Margrét sú þriðja til að fá verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2021 15:43 Margrét er með BA í bókmenntafræði og MA í menningarstjórnun hefur starfað sem fræðimaður, ritstjóri, þýðandi, rekið gallerí og skrifað bækur, einkum fyrir börn. Vísir/Vilhelm Margrét Tryggvadóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2021 fyrir handrit sitt að bókinni Sterk. Reykjavíkurborg veitti verðlaunin í dag í þriðja sinn. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og er ætlað að hvetja til metnaðarfullra skrifa fyrir börn og ungmenni og halda á lofti merkjum eins okkar ástsælasta barnabókahöfunda. Verðlaunaféð er ein milljón krónur. Borgarstjóri afhenti verðlaunin í Höfða við hátíðlega en fámenna athöfn í Höfða í dag og gladdi Snorri Helgason viðstadda með tónlistarflutningi. Hátt á fjórða tug handrita bárust í samkeppnina í ár og var dómnefndin á einu máli um að handrit Margrétar Tryggvadóttur, Sterk, skyldi hljóta verðlaunin að þessu sinni. Í sögunni, sem er skrifuð fyrir unglinga, kveður við nýjan tón í íslenskum bókmenntum þar sem söguhetjan er transstúlka sem er að fóta sig í nýju lífi í Reykjavík, þangað sem hún er komin utan af landi til náms. Dómnefndina skipuðu þau Geir Finnsson, sem var formaður, Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Heiða Rúnarsdóttir. Sterk kemur út í dag og er það Mál og menning sem gefur bókina út að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Umsögn dómnefndar Handritið sem bar sigur úr bítum heitið Sterk og er eftir Margréti Tryggvadóttur. Þetta er grípandi saga sem dregur upp mynd úr lífi minnihlutahópa á Íslandi. Sagan fjallar meðal annars um daglegt líf og viðkvæma stöðu transfólks og innflytjenda í samfélaginu. Hér opnast sagnaheimur sem fáir rithöfundar hafa fetað. Það er mikilvægt fyrir þroska og skilning lesenda að eiga kost á að upplifa fjölbreytileika samfélagsins í gegnum lestur, setja sig í spor ólíkra sögupersóna og finna samkennd með þeim. Það að söguhetja er trans er hvorki aðalatriði frásagnarinnar né óvænt atriði til að þjóna fléttu hennar heldur fellur sá veruleiki átakalaust inn í söguþráðinn. Af einlægni og með virðingu fyrir viðfangsefninu hefur Margréti tekist að setja fram sögu sem fjallar um vegferð transstúlku og þörf hennar fyrir viðurkenningu fjölskyldu og vina; að vera metin á eigin forsendum. Á meðan hún er að fóta sig í nýjum veruleika flækist hún í dularfullt mál innflytjanda sem hún er knúin til að leysa. Aðalpersóna sögunnar heitir Birta. Hún hefur flúið heimahaga, þar sem henni finnst enginn af hennar nánustu skilja sig, henni finnst hún litin hornauga og vera afskipt. Í Reykjavík sér hún tækifæri til að byrja nýtt líf. Sjálfsmynd Birtu er löskuð og henni finnst þægilegast að einangra sig frá öðrum. Stökkið inn í heim hinna fullorðnu er þó ekki einfalt og hún á fullt í fangi með að sinna námi og vinnu og standa skil á leigu kjallaraherbergis. Hún forðast kynni við fólk sem hún deilir með bað- og eldhúsaðstöðu. Þegar áhyggjur hennar vaxa yfir velferð innflytjanda sem leigir næsta herbergi dregst hún inn í dularfullt mál. Spennan magnast með hverjum kafla er Birta setur sjálfa sig í hættu og stígur út fyrir eigin þægindaramma með það eitt í huga að grafa upp sannleikann. Dómnefnd þakkar Margréti innilega fyrir innlegg sitt í flóru barna- og unglingabóka á Íslandi. Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur verða næst veitt vorið 2022. Athygli er vakin á því að skilafrestur handrita er nú fyrr en verið hefur, þau skulu berast Reykjavík bókmenntaborg UNESCO, Ráðhúsi Reykjavíkur, í síðasta lagi 18. október 2021. Bókmenntir Reykjavík Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Verðlaunin eru veitt árlega fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og er ætlað að hvetja til metnaðarfullra skrifa fyrir börn og ungmenni og halda á lofti merkjum eins okkar ástsælasta barnabókahöfunda. Verðlaunaféð er ein milljón krónur. Borgarstjóri afhenti verðlaunin í Höfða við hátíðlega en fámenna athöfn í Höfða í dag og gladdi Snorri Helgason viðstadda með tónlistarflutningi. Hátt á fjórða tug handrita bárust í samkeppnina í ár og var dómnefndin á einu máli um að handrit Margrétar Tryggvadóttur, Sterk, skyldi hljóta verðlaunin að þessu sinni. Í sögunni, sem er skrifuð fyrir unglinga, kveður við nýjan tón í íslenskum bókmenntum þar sem söguhetjan er transstúlka sem er að fóta sig í nýju lífi í Reykjavík, þangað sem hún er komin utan af landi til náms. Dómnefndina skipuðu þau Geir Finnsson, sem var formaður, Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Heiða Rúnarsdóttir. Sterk kemur út í dag og er það Mál og menning sem gefur bókina út að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Umsögn dómnefndar Handritið sem bar sigur úr bítum heitið Sterk og er eftir Margréti Tryggvadóttur. Þetta er grípandi saga sem dregur upp mynd úr lífi minnihlutahópa á Íslandi. Sagan fjallar meðal annars um daglegt líf og viðkvæma stöðu transfólks og innflytjenda í samfélaginu. Hér opnast sagnaheimur sem fáir rithöfundar hafa fetað. Það er mikilvægt fyrir þroska og skilning lesenda að eiga kost á að upplifa fjölbreytileika samfélagsins í gegnum lestur, setja sig í spor ólíkra sögupersóna og finna samkennd með þeim. Það að söguhetja er trans er hvorki aðalatriði frásagnarinnar né óvænt atriði til að þjóna fléttu hennar heldur fellur sá veruleiki átakalaust inn í söguþráðinn. Af einlægni og með virðingu fyrir viðfangsefninu hefur Margréti tekist að setja fram sögu sem fjallar um vegferð transstúlku og þörf hennar fyrir viðurkenningu fjölskyldu og vina; að vera metin á eigin forsendum. Á meðan hún er að fóta sig í nýjum veruleika flækist hún í dularfullt mál innflytjanda sem hún er knúin til að leysa. Aðalpersóna sögunnar heitir Birta. Hún hefur flúið heimahaga, þar sem henni finnst enginn af hennar nánustu skilja sig, henni finnst hún litin hornauga og vera afskipt. Í Reykjavík sér hún tækifæri til að byrja nýtt líf. Sjálfsmynd Birtu er löskuð og henni finnst þægilegast að einangra sig frá öðrum. Stökkið inn í heim hinna fullorðnu er þó ekki einfalt og hún á fullt í fangi með að sinna námi og vinnu og standa skil á leigu kjallaraherbergis. Hún forðast kynni við fólk sem hún deilir með bað- og eldhúsaðstöðu. Þegar áhyggjur hennar vaxa yfir velferð innflytjanda sem leigir næsta herbergi dregst hún inn í dularfullt mál. Spennan magnast með hverjum kafla er Birta setur sjálfa sig í hættu og stígur út fyrir eigin þægindaramma með það eitt í huga að grafa upp sannleikann. Dómnefnd þakkar Margréti innilega fyrir innlegg sitt í flóru barna- og unglingabóka á Íslandi. Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur verða næst veitt vorið 2022. Athygli er vakin á því að skilafrestur handrita er nú fyrr en verið hefur, þau skulu berast Reykjavík bókmenntaborg UNESCO, Ráðhúsi Reykjavíkur, í síðasta lagi 18. október 2021.
Umsögn dómnefndar Handritið sem bar sigur úr bítum heitið Sterk og er eftir Margréti Tryggvadóttur. Þetta er grípandi saga sem dregur upp mynd úr lífi minnihlutahópa á Íslandi. Sagan fjallar meðal annars um daglegt líf og viðkvæma stöðu transfólks og innflytjenda í samfélaginu. Hér opnast sagnaheimur sem fáir rithöfundar hafa fetað. Það er mikilvægt fyrir þroska og skilning lesenda að eiga kost á að upplifa fjölbreytileika samfélagsins í gegnum lestur, setja sig í spor ólíkra sögupersóna og finna samkennd með þeim. Það að söguhetja er trans er hvorki aðalatriði frásagnarinnar né óvænt atriði til að þjóna fléttu hennar heldur fellur sá veruleiki átakalaust inn í söguþráðinn. Af einlægni og með virðingu fyrir viðfangsefninu hefur Margréti tekist að setja fram sögu sem fjallar um vegferð transstúlku og þörf hennar fyrir viðurkenningu fjölskyldu og vina; að vera metin á eigin forsendum. Á meðan hún er að fóta sig í nýjum veruleika flækist hún í dularfullt mál innflytjanda sem hún er knúin til að leysa. Aðalpersóna sögunnar heitir Birta. Hún hefur flúið heimahaga, þar sem henni finnst enginn af hennar nánustu skilja sig, henni finnst hún litin hornauga og vera afskipt. Í Reykjavík sér hún tækifæri til að byrja nýtt líf. Sjálfsmynd Birtu er löskuð og henni finnst þægilegast að einangra sig frá öðrum. Stökkið inn í heim hinna fullorðnu er þó ekki einfalt og hún á fullt í fangi með að sinna námi og vinnu og standa skil á leigu kjallaraherbergis. Hún forðast kynni við fólk sem hún deilir með bað- og eldhúsaðstöðu. Þegar áhyggjur hennar vaxa yfir velferð innflytjanda sem leigir næsta herbergi dregst hún inn í dularfullt mál. Spennan magnast með hverjum kafla er Birta setur sjálfa sig í hættu og stígur út fyrir eigin þægindaramma með það eitt í huga að grafa upp sannleikann. Dómnefnd þakkar Margréti innilega fyrir innlegg sitt í flóru barna- og unglingabóka á Íslandi.
Bókmenntir Reykjavík Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira