Ein sú besta í heimi neitar að tala við blaðamenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2021 16:01 Naomi Osaka er búin að fá sig fullsadda af blaðamannafundum sem hún segir fara illa með andlega heilsu íþróttafólks. EPA-EFE/DAVE HUNT Tennisstjarnan Naomi Osaka ætlar ekki að tala við fjölmiðlamenn á meðan hún tekur þátt í Opna franska meistaramótinu í ár. Ástæðan fyrir fjölmiðlabanni Naomi Osaka er sú að henni finnst kringumstæðurnar á blaðamannafundum setja ósanngjarna pressu á andlega heilsu íþróttamanna. Naomi Osaka tilkynnti þessa ákvörðun sín á samfélagsmiðlum sínum og sagði jafnframt að hún óttaðist ekki sektir frá mótshöldurum eða Alþjóðatennissambandinu. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) „Ég mun ekki tala við neina fjölmiðla á meðan ég keppi á Roland Garros,“ skrifaði Naomi Osaka á samfélagsmiðla sína. „Mér hefur oft fundist að fólk beri enga virðingu fyrir andlegri heilsu íþróttafólks og þetta kemur vel í ljós þegar ég sit á blaðamannafundi eða tek þátt í slíkum fundi,“ skrifaði Naomi. Naomi Osaka er 23 ára gömul og er eins og er í öðru sæti á heimslistanum. Hún hefur unnið fjóra risatitla á ferlinum en hefur lengst komist í þriðju umferð á Opna franska meistaramótinu. „Við þurfum að sitja þarna og svara spurningum sem við höfum verið spurð af mörgum sinnum áður eða spurð spurninga sem fær okkur til að efast um okkur sjálf. Ég er ekki tilbúin að bjóða sjálfri mér upp á það að setjast fyrir framan fólk sem efast um mig,“ skrifaði Naomi. Osaka hélt því líka fram að það sé eins og sparka í liggjandi mann að þegar íþróttamaður er þvingaður til að svara spurningum eftir tapleiki. Osaka er ein vinsælasta íþróttakona heims og fær gríðarlegar tekjur í gegnum styrktaraðila sína sem og í gegnum auglýsingar. Hún óttast ekki sektir enda ætti hún að hafa efni á því að borga þær sem ein tekjuhæsta íþróttakona heims. View this post on Instagram A post shared by (@naomiosaka) Tennis Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Sjá meira
Ástæðan fyrir fjölmiðlabanni Naomi Osaka er sú að henni finnst kringumstæðurnar á blaðamannafundum setja ósanngjarna pressu á andlega heilsu íþróttamanna. Naomi Osaka tilkynnti þessa ákvörðun sín á samfélagsmiðlum sínum og sagði jafnframt að hún óttaðist ekki sektir frá mótshöldurum eða Alþjóðatennissambandinu. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) „Ég mun ekki tala við neina fjölmiðla á meðan ég keppi á Roland Garros,“ skrifaði Naomi Osaka á samfélagsmiðla sína. „Mér hefur oft fundist að fólk beri enga virðingu fyrir andlegri heilsu íþróttafólks og þetta kemur vel í ljós þegar ég sit á blaðamannafundi eða tek þátt í slíkum fundi,“ skrifaði Naomi. Naomi Osaka er 23 ára gömul og er eins og er í öðru sæti á heimslistanum. Hún hefur unnið fjóra risatitla á ferlinum en hefur lengst komist í þriðju umferð á Opna franska meistaramótinu. „Við þurfum að sitja þarna og svara spurningum sem við höfum verið spurð af mörgum sinnum áður eða spurð spurninga sem fær okkur til að efast um okkur sjálf. Ég er ekki tilbúin að bjóða sjálfri mér upp á það að setjast fyrir framan fólk sem efast um mig,“ skrifaði Naomi. Osaka hélt því líka fram að það sé eins og sparka í liggjandi mann að þegar íþróttamaður er þvingaður til að svara spurningum eftir tapleiki. Osaka er ein vinsælasta íþróttakona heims og fær gríðarlegar tekjur í gegnum styrktaraðila sína sem og í gegnum auglýsingar. Hún óttast ekki sektir enda ætti hún að hafa efni á því að borga þær sem ein tekjuhæsta íþróttakona heims. View this post on Instagram A post shared by (@naomiosaka)
Tennis Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Sjá meira