Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍA 3-1 | Fyrsti heimasigur KR-inga í sumar Valur Páll Eiríksson skrifar 30. maí 2021 22:20 KR vann loks heimaleik. Vísir/Hulda Margrét KR vann 3-1 sigur á ÍA í sjöundu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Um er að ræða fyrsta heimasigur KR í sumar. Fyrir leik kvöldsins voru KR-ingar með átta stig í sjötta sæti deildarinnar en ÍA með fimm stig í því níunda. KR var í leit að sínum fyrsta heimasigri í sumar en Skagamenn gátu jafnað þá svarthvítu að stigum með sigri. Heimamenn hófu leikinn töluvert betur og náðu forystunni á sjöundu mínútu þegar skot fyrirliðans Óskars Arnar Haukssonar úr teignum fór af varnarmanni og inn. Óskar var þá einn á auðum sjó á fjærstönginni þegar fyrirgjöf Kennie Chopart frá hægri barst til hans. Það voru fyrstu, en ekki síðustu brotalamirnar sem sáust á vörn Skagamanna í fyrri hálfleik. Kjartan Henry Finnbogason skoraði sitt fyrsta mark fyrir KR eftir endurkomu sína í Vesturbæinn sex mínútum eftir mark Óskars. Aftur var það Chopart sem bjó markið til en hann átti góðan sprett frá miðjunni að vítateig ÍA hvar hann gaf boltann á Kjartan sem kláraði af stuttu færi. Skagamenn boðuðu þá til liðsfundar úti á miðjum velli á meðan KR-ingar fögnuðu, enda 2-0 undir þegar minna en stundarfjórðungur var liðinn. KR-ingar voru þó áfram með tögl og hagldir og voru óheppnir að fara ekki með meiri forystu í leikhléið. Atli Sigurjónsson fékk dauðafæri í hálfleiknum og Kristján Flóki Finnbogason átti skot í slá. Skagamenn bitu frá sér undir lok hálfleiksins með sínum fyrstu tilraunum á mark KR, þar sem Daninn Morten Beck Andersen, fyrrum leikmaður KR, fékk tvö fín færi. Inn vildi boltinn þó ekki og 2-0 í hléi. Dino Hodzic, markvörður ÍA, gerði mistök í þriðja marki KR-inga.Vísir/Hulda Margrét Mistök Hodzic dýrkeypt Skagamenn fylgdu því svo sannarlega eftir þar sem liðið minnkaði muninn þegar minna en ein mínúta var liðin af síðari hálfleik. Brynjar Snær Pálsson átti þá fyrigjöf frá hægri út fyrir teig KR, á Ísak Snæ Þorvaldsson. Hann tvínónaði ekki við hlutina og þrumaði skoppandi boltanum upp í vinstri vinkilinn frá vítateigsboganum. Staðan því 2-1. Leikurinn var í járnum eftir markið þar sem allt annað var að sjá til Skagamanna frá því í fyrri hálfleiknum. Færin létu hins vegar á sér standa í síðari hálfleiknum. Það var ekki fyrr en á 76. mínútu sem dró til tíðinda en þá gerði Dino Hodzic sig sekan um slæm mistök eftir slappa sending Alexanders Davey til baka á hann. Kjartan Henry Finnbogason pressaði markvörðinn stíft og honum mistókst að koma boltanum frá. Lagði hann á Óskar Örn Hauksson við vinstra vítateigshornið hvar hann sótti inn á völlinn og skaut með hægri fæti í nærhornið. Með öðru marki sínu og þriðja marki KR fór Óskar Örn langt með að klára leikinn. KR-ingar voru öflugri aðilinn á lokakaflanum og sigldu heim sínum fyrsta heimasigri í sumar. KR er eftir sigurinn með ellefu stig í 4. sæti, en liðin í kringum KR-inga eiga leik inni, sem var frestað vegna landsleikjagluggans. ÍA er í 10. sæti með fimm stig. Af hverju vann KR? KR byrjaði leikinn af miklum krafti á meðan Skagamenn mættu ekki til leiks. Beitir Ólafsson steig vel inn í þegar Skagamenn fengu færi undir lok fyrri hálfleiks og stóð vaktina einnig vel í þeim síðari. Þriðja mark KR drap leikinn endanlega. Hverjir stóðu upp úr? Lítið hefur komið út úr Óskari Erni Haukssyni í síðustu leikjum KR en hann svaraði kallinu í dag. Skoraði tvö marka liðsins og fór fyrir sóknarleiknum á stórum köflum. Kennie Chopart var þá frábær þær 50 mínútur sem hann spilaði í hægri bakverðinum og lagði upp bæði mörk KR í fyrri hálfleik. Gísli Laxdal Unnarsson var ljósi punktur Skagamanna í fyrri hálfleik og þá skoraði Ísak Snær Þorvaldsson frábært mark. Hvað fór illa? Dino Hodzic ber ábyrgð á þriðja marki KR-inga þar sem hann var of seinn að koma boltanum frá undir pressu frá Kjartani Henry Finnbogasyni. Þórður Þorsteinn Þórðarson hefur átt betri leiki en varnarleikur allra Skagamanna var slakur stærstan hluta fyrri hálfleiks. Menn töpuðu boltanum oft klaufalega og þá voru galopin svæði fyrir KR-inga að sækja í. Hvað gerist næst? Eftir sjö leiki í maí fá liðin kærkomna tveggja vikna pásu. ÍA fær KA í heimsókn þann 13. maí en degi síðar fara KR-ingar í heimsókn í Breiðholt, til nýliða Leiknis. Rúnar: Lentum í smá basli Rúnar segir gott að ná loksins heimasigri, og ekki síðra að fá smá pásu eftir erfiðan maí-mánuð.Vísir/Hulda Margrét „Þetta er léttir í rauninni, þrátt fyrir að við höfum spilað hérna marga fína leiki þá höfum við ekki náð að sigla þeim heim en við náðum því í dag, en samt með herkjum, þetta var erfitt. Skagamenn voru gríðarlega harðir og eftir að við komumst í 2-0 fórum við svolítið að flækja hlutina fannst mér.“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir leik kvöldsins og bætti við: „Stefnan var að spila einfalt, eins og í byrjun, og skapa færi áfram en þeir tóku aðeins yfir leikinn og pressuðu okkur niður og áttu fínustu færi þar sem Beitir bjargaði okkur trekk í trekk. Þannig að ég var feginn að komast inn með 2-0 í hálfleik.“ „Við lentum í smá basli, það var mikill vindur á annað markið sem þeir nýttu sér vel og tóku sénsa í sínu spili. En að sama skapi spiluðum við illa eftir að við komumst í 2-0, við fengum margar sóknarstöður og stór svæði opin en völdum alltaf röngu sendinguna og gerðum erfiðu hlutina, leita að úrslitasendingu í stað þess að spila einfalt og fara í gegnum þá. Því miður skoruðum við ekki meira í fyrri hálfleik, eftir stöðuna 2-0 hefði ég viljað skora eitt, tvö mörk í viðbót, við höfðum möguleika á því. Fyrir vikið slökuðum við á og Skagamenn hefðu hæglega getað jafnað í fyrri hálfleik.“ segir Rúnar. Tveggja vikna pása er fram undan eftir þétt leikjaprógram síðustu vikur. Rúnar tekur því fagnandi. „Það er ofboðslega mikilvægt fyrir okkur. Við erum með marga meidda og menn voru að harka sig í gegnum þennan leik, þrír til fjórir leikmenn, maður sá það bara á hlaupagetu sumra leikmanna. Þannig að þetta var gríðarlega erfitt, búinn að vera erfiður mánuður, sjö leikir á 28 dögum, og búið að vera mikið álag. Sem betur fer höfum við aðeins getað hreyft liðið, þó ekkert sérstaklega mikið, vegna óheppni með meiðsli. Bæði Stefán Árni og Guðjón Baldvins eru frá, en við náðum að klóra okkur í gegnum þetta og þó svo við vildum hafa fleiri stig eftir þetta hraðmót svokallaða, þá allavega kláruðum við það með sigri hérna í dag og förum bjartir inn í næstu tvær vikurnar.“ Óttar Bjarni: Vona að þetta verði síðasti fundurinn okkar á vellinum í sumar Óttar Bjarni hafði litla ástæðu til að fagna í kvöld.Vísir/Daníel „Tilfinningin er bara virkilega súr. Niðurstaðan er nokkuð augljós þegar við gefum mörk og skorum ekki mörk. Þá endar þetta svona.“ segir Óttar Bjarni Guðmundsson, fyrirliði ÍA, og bætir við: „Við bara mætum ekki til leiks fyrstu 10-15 mínúturnar. Þeir skora tvö mörk og annað markið er sérlega óþægilegra að hugsa um þar sem við höfum 6-7 tækifæri til að bomba hann niður og stöðva sóknina. Hann fær að trítla inn í teig og klobba mig og 2-0 og þá er þetta orðið erfitt, að ætla að skora þrjú mörk á KR. Eftir það náum ágætis tökum á leiknum, að hreyfa boltann vel og fáum tækifæri til að skora. Svo er stefnan að taka þetta í seinni hálfleik en við gefum þeim þetta mark og þá er mestur krafturinn úr okkur.“ segir Óttar Bjarni. Óttar var þá spurður um fund sem Skagamenn tóku á miðjum vellinum eftir seinna mark KR, sem Kjartan Henry Finnbogason skoraði á 13. mínútu. „Ég var bara að tala um að það að þetta væri ekki boðlegt fyrir okkur, sem leikmenn og sem klúbb, að við þyrftum að þétta okkur sem lið og byrja að spila boltanum með fram jörðinni. Við tókum vel í það en ég ætla að vona að þetta verði síðasti fundurinn okkar á vellinum í sumar.“ Óttar segist þá feginn að þessari miklu törn í upphafi móts sé lokið og að menn geti hvílt sig lítllega og skerpt á hlutum fyrir framhaldið. „Stigasöfnunin er náttúrulega ekkert til að hrópa húrra fyrir, við værum til í að vera með fleiri stig, en einhver er ástæðan fyrir því að við erum með fimm stig. Þannig að núna er fínt að þetta helvítis hraðmót sé búið og maður getur aðeins farið að hlaða batteríin, vinna saman sem lið í tvær vikur og svo verðum við bara að halda áfram að taka þetta leik fyrir leik.“ segir Óttar Bjarni. Pepsi Max-deild karla KR ÍA
KR vann 3-1 sigur á ÍA í sjöundu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Um er að ræða fyrsta heimasigur KR í sumar. Fyrir leik kvöldsins voru KR-ingar með átta stig í sjötta sæti deildarinnar en ÍA með fimm stig í því níunda. KR var í leit að sínum fyrsta heimasigri í sumar en Skagamenn gátu jafnað þá svarthvítu að stigum með sigri. Heimamenn hófu leikinn töluvert betur og náðu forystunni á sjöundu mínútu þegar skot fyrirliðans Óskars Arnar Haukssonar úr teignum fór af varnarmanni og inn. Óskar var þá einn á auðum sjó á fjærstönginni þegar fyrirgjöf Kennie Chopart frá hægri barst til hans. Það voru fyrstu, en ekki síðustu brotalamirnar sem sáust á vörn Skagamanna í fyrri hálfleik. Kjartan Henry Finnbogason skoraði sitt fyrsta mark fyrir KR eftir endurkomu sína í Vesturbæinn sex mínútum eftir mark Óskars. Aftur var það Chopart sem bjó markið til en hann átti góðan sprett frá miðjunni að vítateig ÍA hvar hann gaf boltann á Kjartan sem kláraði af stuttu færi. Skagamenn boðuðu þá til liðsfundar úti á miðjum velli á meðan KR-ingar fögnuðu, enda 2-0 undir þegar minna en stundarfjórðungur var liðinn. KR-ingar voru þó áfram með tögl og hagldir og voru óheppnir að fara ekki með meiri forystu í leikhléið. Atli Sigurjónsson fékk dauðafæri í hálfleiknum og Kristján Flóki Finnbogason átti skot í slá. Skagamenn bitu frá sér undir lok hálfleiksins með sínum fyrstu tilraunum á mark KR, þar sem Daninn Morten Beck Andersen, fyrrum leikmaður KR, fékk tvö fín færi. Inn vildi boltinn þó ekki og 2-0 í hléi. Dino Hodzic, markvörður ÍA, gerði mistök í þriðja marki KR-inga.Vísir/Hulda Margrét Mistök Hodzic dýrkeypt Skagamenn fylgdu því svo sannarlega eftir þar sem liðið minnkaði muninn þegar minna en ein mínúta var liðin af síðari hálfleik. Brynjar Snær Pálsson átti þá fyrigjöf frá hægri út fyrir teig KR, á Ísak Snæ Þorvaldsson. Hann tvínónaði ekki við hlutina og þrumaði skoppandi boltanum upp í vinstri vinkilinn frá vítateigsboganum. Staðan því 2-1. Leikurinn var í járnum eftir markið þar sem allt annað var að sjá til Skagamanna frá því í fyrri hálfleiknum. Færin létu hins vegar á sér standa í síðari hálfleiknum. Það var ekki fyrr en á 76. mínútu sem dró til tíðinda en þá gerði Dino Hodzic sig sekan um slæm mistök eftir slappa sending Alexanders Davey til baka á hann. Kjartan Henry Finnbogason pressaði markvörðinn stíft og honum mistókst að koma boltanum frá. Lagði hann á Óskar Örn Hauksson við vinstra vítateigshornið hvar hann sótti inn á völlinn og skaut með hægri fæti í nærhornið. Með öðru marki sínu og þriðja marki KR fór Óskar Örn langt með að klára leikinn. KR-ingar voru öflugri aðilinn á lokakaflanum og sigldu heim sínum fyrsta heimasigri í sumar. KR er eftir sigurinn með ellefu stig í 4. sæti, en liðin í kringum KR-inga eiga leik inni, sem var frestað vegna landsleikjagluggans. ÍA er í 10. sæti með fimm stig. Af hverju vann KR? KR byrjaði leikinn af miklum krafti á meðan Skagamenn mættu ekki til leiks. Beitir Ólafsson steig vel inn í þegar Skagamenn fengu færi undir lok fyrri hálfleiks og stóð vaktina einnig vel í þeim síðari. Þriðja mark KR drap leikinn endanlega. Hverjir stóðu upp úr? Lítið hefur komið út úr Óskari Erni Haukssyni í síðustu leikjum KR en hann svaraði kallinu í dag. Skoraði tvö marka liðsins og fór fyrir sóknarleiknum á stórum köflum. Kennie Chopart var þá frábær þær 50 mínútur sem hann spilaði í hægri bakverðinum og lagði upp bæði mörk KR í fyrri hálfleik. Gísli Laxdal Unnarsson var ljósi punktur Skagamanna í fyrri hálfleik og þá skoraði Ísak Snær Þorvaldsson frábært mark. Hvað fór illa? Dino Hodzic ber ábyrgð á þriðja marki KR-inga þar sem hann var of seinn að koma boltanum frá undir pressu frá Kjartani Henry Finnbogasyni. Þórður Þorsteinn Þórðarson hefur átt betri leiki en varnarleikur allra Skagamanna var slakur stærstan hluta fyrri hálfleiks. Menn töpuðu boltanum oft klaufalega og þá voru galopin svæði fyrir KR-inga að sækja í. Hvað gerist næst? Eftir sjö leiki í maí fá liðin kærkomna tveggja vikna pásu. ÍA fær KA í heimsókn þann 13. maí en degi síðar fara KR-ingar í heimsókn í Breiðholt, til nýliða Leiknis. Rúnar: Lentum í smá basli Rúnar segir gott að ná loksins heimasigri, og ekki síðra að fá smá pásu eftir erfiðan maí-mánuð.Vísir/Hulda Margrét „Þetta er léttir í rauninni, þrátt fyrir að við höfum spilað hérna marga fína leiki þá höfum við ekki náð að sigla þeim heim en við náðum því í dag, en samt með herkjum, þetta var erfitt. Skagamenn voru gríðarlega harðir og eftir að við komumst í 2-0 fórum við svolítið að flækja hlutina fannst mér.“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir leik kvöldsins og bætti við: „Stefnan var að spila einfalt, eins og í byrjun, og skapa færi áfram en þeir tóku aðeins yfir leikinn og pressuðu okkur niður og áttu fínustu færi þar sem Beitir bjargaði okkur trekk í trekk. Þannig að ég var feginn að komast inn með 2-0 í hálfleik.“ „Við lentum í smá basli, það var mikill vindur á annað markið sem þeir nýttu sér vel og tóku sénsa í sínu spili. En að sama skapi spiluðum við illa eftir að við komumst í 2-0, við fengum margar sóknarstöður og stór svæði opin en völdum alltaf röngu sendinguna og gerðum erfiðu hlutina, leita að úrslitasendingu í stað þess að spila einfalt og fara í gegnum þá. Því miður skoruðum við ekki meira í fyrri hálfleik, eftir stöðuna 2-0 hefði ég viljað skora eitt, tvö mörk í viðbót, við höfðum möguleika á því. Fyrir vikið slökuðum við á og Skagamenn hefðu hæglega getað jafnað í fyrri hálfleik.“ segir Rúnar. Tveggja vikna pása er fram undan eftir þétt leikjaprógram síðustu vikur. Rúnar tekur því fagnandi. „Það er ofboðslega mikilvægt fyrir okkur. Við erum með marga meidda og menn voru að harka sig í gegnum þennan leik, þrír til fjórir leikmenn, maður sá það bara á hlaupagetu sumra leikmanna. Þannig að þetta var gríðarlega erfitt, búinn að vera erfiður mánuður, sjö leikir á 28 dögum, og búið að vera mikið álag. Sem betur fer höfum við aðeins getað hreyft liðið, þó ekkert sérstaklega mikið, vegna óheppni með meiðsli. Bæði Stefán Árni og Guðjón Baldvins eru frá, en við náðum að klóra okkur í gegnum þetta og þó svo við vildum hafa fleiri stig eftir þetta hraðmót svokallaða, þá allavega kláruðum við það með sigri hérna í dag og förum bjartir inn í næstu tvær vikurnar.“ Óttar Bjarni: Vona að þetta verði síðasti fundurinn okkar á vellinum í sumar Óttar Bjarni hafði litla ástæðu til að fagna í kvöld.Vísir/Daníel „Tilfinningin er bara virkilega súr. Niðurstaðan er nokkuð augljós þegar við gefum mörk og skorum ekki mörk. Þá endar þetta svona.“ segir Óttar Bjarni Guðmundsson, fyrirliði ÍA, og bætir við: „Við bara mætum ekki til leiks fyrstu 10-15 mínúturnar. Þeir skora tvö mörk og annað markið er sérlega óþægilegra að hugsa um þar sem við höfum 6-7 tækifæri til að bomba hann niður og stöðva sóknina. Hann fær að trítla inn í teig og klobba mig og 2-0 og þá er þetta orðið erfitt, að ætla að skora þrjú mörk á KR. Eftir það náum ágætis tökum á leiknum, að hreyfa boltann vel og fáum tækifæri til að skora. Svo er stefnan að taka þetta í seinni hálfleik en við gefum þeim þetta mark og þá er mestur krafturinn úr okkur.“ segir Óttar Bjarni. Óttar var þá spurður um fund sem Skagamenn tóku á miðjum vellinum eftir seinna mark KR, sem Kjartan Henry Finnbogason skoraði á 13. mínútu. „Ég var bara að tala um að það að þetta væri ekki boðlegt fyrir okkur, sem leikmenn og sem klúbb, að við þyrftum að þétta okkur sem lið og byrja að spila boltanum með fram jörðinni. Við tókum vel í það en ég ætla að vona að þetta verði síðasti fundurinn okkar á vellinum í sumar.“ Óttar segist þá feginn að þessari miklu törn í upphafi móts sé lokið og að menn geti hvílt sig lítllega og skerpt á hlutum fyrir framhaldið. „Stigasöfnunin er náttúrulega ekkert til að hrópa húrra fyrir, við værum til í að vera með fleiri stig, en einhver er ástæðan fyrir því að við erum með fimm stig. Þannig að núna er fínt að þetta helvítis hraðmót sé búið og maður getur aðeins farið að hlaða batteríin, vinna saman sem lið í tvær vikur og svo verðum við bara að halda áfram að taka þetta leik fyrir leik.“ segir Óttar Bjarni.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti