Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 82-88 | Oddaleikur á Hlíðarenda staðreynd Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 26. maí 2021 21:58 Jón Arnór fagnar sigri Valsmanna í kvöld. vísir/bára Valur tryggði sér oddaleik með að vinna KR í DHL-höllinni í kvöld. Liðin mætast í oddaleik á föstudag. Það var rafmögnuð spenna í loftinu þegar að Valsmenn komu í heimsókn á Meistaravelli til þess að mæta KR. KR 2-1 yfir í seríunni og þetta var því einfalt, sigur eða sumarfrí fyrir strákana frá Hlíðarenda. KR komu inn í leikinn eftir góðan sigur á útivelli í síðasta leik og voru í dauðafæri að koma sér áfram. Eftir að KR byrjaði leikinn betur sigu Valsmenn framúr, leiddu allan leikinn og lönduðu að lokum góðum sigri 82-88. KR byrjuðu leikinn mun betur, komust í 8-0 og voru að fá mjög auðveld færi í sókninni sem gerði það að verkum að Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals þurfti að bregða á það ráð að taka leikhlé eftir einungis tveggja mínútna leik. Finnur hafði byrjað með þá Pavel Ermolinskij og Jordan Roland útaf en skipti þeim inná sem reyndist vera góð hugmynd. Pavel setti þrjár stórar þriggja stiga körfur í fyrsta leikhluta sem breytti öllu fyrir liðið sem var að ströggla til að byrja með. Þessar körfur ásamt skotum frá Jóni og stigum eftir sóknarfráköst frá Hjálmari og Sinisa Bilic smíðuðu nauma forystu og leiddu gestirnir eftir fyrsta leikhluta 27-28. Vörn Vals var virkilega sterk í öðrum leikhluta og skoruðu KR aðeins 16 stig í hlutanum. Þar af skoruðu þeir ekkert fyrstu fjórar mínúturnar sem er ekki eitthvað sem maður er vanur hjá þessu sterka sóknarliði. Leikmenn eins og Hjálmar Stefánsson og Kristófer Acox spiluðu frábærlega varnarlega í leikhlutanum og gerðu virkilega vel. Í síðari hálfleik þá tók Miguel Cardoso virkilega til sinna ráða og sigldi skútunni í heimahöfn fyrir sitt lið. Hann var að setja þriggja stiga skot, komast inn í teiginn og setja tveggja stiga skot og fara alla leið og klára eða finna félaga sína. Valsmenn gerðu svo einfaldlega nóg það sem eftir lifði leiks. Liðin skoruðu mun minna en í hinum leikjum seríunnar og hentaði það Val mun betur heldur en að vera í skotkeppni eins og í þriðja leiknum í einvíginu. Valur hélt fimm til átta stiga forystu allan seinni hálfleikinn og eiginlega alltaf þegar að KR voru að gera sig líklega kom stór karfa frá annaðhvort Jóni Arnóri eða Cardoso og stöðvaði áhlaupið. Lokatölur 82-88. Stigahæstur Vals var Miguel Cardoso sem skoraði 22 stig, en hjá KR skoraði Brandon Nazione 21. Hvers vegna vann Valur? Hinir leikirnir í seríunni hafa að miklu leiti spilast á hraða sem hentar KR betur heldur en Val. Í kvöld stjórnuðu Valsmenn hraðanum á leiknum betur og það hentaði þeim vel. Þeir gerðu aukinheldur mjög vel í því að halda Tyler Sabin niðri. Sabin hefur verið að taða niður körfunum í seríunni hingað til en tók einungis 14 skottilraunir í þessum leik. Hvað gekk vel? Pavel Ermonlinski átti frábæran leik. Sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem hann setti niður fjórar þriggja stiga körfur og voru þær sérstaklega mikilvægar eftir að KR náðu forystu í leiknum. Í síðari hálfleik var hann ekki að raða niður neinum stigum en stýrði leiknum vel og var stór partur af því að tempóið hélst eins lágt og það var. Hvað gekk illa? Tyler Sabin skoraði 15 stig úr 14 skottilraunum í kvöld. Það er talsvert fyrir neðan þá skilvirkni sem hann býður oftast uppá, þarna gerðu Valsmenn vel en mögulega hefði Sabin geta gert betur í sumum stöðum. Þessi leikur súmmerast samt einna helst upp á því að KR tapaði 14 boltum gegn einungis 5 hjá Val. Dýrt spaug það. Hvað næst? Virkilega einfalt. Origohöllin næstkomandi föstudag 28. maí klukkan 20:15. Sigur eða sumarfrí. Örlögin ákváðu að þetta færi í oddaleik Darri Freyr Atlason var að vonum ekkert sérstaklega ánægður eftir tapið gegn Val á heimavelli í kvöld „þeir voru bara betri í kvöld. Við lögðum svolitla áherslu á að taka burtu rúllið hjá Kristófer, því það gekk ekki vel síðast. Þá kannski opnuðust aðrir hlutir. Sérstaklega í fyrri hálfleik.