Getum enn fengið stóra hópsýkingu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. maí 2021 12:27 Þórólfur Guðnason segir viðbúið að enn komi upp smit þótt dögunum fjölgi þar sem enginn greinist með veiruna. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hann hefði verið til í að sjá núllin áfram í kórónuveirusmitum en það sé óraunhæft. Veiran sé enn þarna úti en að veiran sem nú sé að greinast sé sú sama og greindist fyrir rúmri viku og var kennd við H&M. Fimm greindust með veiruna í gær og voru tveir utan sóttkvíar. „Þetta er ekki óviðbúið. Við höfum verið að tala um að veiran sé ennþá úti í samfélaginu," segir Þórólfur. Fjórir þeirra sem greindust í gær, þar á meðal starfsmaður á leikskólanum Árborg, tengjast þessum eina sem greindist með veiruna í fyrradag. „Veiran virðist vera sú sama og greindist á dögunum og var kennd við H&M. Þannig að þetta er sama veiran sem við erum að eiga við.“ Sá fimmti sem greindist í gær, annar þeirra sem greindist utan sóttkvíar, er ferðamaður. „Þetta er ferðamaður sem kom fyrir viku síðan til landsins og þurfti vottorð til að komast heim. Þá greindist hann með jákvætt covid-test.“ Enginn greindist með veiruna um helgina, í fjóra daga í röð, en Þórólfur segir fimm smitaða þó ekki gríðarlegt áfall eða bakslag. „Við hefðum viljað sjá núllin áfram en ég held það sé óraunhæft í sjálfu sér. Veiran er þarna úti og er að valda, sem betur fer, litlum einkennum eða engum einkennum hjá mörgum. En þeir geta þá smitað og þess vegna ríður á að allir passi sig, jafnvel þótt við séum byrjuð að slaka á aðgerðum. Við erum ekki laus við veiruna, við getum allt í einu fengið stóra hópsýkingu ef fólk gætir ekki að sér,“ segir Þórólfur og minnir á að það taki nokkrar vikur fyrir bóluefnið að virka. „Svo geta bólusettir fengið veiruna og borið hana áfram, þótt það sé sjaldgæft.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Enginn greindist innanlands fjórða daginn í röð Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, fjórða daginn í röð. Þá greindist enginn á landamærum heldur. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavörnum. 24. maí 2021 11:01 Smit á leikskólanum Árborg Starfsmaður á leikskólanum Árborg í Árbæjarhverfi í Reykjavík hefur greinst með Covid-19. 26. maí 2021 11:00 Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Fimm greindust með veiruna í gær og voru tveir utan sóttkvíar. „Þetta er ekki óviðbúið. Við höfum verið að tala um að veiran sé ennþá úti í samfélaginu," segir Þórólfur. Fjórir þeirra sem greindust í gær, þar á meðal starfsmaður á leikskólanum Árborg, tengjast þessum eina sem greindist með veiruna í fyrradag. „Veiran virðist vera sú sama og greindist á dögunum og var kennd við H&M. Þannig að þetta er sama veiran sem við erum að eiga við.“ Sá fimmti sem greindist í gær, annar þeirra sem greindist utan sóttkvíar, er ferðamaður. „Þetta er ferðamaður sem kom fyrir viku síðan til landsins og þurfti vottorð til að komast heim. Þá greindist hann með jákvætt covid-test.“ Enginn greindist með veiruna um helgina, í fjóra daga í röð, en Þórólfur segir fimm smitaða þó ekki gríðarlegt áfall eða bakslag. „Við hefðum viljað sjá núllin áfram en ég held það sé óraunhæft í sjálfu sér. Veiran er þarna úti og er að valda, sem betur fer, litlum einkennum eða engum einkennum hjá mörgum. En þeir geta þá smitað og þess vegna ríður á að allir passi sig, jafnvel þótt við séum byrjuð að slaka á aðgerðum. Við erum ekki laus við veiruna, við getum allt í einu fengið stóra hópsýkingu ef fólk gætir ekki að sér,“ segir Þórólfur og minnir á að það taki nokkrar vikur fyrir bóluefnið að virka. „Svo geta bólusettir fengið veiruna og borið hana áfram, þótt það sé sjaldgæft.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Enginn greindist innanlands fjórða daginn í röð Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, fjórða daginn í röð. Þá greindist enginn á landamærum heldur. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavörnum. 24. maí 2021 11:01 Smit á leikskólanum Árborg Starfsmaður á leikskólanum Árborg í Árbæjarhverfi í Reykjavík hefur greinst með Covid-19. 26. maí 2021 11:00 Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Enginn greindist innanlands fjórða daginn í röð Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, fjórða daginn í röð. Þá greindist enginn á landamærum heldur. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavörnum. 24. maí 2021 11:01
Smit á leikskólanum Árborg Starfsmaður á leikskólanum Árborg í Árbæjarhverfi í Reykjavík hefur greinst með Covid-19. 26. maí 2021 11:00