Zuma segist saklaus af spillingu Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2021 12:57 Jacob Zuma í dómsal í morgun. EPA/PHILL MAGAKOE Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, lýsti í dag yfir saklausan af spillingu. Réttarhöld gegn honum hófust í morgun en hann hafur verið ákærður fyrir spillingu og fjársvik í sextán liðum fyrir meint brot sem spanna meira en tvo áratugi. Hinn 79 ára gamli Zuma er meðal annars sakaður um að hafa tekið við mútum frá franska vopnaframleiðandanum Thales, í tengslum við kaup Suður-Afríku á orrustuþotum, kafbátum og annars konar vopnum af fimm evrópskum fyrirtækjum árið 1999. Þá var Zuma aðstoðarmaður Thabo Mbeki, sem var forseti. Zuma var forseti á árunum 2009 til 2018 og er hann sagður hafa tekið við fúlgum fjár frá Thales í gegnum árin. Í frétt AFP fréttaveitunnar segir að lögmenn Thales hafi einnig lýst yfir sakleysi fyrirtækisins, sem hefur verið ákært fyrir spillingu og fjárþvætti. Þeir sögðu fyrirtækið ekki hafa greitt Zuma mútur til að koma í veg fyrir rannsókn á áðurnefndum vopnakaupum. Zuma var fyrst ákærður árið 2005 en réttarhöldum gegn honum hefur ítrekað verið frestað síðan þá. Hann hefur haldið því fram að ásakanirnar séu runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga sinna. BBC segir að vopnakaupin hafi verið verulega umdeild allt frá því þau voru fyrst tilkynnt. Í heildina greiddi Suður-Afríka um þrjátíu milljarða rand fyrir vopnin en það samsvarar um 260 milljörðum króna, gróflega reiknað. Gagnrýnendur sögðu réttast að verja peningunum í berjast gegn fátækt í Suður-Afríku og bentu á að ríkið stæði ekki frammi fyrir neinum ógnum sem réttlættu fjárfestingu sem þessa í herafla landsins. Réttarhöldin gegn Zuma eiga að halda áfram í sumar. Suður-Afríka Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Hinn 79 ára gamli Zuma er meðal annars sakaður um að hafa tekið við mútum frá franska vopnaframleiðandanum Thales, í tengslum við kaup Suður-Afríku á orrustuþotum, kafbátum og annars konar vopnum af fimm evrópskum fyrirtækjum árið 1999. Þá var Zuma aðstoðarmaður Thabo Mbeki, sem var forseti. Zuma var forseti á árunum 2009 til 2018 og er hann sagður hafa tekið við fúlgum fjár frá Thales í gegnum árin. Í frétt AFP fréttaveitunnar segir að lögmenn Thales hafi einnig lýst yfir sakleysi fyrirtækisins, sem hefur verið ákært fyrir spillingu og fjárþvætti. Þeir sögðu fyrirtækið ekki hafa greitt Zuma mútur til að koma í veg fyrir rannsókn á áðurnefndum vopnakaupum. Zuma var fyrst ákærður árið 2005 en réttarhöldum gegn honum hefur ítrekað verið frestað síðan þá. Hann hefur haldið því fram að ásakanirnar séu runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga sinna. BBC segir að vopnakaupin hafi verið verulega umdeild allt frá því þau voru fyrst tilkynnt. Í heildina greiddi Suður-Afríka um þrjátíu milljarða rand fyrir vopnin en það samsvarar um 260 milljörðum króna, gróflega reiknað. Gagnrýnendur sögðu réttast að verja peningunum í berjast gegn fátækt í Suður-Afríku og bentu á að ríkið stæði ekki frammi fyrir neinum ógnum sem réttlættu fjárfestingu sem þessa í herafla landsins. Réttarhöldin gegn Zuma eiga að halda áfram í sumar.
Suður-Afríka Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira