Um tvær milljónir farþega og tuttugu flugfélög Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. maí 2021 20:00 Guðmundur Daði Rúnarsson er framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. Vísir/Arnar Isavia reiknar með að tvær milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll í ár sem er minna en vonast var eftir. Um tuttugu flugfélög hafa boðað komu sína í sumar og er búist við að fjöldi brottfara á viku rúmlega tvöfaldist milli ára. Á Keflavíkurflugvelli lítur sumarið sem nú er handan við hornið talsvert betur út en sumarið í fyrra. Brottfarir í júní í fyrra voru um sjötíu á viku en reiknað er með að þær verði hundrað og fjörutíu til hundrað og sextíu frá miðjum júní, samkvæmt tölum frá Isavia. Þá er búist við um tuttugu flugfélögum á vellinum; flug er þegar hafið hjá félögum á borð við Icelandair, Lufthansa og Wizz air. Þá er flug dagsett en ekki hafið hjá þremur; Play, SAS og United Airlines, og byrjað að selja ferðir hjá félögum eins og British Airways, Finnair og EasyJet. Þá er búist við tæplega tveimur milljónum farþega um flugvöllinn í ár, sem er nokkuð meira en í fyrra - en bliknar í samanburði við 7,3 milljónir árið 2019 og 9,8 milljónir árið 2018. „Frjáls för og fyrirsjáanleiki er lykilatriði til að umferð fari að aukast þannig að þegar árið byrjaði vorum við kannski með aðeins hærri væntingar, ekkert mikið hærri. Þannig að við eigum kannski tvö, þrjú fjögur ár í að komast upp í sambærilegar tölur eða við allavega vonum það,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. Umferð um völlinn hefur aukist jafnt og þétt síðustu vikur. Þannig kom til dæmis dagleg flugáætlun Delta frá þremur borgum í Bandaríkjunum til framkvæmda í gærmorgun með komu fyrstu þotunnar frá Minneapolis. „Þannig að þegar við horfum á framtíðina erum við bara mjög bjartir á hana en þetta mun taka smá tíma,“ segir Guðmundur Daði. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Á Keflavíkurflugvelli lítur sumarið sem nú er handan við hornið talsvert betur út en sumarið í fyrra. Brottfarir í júní í fyrra voru um sjötíu á viku en reiknað er með að þær verði hundrað og fjörutíu til hundrað og sextíu frá miðjum júní, samkvæmt tölum frá Isavia. Þá er búist við um tuttugu flugfélögum á vellinum; flug er þegar hafið hjá félögum á borð við Icelandair, Lufthansa og Wizz air. Þá er flug dagsett en ekki hafið hjá þremur; Play, SAS og United Airlines, og byrjað að selja ferðir hjá félögum eins og British Airways, Finnair og EasyJet. Þá er búist við tæplega tveimur milljónum farþega um flugvöllinn í ár, sem er nokkuð meira en í fyrra - en bliknar í samanburði við 7,3 milljónir árið 2019 og 9,8 milljónir árið 2018. „Frjáls för og fyrirsjáanleiki er lykilatriði til að umferð fari að aukast þannig að þegar árið byrjaði vorum við kannski með aðeins hærri væntingar, ekkert mikið hærri. Þannig að við eigum kannski tvö, þrjú fjögur ár í að komast upp í sambærilegar tölur eða við allavega vonum það,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. Umferð um völlinn hefur aukist jafnt og þétt síðustu vikur. Þannig kom til dæmis dagleg flugáætlun Delta frá þremur borgum í Bandaríkjunum til framkvæmda í gærmorgun með komu fyrstu þotunnar frá Minneapolis. „Þannig að þegar við horfum á framtíðina erum við bara mjög bjartir á hana en þetta mun taka smá tíma,“ segir Guðmundur Daði.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur