Getum enn fengið stóra hópsýkingu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. maí 2021 12:27 Þórólfur Guðnason segir viðbúið að enn komi upp smit þótt dögunum fjölgi þar sem enginn greinist með veiruna. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hann hefði verið til í að sjá núllin áfram í kórónuveirusmitum en það sé óraunhæft. Veiran sé enn þarna úti en að veiran sem nú sé að greinast sé sú sama og greindist fyrir rúmri viku og var kennd við H&M. Fimm greindust með veiruna í gær og voru tveir utan sóttkvíar. „Þetta er ekki óviðbúið. Við höfum verið að tala um að veiran sé ennþá úti í samfélaginu," segir Þórólfur. Fjórir þeirra sem greindust í gær, þar á meðal starfsmaður á leikskólanum Árborg, tengjast þessum eina sem greindist með veiruna í fyrradag. „Veiran virðist vera sú sama og greindist á dögunum og var kennd við H&M. Þannig að þetta er sama veiran sem við erum að eiga við.“ Sá fimmti sem greindist í gær, annar þeirra sem greindist utan sóttkvíar, er ferðamaður. „Þetta er ferðamaður sem kom fyrir viku síðan til landsins og þurfti vottorð til að komast heim. Þá greindist hann með jákvætt covid-test.“ Enginn greindist með veiruna um helgina, í fjóra daga í röð, en Þórólfur segir fimm smitaða þó ekki gríðarlegt áfall eða bakslag. „Við hefðum viljað sjá núllin áfram en ég held það sé óraunhæft í sjálfu sér. Veiran er þarna úti og er að valda, sem betur fer, litlum einkennum eða engum einkennum hjá mörgum. En þeir geta þá smitað og þess vegna ríður á að allir passi sig, jafnvel þótt við séum byrjuð að slaka á aðgerðum. Við erum ekki laus við veiruna, við getum allt í einu fengið stóra hópsýkingu ef fólk gætir ekki að sér,“ segir Þórólfur og minnir á að það taki nokkrar vikur fyrir bóluefnið að virka. „Svo geta bólusettir fengið veiruna og borið hana áfram, þótt það sé sjaldgæft.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Enginn greindist innanlands fjórða daginn í röð Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, fjórða daginn í röð. Þá greindist enginn á landamærum heldur. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavörnum. 24. maí 2021 11:01 Smit á leikskólanum Árborg Starfsmaður á leikskólanum Árborg í Árbæjarhverfi í Reykjavík hefur greinst með Covid-19. 26. maí 2021 11:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Fimm greindust með veiruna í gær og voru tveir utan sóttkvíar. „Þetta er ekki óviðbúið. Við höfum verið að tala um að veiran sé ennþá úti í samfélaginu," segir Þórólfur. Fjórir þeirra sem greindust í gær, þar á meðal starfsmaður á leikskólanum Árborg, tengjast þessum eina sem greindist með veiruna í fyrradag. „Veiran virðist vera sú sama og greindist á dögunum og var kennd við H&M. Þannig að þetta er sama veiran sem við erum að eiga við.“ Sá fimmti sem greindist í gær, annar þeirra sem greindist utan sóttkvíar, er ferðamaður. „Þetta er ferðamaður sem kom fyrir viku síðan til landsins og þurfti vottorð til að komast heim. Þá greindist hann með jákvætt covid-test.“ Enginn greindist með veiruna um helgina, í fjóra daga í röð, en Þórólfur segir fimm smitaða þó ekki gríðarlegt áfall eða bakslag. „Við hefðum viljað sjá núllin áfram en ég held það sé óraunhæft í sjálfu sér. Veiran er þarna úti og er að valda, sem betur fer, litlum einkennum eða engum einkennum hjá mörgum. En þeir geta þá smitað og þess vegna ríður á að allir passi sig, jafnvel þótt við séum byrjuð að slaka á aðgerðum. Við erum ekki laus við veiruna, við getum allt í einu fengið stóra hópsýkingu ef fólk gætir ekki að sér,“ segir Þórólfur og minnir á að það taki nokkrar vikur fyrir bóluefnið að virka. „Svo geta bólusettir fengið veiruna og borið hana áfram, þótt það sé sjaldgæft.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Enginn greindist innanlands fjórða daginn í röð Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, fjórða daginn í röð. Þá greindist enginn á landamærum heldur. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavörnum. 24. maí 2021 11:01 Smit á leikskólanum Árborg Starfsmaður á leikskólanum Árborg í Árbæjarhverfi í Reykjavík hefur greinst með Covid-19. 26. maí 2021 11:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Enginn greindist innanlands fjórða daginn í röð Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, fjórða daginn í röð. Þá greindist enginn á landamærum heldur. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavörnum. 24. maí 2021 11:01
Smit á leikskólanum Árborg Starfsmaður á leikskólanum Árborg í Árbæjarhverfi í Reykjavík hefur greinst með Covid-19. 26. maí 2021 11:00