“ Oddaleikurinn leggst vel í þjálfarann samt sem áður. „Já við verðum bara að taka því þannig að örlögin hafi bara ákveðið þetta. Okkur finnst við ennþá hafa fullt af tækifærum til þess að gera töluvert betur°og við mætum bara tilbúnir á föstudaginn.“ Valsmenn voru duglegir að komast inn í miðjuna í leiknum, eitthvað sem þeir höfðu ekki verið að gera í hinum leikjunum og voru sterkari í vörninni á Sabin. „Þeir tröppuðu harðar á Sabin. Kannski engin kjarneðlisfræði að leysa það en það var nýtt. Þeir leiddu líka leikinn í einhverjar 32 mínútur. Við fengum einhverja sénsa en maður getur ekki tekið einhverja „moral victories“ í þessu.“ Spenntur fyrir oddaleik Tyler Sabin bakvörður KR var ekki alveg nógu sáttur í leikslok eftir tap fyrir Val sem sendir seríu þessara liða í oddaleik. „Við vissum að þeir myndu mæta með nýjar áherslur og þeir gerðu það vel, við höfum samt tíma til þess að skoða það og gera betur í næsta leik.“ Valsmenn spiluðu eilítið stífari vörn á Sabin heldur en í síðustu leikjum en hann heldur að hann haldi áfram að finna lausnir. „Ef þeir ætla að gera það þá gera þeir það. Við getum alveg ráðið við það. Við töpuðum bara með sex stigum þrátt fyri að eiga ekki okkar besta leik“ Sabin er svo bara spenntur fyrir oddaleiknum. „Sennilega eru allir spenntir fyrir oddaleiknum. Ekki bara við heldur allir landsmenn og við reynum að gera það sem við getum fyrir þá. Dominos-deild karla KR Valur
Valur tryggði sér oddaleik með að vinna KR í DHL-höllinni í kvöld. Liðin mætast í oddaleik á föstudag. Það var rafmögnuð spenna í loftinu þegar að Valsmenn komu í heimsókn á Meistaravelli til þess að mæta KR. KR 2-1 yfir í seríunni og þetta var því einfalt, sigur eða sumarfrí fyrir strákana frá Hlíðarenda. KR komu inn í leikinn eftir góðan sigur á útivelli í síðasta leik og voru í dauðafæri að koma sér áfram. Eftir að KR byrjaði leikinn betur sigu Valsmenn framúr, leiddu allan leikinn og lönduðu að lokum góðum sigri 82-88. KR byrjuðu leikinn mun betur, komust í 8-0 og voru að fá mjög auðveld færi í sókninni sem gerði það að verkum að Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals þurfti að bregða á það ráð að taka leikhlé eftir einungis tveggja mínútna leik. Finnur hafði byrjað með þá Pavel Ermolinskij og Jordan Roland útaf en skipti þeim inná sem reyndist vera góð hugmynd. Pavel setti þrjár stórar þriggja stiga körfur í fyrsta leikhluta sem breytti öllu fyrir liðið sem var að ströggla til að byrja með. Þessar körfur ásamt skotum frá Jóni og stigum eftir sóknarfráköst frá Hjálmari og Sinisa Bilic smíðuðu nauma forystu og leiddu gestirnir eftir fyrsta leikhluta 27-28. Vörn Vals var virkilega sterk í öðrum leikhluta og skoruðu KR aðeins 16 stig í hlutanum. Þar af skoruðu þeir ekkert fyrstu fjórar mínúturnar sem er ekki eitthvað sem maður er vanur hjá þessu sterka sóknarliði. Leikmenn eins og Hjálmar Stefánsson og Kristófer Acox spiluðu frábærlega varnarlega í leikhlutanum og gerðu virkilega vel. Í síðari hálfleik þá tók Miguel Cardoso virkilega til sinna ráða og sigldi skútunni í heimahöfn fyrir sitt lið. Hann var að setja þriggja stiga skot, komast inn í teiginn og setja tveggja stiga skot og fara alla leið og klára eða finna félaga sína. Valsmenn gerðu svo einfaldlega nóg það sem eftir lifði leiks. Liðin skoruðu mun minna en í hinum leikjum seríunnar og hentaði það Val mun betur heldur en að vera í skotkeppni eins og í þriðja leiknum í einvíginu. Valur hélt fimm til átta stiga forystu allan seinni hálfleikinn og eiginlega alltaf þegar að KR voru að gera sig líklega kom stór karfa frá annaðhvort Jóni Arnóri eða Cardoso og stöðvaði áhlaupið. Lokatölur 82-88. Stigahæstur Vals var Miguel Cardoso sem skoraði 22 stig, en hjá KR skoraði Brandon Nazione 21. Hvers vegna vann Valur? Hinir leikirnir í seríunni hafa að miklu leiti spilast á hraða sem hentar KR betur heldur en Val. Í kvöld stjórnuðu Valsmenn hraðanum á leiknum betur og það hentaði þeim vel. Þeir gerðu aukinheldur mjög vel í því að halda Tyler Sabin niðri. Sabin hefur verið að taða niður körfunum í seríunni hingað til en tók einungis 14 skottilraunir í þessum leik. Hvað gekk vel? Pavel Ermonlinski átti frábæran leik. Sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem hann setti niður fjórar þriggja stiga körfur og voru þær sérstaklega mikilvægar eftir að KR náðu forystu í leiknum. Í síðari hálfleik var hann ekki að raða niður neinum stigum en stýrði leiknum vel og var stór partur af því að tempóið hélst eins lágt og það var. Hvað gekk illa? Tyler Sabin skoraði 15 stig úr 14 skottilraunum í kvöld. Það er talsvert fyrir neðan þá skilvirkni sem hann býður oftast uppá, þarna gerðu Valsmenn vel en mögulega hefði Sabin geta gert betur í sumum stöðum. Þessi leikur súmmerast samt einna helst upp á því að KR tapaði 14 boltum gegn einungis 5 hjá Val. Dýrt spaug það. Hvað næst? Virkilega einfalt. Origohöllin næstkomandi föstudag 28. maí klukkan 20:15. Sigur eða sumarfrí. Örlögin ákváðu að þetta færi í oddaleik Darri Freyr Atlason var að vonum ekkert sérstaklega ánægður eftir tapið gegn Val á heimavelli í kvöld „þeir voru bara betri í kvöld. Við lögðum svolitla áherslu á að taka burtu rúllið hjá Kristófer, því það gekk ekki vel síðast. Þá kannski opnuðust aðrir hlutir. Sérstaklega í fyrri hálfleik.“ Oddaleikurinn leggst vel í þjálfarann samt sem áður. „Já við verðum bara að taka því þannig að örlögin hafi bara ákveðið þetta. Okkur finnst við ennþá hafa fullt af tækifærum til þess að gera töluvert betur°og við mætum bara tilbúnir á föstudaginn.“ Valsmenn voru duglegir að komast inn í miðjuna í leiknum, eitthvað sem þeir höfðu ekki verið að gera í hinum leikjunum og voru sterkari í vörninni á Sabin. „Þeir tröppuðu harðar á Sabin. Kannski engin kjarneðlisfræði að leysa það en það var nýtt. Þeir leiddu líka leikinn í einhverjar 32 mínútur. Við fengum einhverja sénsa en maður getur ekki tekið einhverja „moral victories“ í þessu.“ Spenntur fyrir oddaleik Tyler Sabin bakvörður KR var ekki alveg nógu sáttur í leikslok eftir tap fyrir Val sem sendir seríu þessara liða í oddaleik. „Við vissum að þeir myndu mæta með nýjar áherslur og þeir gerðu það vel, við höfum samt tíma til þess að skoða það og gera betur í næsta leik.“ Valsmenn spiluðu eilítið stífari vörn á Sabin heldur en í síðustu leikjum en hann heldur að hann haldi áfram að finna lausnir. „Ef þeir ætla að gera það þá gera þeir það. Við getum alveg ráðið við það. Við töpuðum bara með sex stigum þrátt fyri að eiga ekki okkar besta leik“ Sabin er svo bara spenntur fyrir oddaleiknum. „Sennilega eru allir spenntir fyrir oddaleiknum. Ekki bara við heldur allir landsmenn og við reynum að gera það sem við getum fyrir þá.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti