Inzaghi að taka við meisturum Inter | Allegri snýr aftur á gamlar slóðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. maí 2021 07:00 Það stefnir allt í að Simone Inzaghi verði næsti stjóri Inter Milan. EPA-EFE/MAURIZIO BRAMBATTI Allt stefnir í að Simone Inzaghi sé að taka við Ítalíumeisturum Inter Mílan en Lazio tilkynnti fyrr í kvöld að Inzaghi hefði yfirgefið félagið. Þá virðist sem Massimiliano Allegri sé að taka við Juventus á nýjan leik en hann hefur verið orðaður við stjórastöðu Real Madrid undanfarið. Official. Inzaghi leaves Lazio and he s gonna sign as new Inter manager.Allegri will be announced soon as new Juventus manager - Pirlo will be sacked.Spalletti is one step away from joining Napoli as new manager.Antonio Conte will decide his future in the next few days .— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 27, 2021 Hinn 45 ára gamli Inzaghi virðist bara eiga eftir að setja penna á blað áður en Inter tilkynnir að hann sé nýr þjálfari. Antonio Conte ákvað að segja upp skömmu eftir að tryggja félaginu Ítalíumeistaratitilinn þar sem fjárhagsstaða félagsins er slæm og stefnir í að það þurfi að selja fjölda leikmanna í sumar. Inzaghi hefur verið þjálfari Lazio frá 2016 og náð eftirtektarverðum árangri. Til að mynda varð félagið bikarmeistari 2019 undir hans stjórn. Þá komst liðið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti í 13 ár undir stjórn Inzaghi. Með lítið fé milli handanna tókst Inzaghi samt að stríða toppliðunum trekk í trekk og vonast Inter eflaust til að hann geti haldið liðinu í toppbaráttunni þó það þurfi að selja suma af sínum bestu mönnum í sumar. Hvað varðar Allegri þá virtist nær öruggt að hann yrði næsti stjóri Real Madrid þar sem Zinedine Zidane hefur ákveðið að kalla þetta gott sem stjóri liðsins. Það kom því töluvert á óvart þegar þær fregnir bárust að Juventus ætlaði sér að reka Andrea Pirlo og ráða Allegri á nýjan leik. Allegri stýrði Juventus frá 2014 til 2019. Liðið varð Ítalíumeistari öll fimm árin ásamt því að verða bikarmeistari fjórum sinnum og komast tvívegis í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það beið lægri hlut gegn Barcelona og Real Madrid. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Þá virðist sem Massimiliano Allegri sé að taka við Juventus á nýjan leik en hann hefur verið orðaður við stjórastöðu Real Madrid undanfarið. Official. Inzaghi leaves Lazio and he s gonna sign as new Inter manager.Allegri will be announced soon as new Juventus manager - Pirlo will be sacked.Spalletti is one step away from joining Napoli as new manager.Antonio Conte will decide his future in the next few days .— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 27, 2021 Hinn 45 ára gamli Inzaghi virðist bara eiga eftir að setja penna á blað áður en Inter tilkynnir að hann sé nýr þjálfari. Antonio Conte ákvað að segja upp skömmu eftir að tryggja félaginu Ítalíumeistaratitilinn þar sem fjárhagsstaða félagsins er slæm og stefnir í að það þurfi að selja fjölda leikmanna í sumar. Inzaghi hefur verið þjálfari Lazio frá 2016 og náð eftirtektarverðum árangri. Til að mynda varð félagið bikarmeistari 2019 undir hans stjórn. Þá komst liðið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti í 13 ár undir stjórn Inzaghi. Með lítið fé milli handanna tókst Inzaghi samt að stríða toppliðunum trekk í trekk og vonast Inter eflaust til að hann geti haldið liðinu í toppbaráttunni þó það þurfi að selja suma af sínum bestu mönnum í sumar. Hvað varðar Allegri þá virtist nær öruggt að hann yrði næsti stjóri Real Madrid þar sem Zinedine Zidane hefur ákveðið að kalla þetta gott sem stjóri liðsins. Það kom því töluvert á óvart þegar þær fregnir bárust að Juventus ætlaði sér að reka Andrea Pirlo og ráða Allegri á nýjan leik. Allegri stýrði Juventus frá 2014 til 2019. Liðið varð Ítalíumeistari öll fimm árin ásamt því að verða bikarmeistari fjórum sinnum og komast tvívegis í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það beið lægri hlut gegn Barcelona og Real Madrid. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira