Einungis nánir vinir hjónanna og fjölskyldumeðlimir þeirra voru viðstaddir athöfnina. Forsætisráðuneytið hefur neitað að tjá sig um málið og vill hvorki neita fréttunum né staðfesta þær.
Atvinnumálaráðherra Bretlands, Therese Coffey, hefur óskað hjónunum innilega til hamingju á samfélagsmiðlinum Twitter.
Congratulations @BorisJohnson and @carriesymonds on your marriage today 👨👩👧
— Therese Coffey #HandsFaceSpaceFRESHAIR (@theresecoffey) May 29, 2021
Samkvæmt umfjöllun The Mail on Sunday voru þrjátíu gestir viðstaddir athöfnina en samkomutakmarkanir í Bretlandi leyfa ekki að fleiri komi saman. Þeim var boðið með mjög skömmum fyrirvara.