Eitt stærsta blað Japans og heimsins heimtar að Ólympíuleikunum verði aflýst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2021 08:02 Andstaða Japana gegn Ólympíuleikunum í sumar er alltaf að aukast enda er kórónuveiran að herja á landsmenn. AP/Koji Sasahara Það eru bara tveir mánuðir í að Ólympíuleikarnir í Tókyó eiga að hefjast. Almenningsálitið í Japan er mjög neikvætt gagnvart því að halda leikana í núverandi ástandi í landinu. Kórónuveirufaraldurinn herjar á Japana sem vörðust veirunni vel þegar hún kom fyrst fram en hafa lent í vandræðum með seinni bylgjur auk þess að það gengur frekar illa að bólusetja fólk í landinu. Meirihluti Japana vilja ekki að Ólympíuleikarnir fari fram í Tókýó í sumar og nú eru stóru fjölmiðlarnir farnir að kalla eftir því að leikunum verði aflýst. Japan's Asahi Shimbun, an official partner of the Tokyo 2020 Olympics, called for the Summer Games to be cancelled in an editorial on Wednesday, citing risks to public safety and strains on the medical system from the COVID-19 pandemic. https://t.co/Cb3uruq5Wx— Reuters Sports (@ReutersSports) May 26, 2021 Asahi Shimbun er næststærsta blað heimsins og gefið út í meira en fimm milljónum eintaka. Það vakti því talsverða athygli þegar sú skoðun kom fram í ritstjórapistli blaðsins þess að Japanir yrðu að hætta við leikana. Asahi Shimbun er meira segja einn af styrktaraðilunum leikanna en afstaðan er skýr. „Við teljum það ekki skynsamlegt að halda Ólympíuleikana í borginni í sumar,“ kom fram í ritstjórapistlinum og fyrirsögn hans var: „Við heimtum það að Suga forsætisráðherra fresti leikunum“ Ástandið í kórónuveirufaraldrinum er slæmt í Japan en það er þó ekkert sem bendir til þess að Alþjóða Ólympíunefndin eða skipuleggjendur leikanna séu að plana það að hætta við leikana annað árið í röð. Major newspaper & official sponsor of Tokyo #Olympics calls for cancelation. Asahi Shimbun writes scathing editorial, asking what's the point of Olympics if it's against the will of people & threatening health. Does this pave the way for other sponsors to speak out? @EarlyStart pic.twitter.com/VFMFDL140r— Selina Wang (@selinawangtv) May 26, 2021 Ritstjórapistillinn er aftur á móti með hreina og skýra kröfu á stjórnvöld í Japan. „Vantrú á og ósætti með glannalega ríkisstjórn er bara að aukast. Við heimtum það að Suga forsætisráðherra leggi réttmætt mat á stöðuna og ákveði að fresta leikunum í sumar,“ segir í pistlinum. Japanar hafa þegar eytt 15,4 milljörðum dollara í Ólympíuleikana og Alþjóðaólympíunefndin myndi tapa gríðarlegum sjónvarpstekjum ef leikunum yrði aflýst. Peningapressan er því bara í eina átt. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn herjar á Japana sem vörðust veirunni vel þegar hún kom fyrst fram en hafa lent í vandræðum með seinni bylgjur auk þess að það gengur frekar illa að bólusetja fólk í landinu. Meirihluti Japana vilja ekki að Ólympíuleikarnir fari fram í Tókýó í sumar og nú eru stóru fjölmiðlarnir farnir að kalla eftir því að leikunum verði aflýst. Japan's Asahi Shimbun, an official partner of the Tokyo 2020 Olympics, called for the Summer Games to be cancelled in an editorial on Wednesday, citing risks to public safety and strains on the medical system from the COVID-19 pandemic. https://t.co/Cb3uruq5Wx— Reuters Sports (@ReutersSports) May 26, 2021 Asahi Shimbun er næststærsta blað heimsins og gefið út í meira en fimm milljónum eintaka. Það vakti því talsverða athygli þegar sú skoðun kom fram í ritstjórapistli blaðsins þess að Japanir yrðu að hætta við leikana. Asahi Shimbun er meira segja einn af styrktaraðilunum leikanna en afstaðan er skýr. „Við teljum það ekki skynsamlegt að halda Ólympíuleikana í borginni í sumar,“ kom fram í ritstjórapistlinum og fyrirsögn hans var: „Við heimtum það að Suga forsætisráðherra fresti leikunum“ Ástandið í kórónuveirufaraldrinum er slæmt í Japan en það er þó ekkert sem bendir til þess að Alþjóða Ólympíunefndin eða skipuleggjendur leikanna séu að plana það að hætta við leikana annað árið í röð. Major newspaper & official sponsor of Tokyo #Olympics calls for cancelation. Asahi Shimbun writes scathing editorial, asking what's the point of Olympics if it's against the will of people & threatening health. Does this pave the way for other sponsors to speak out? @EarlyStart pic.twitter.com/VFMFDL140r— Selina Wang (@selinawangtv) May 26, 2021 Ritstjórapistillinn er aftur á móti með hreina og skýra kröfu á stjórnvöld í Japan. „Vantrú á og ósætti með glannalega ríkisstjórn er bara að aukast. Við heimtum það að Suga forsætisráðherra leggi réttmætt mat á stöðuna og ákveði að fresta leikunum í sumar,“ segir í pistlinum. Japanar hafa þegar eytt 15,4 milljörðum dollara í Ólympíuleikana og Alþjóðaólympíunefndin myndi tapa gríðarlegum sjónvarpstekjum ef leikunum yrði aflýst. Peningapressan er því bara í eina átt.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira