 Ekki mikil stemning fyrir sameiningu fimm sveitarfélaga Ekki er mikil stemming á meðal íbúa fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu um sameiningu sveitarfélaganna. Ef af sameiningunni verður þá verður til landstærsta sveitarfélag Íslands með 5.400 íbúum. 15. maí 2021 12:36 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira
Skiptar skoðanir á sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýsla Skiptar skoðanir eru á sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Oddviti Húnavatnshrepps segist bjartsýnn á að af sameiningu verði. 29. maí 2021 13:44
Ekki mikil stemning fyrir sameiningu fimm sveitarfélaga Ekki er mikil stemming á meðal íbúa fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu um sameiningu sveitarfélaganna. Ef af sameiningunni verður þá verður til landstærsta sveitarfélag Íslands með 5.400 íbúum. 15. maí 2021 12:36