Íslenska flugstéttarfélagið hafnar „dylgjum og rangfærslum“ ASÍ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 23. maí 2021 16:28 Flugfélagið Play kynnt í Perlunni Vilhelm Gunnarsson Íslenska flugstéttafélagið eða ÍFF furðar sig á vinnubrögðum ASÍ að reka áróður gegn félaginu og viðsemjanda þess, flugfélagsins Play. Þá harmar félagið og hafnar „öllum þeim dylgjum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ,“ segir í yfirlýsingu sem félagið sendi á fjölmiðla nú fyrir skömmu. Forsaga málsins er sú að Drífa Snædal forseti ASÍ hvatti landsmenn til að sniðganga flugfélagið þar sem félagið bjóði starfsmönnum hálfgerð þrælakjör. Vafi er uppi um þá fullyrðinu og segir forstjóri PLAY framferði ASÍ óboðlegt. Það sé rangt að grunnlaun séu 260 þúsund krónur eins og ASÍ heldur fram heldur 350 þúsund. Óhætt er að segja að heit umræða hafi skapast á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þegar forstjórinn og forsetinn komu saman. Samningar eftir helstu leikreglum markaðarins Í yfirlýsingu ÍFF segir að ÍFF hafi leitað til Play, áður WAB, og óskaði eftir að félagið myndi gera kjarasamning við sig. Allar samningsviðræður hafi verið af hálfu fulltrúa sinna stétta. Flugmenn, sem áður höfðu samið fyrir hönd ÍFF við WOW, hafi samið fyrir hönd flugmanna og að fyrrum flugliðar WOW, sem áður voru í samninganefnd FÍÍ, hafi fengið umboð ÍFF til að semja fyrir flugliða. Gerðir hafi verið samþættir og straumlínulagaðir tímamótasamningar eftir helstu leikreglum markaðarins en með nýrri sameiginlegri framtíðarsýn. ÍFF furðar sig á vinnubrögðum ASÍ að reka áróður gegn félaginu og viðsemjanda þess. „Í góðri trú áttu fulltrúar ÍFF fund með ASÍ 3. júní 2020 þar sem starfsemi ÍFF var kynnt. Eftir fundinn vorum við spurð hvort við höfum skoðað að ganga í samtök ASÍ. Óskuðum við þá eftir kynningu um hvað slík aðild myndi fela í sér. Ekkert hefur enn heyrst frá ASÍ. Einnig furðar ÍFF sig á því að ASÍ fari fyrst með rangmæli sín um ÍFF og kjarasamninga þess við PLAY í fjölmiðla áður en leitað er svara hjá félaginu,“ segir í yfirlýsingunni. Ósanngjörn og ódrengileg vinnubrögð Þá segir að í krafti stærðar og tengsla sinna séu þetta ósanngjörn og ódrengileg vinnubrögð af aðal talsmanni hinna vinnandi stétta á Íslandi. „Vegur þar þyngst að okkar mati fullyrðing forseta ASÍ um að lægstu laun flugliða séu undir lágmarkslaunum í landinu eða um 260 þúsund þegar staðreyndir hafa verið raktar um að þau séu um 352 þúsund, án vinnuframlags, í veikindum eða orlofi. Taka verður svo tillit til allra þátta og liða þegar reiknuð eru laun flugfólks,“ segir í yfirlýsingunni. ÍFF harmar og hafnar öllum þeim dylgjum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ. Ásakanir um að ÍFF sé “gult stéttarfélag” séu særandi og móðgun og það félagið standi fyrir að því er fram kemur í yfirlýsingunni. „Samingar okkar eru gerðir í góðri trú eftir þeim leikreglum sem mótast hafa gegnum tímann til að skapa tækifæri fyrir félagsmenn og alls ekki til höfuðs annarra félaga eða starfsbræðra og -systra,“ segir í yfirlýsingunni frá stjórn íslenska flugstéttafélagsins. Tilkynning frá Íslenska flugstéttarfélaginu: Íslenska flugmannafélagið var stofnað 29. október árið 2014 af 15 flugmönnum WOW air. Þegar best lét voru félagsmenn félagsins vel yfir 200. ÍFF er lítið opið frjálst stéttarfélag og innan þess mikil reynsla félagsmanna af trúnaðarstörfum fyrir önnur stéttarfélög innan flugstéttarinnar. ÍFF hefur verið aðili að Alþjóða-, evrópsku- og Norrænu flutningasamtökunum, ITF, ETF og NTF. Eftir áfallið sem dundi yfir okkur 2019 lagði trúnaðarráð ÍFF fyrir félagsmenn á fundi að opna félagið fyrir fleiri stéttir að danskri fyrirmynd. Ástæða breytingarinnar var að búa til tækifæri fyrir félagsmenn og fyrrverandi samstarfsmenn til að geta stundað fag sitt á Íslandi. Sem var samþykkt og úr varð Íslenska flugstéttafélagið. Hjá ÍFF er starfræktur sjúkrasjóður, SÍFF, einnig orlofsnefnd, stoðnefnd, alþjóðanefnd, samstarfsnefnd, samninganefnd, starfsráð og trúnaðarráð. ÍFF leitaði til PLAY, áður WAB, og óskaði eftir að félagið myndi gera kjarasamning við sig. Allar samningsviðræður voru af hálfu fulltrúa sinna stétta. Flugmenn, sem áður höfðu samið fyrir hönd ÍFF við WOW, sömdu fyrir hönd flugmanna og fengu fyrrum flugliðar WOW sem áður voru í samninganefnd FFÍ og samstarfsnefnd, umboð ÍFF til að semja fyrir flugliða. Gerðir voru samþættir og straumlínulagaðir tímamótasamningar eftir helstu leikreglum markaðarins en með nýrri sameiginlegri framtíðarsýn. ÍFF furðar sig á vinnubrögðum ASÍ að reka áróður gegn félaginu og viðsemjanda þess. Í góðri trú áttu fulltrúar ÍFF fund með ASÍ 3. júní 2020 þar sem starfsemi ÍFF var kynnt. Eftir fundinn vorum við spurð hvort við höfum skoðað að ganga í samtök ASÍ. Óskuðum við þá eftir kynningu um hvað slík aðild myndi fela í sér. Ekkert hefur enn heyrst frá ASÍ. Einnig furðar ÍFF sig á því að ASÍ fari fyrst með rangmæli sín um ÍFF og kjarasamninga þess við PLAY í fjölmiðla áður en leitað er svara hjá félaginu. Í krafti stærðar og tengsla sinna eru þetta ósanngjörn og ódrengileg vinnubrögð af aðal talsmanni hinna vinnandi stétta á Íslandi. Vegur þar þyngst að okkar mati fullyrðing forseta ASÍ um að lægstu laun flugliða séu undir lágmarkslaunum í landinu eða um 260 þúsund þegar staðreyndir hafa verið raktar um að þau séu um 352 þúsund, án vinnuframlags, í veikindum eða orlofi. Taka verður svo tillit til allra þátta og liða þegar reiknuð eru laun flugfólks. ÍFF harmar og hafnar öllum þeim dylgjum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ. Ásakanir um að ÍFF sé “gult stéttarfélag” eru særandi og móðgun við okkur og það sem við stöndum fyrir. Samingar okkar eru gerðir í góðri trú eftir þeim leikreglum sem mótast hafa gegnum tímann til að skapa tækifæri fyrir félagsmenn og alls ekki til höfuðs annarra félaga eða starfsbræðra og -systra. Virðingarfyllst, Stjórn Íslenska flugstéttafélagsins Fréttir af flugi Play Vinnumarkaður Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Drífa Snædal forseti ASÍ hvatti landsmenn til að sniðganga flugfélagið þar sem félagið bjóði starfsmönnum hálfgerð þrælakjör. Vafi er uppi um þá fullyrðinu og segir forstjóri PLAY framferði ASÍ óboðlegt. Það sé rangt að grunnlaun séu 260 þúsund krónur eins og ASÍ heldur fram heldur 350 þúsund. Óhætt er að segja að heit umræða hafi skapast á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þegar forstjórinn og forsetinn komu saman. Samningar eftir helstu leikreglum markaðarins Í yfirlýsingu ÍFF segir að ÍFF hafi leitað til Play, áður WAB, og óskaði eftir að félagið myndi gera kjarasamning við sig. Allar samningsviðræður hafi verið af hálfu fulltrúa sinna stétta. Flugmenn, sem áður höfðu samið fyrir hönd ÍFF við WOW, hafi samið fyrir hönd flugmanna og að fyrrum flugliðar WOW, sem áður voru í samninganefnd FÍÍ, hafi fengið umboð ÍFF til að semja fyrir flugliða. Gerðir hafi verið samþættir og straumlínulagaðir tímamótasamningar eftir helstu leikreglum markaðarins en með nýrri sameiginlegri framtíðarsýn. ÍFF furðar sig á vinnubrögðum ASÍ að reka áróður gegn félaginu og viðsemjanda þess. „Í góðri trú áttu fulltrúar ÍFF fund með ASÍ 3. júní 2020 þar sem starfsemi ÍFF var kynnt. Eftir fundinn vorum við spurð hvort við höfum skoðað að ganga í samtök ASÍ. Óskuðum við þá eftir kynningu um hvað slík aðild myndi fela í sér. Ekkert hefur enn heyrst frá ASÍ. Einnig furðar ÍFF sig á því að ASÍ fari fyrst með rangmæli sín um ÍFF og kjarasamninga þess við PLAY í fjölmiðla áður en leitað er svara hjá félaginu,“ segir í yfirlýsingunni. Ósanngjörn og ódrengileg vinnubrögð Þá segir að í krafti stærðar og tengsla sinna séu þetta ósanngjörn og ódrengileg vinnubrögð af aðal talsmanni hinna vinnandi stétta á Íslandi. „Vegur þar þyngst að okkar mati fullyrðing forseta ASÍ um að lægstu laun flugliða séu undir lágmarkslaunum í landinu eða um 260 þúsund þegar staðreyndir hafa verið raktar um að þau séu um 352 þúsund, án vinnuframlags, í veikindum eða orlofi. Taka verður svo tillit til allra þátta og liða þegar reiknuð eru laun flugfólks,“ segir í yfirlýsingunni. ÍFF harmar og hafnar öllum þeim dylgjum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ. Ásakanir um að ÍFF sé “gult stéttarfélag” séu særandi og móðgun og það félagið standi fyrir að því er fram kemur í yfirlýsingunni. „Samingar okkar eru gerðir í góðri trú eftir þeim leikreglum sem mótast hafa gegnum tímann til að skapa tækifæri fyrir félagsmenn og alls ekki til höfuðs annarra félaga eða starfsbræðra og -systra,“ segir í yfirlýsingunni frá stjórn íslenska flugstéttafélagsins. Tilkynning frá Íslenska flugstéttarfélaginu: Íslenska flugmannafélagið var stofnað 29. október árið 2014 af 15 flugmönnum WOW air. Þegar best lét voru félagsmenn félagsins vel yfir 200. ÍFF er lítið opið frjálst stéttarfélag og innan þess mikil reynsla félagsmanna af trúnaðarstörfum fyrir önnur stéttarfélög innan flugstéttarinnar. ÍFF hefur verið aðili að Alþjóða-, evrópsku- og Norrænu flutningasamtökunum, ITF, ETF og NTF. Eftir áfallið sem dundi yfir okkur 2019 lagði trúnaðarráð ÍFF fyrir félagsmenn á fundi að opna félagið fyrir fleiri stéttir að danskri fyrirmynd. Ástæða breytingarinnar var að búa til tækifæri fyrir félagsmenn og fyrrverandi samstarfsmenn til að geta stundað fag sitt á Íslandi. Sem var samþykkt og úr varð Íslenska flugstéttafélagið. Hjá ÍFF er starfræktur sjúkrasjóður, SÍFF, einnig orlofsnefnd, stoðnefnd, alþjóðanefnd, samstarfsnefnd, samninganefnd, starfsráð og trúnaðarráð. ÍFF leitaði til PLAY, áður WAB, og óskaði eftir að félagið myndi gera kjarasamning við sig. Allar samningsviðræður voru af hálfu fulltrúa sinna stétta. Flugmenn, sem áður höfðu samið fyrir hönd ÍFF við WOW, sömdu fyrir hönd flugmanna og fengu fyrrum flugliðar WOW sem áður voru í samninganefnd FFÍ og samstarfsnefnd, umboð ÍFF til að semja fyrir flugliða. Gerðir voru samþættir og straumlínulagaðir tímamótasamningar eftir helstu leikreglum markaðarins en með nýrri sameiginlegri framtíðarsýn. ÍFF furðar sig á vinnubrögðum ASÍ að reka áróður gegn félaginu og viðsemjanda þess. Í góðri trú áttu fulltrúar ÍFF fund með ASÍ 3. júní 2020 þar sem starfsemi ÍFF var kynnt. Eftir fundinn vorum við spurð hvort við höfum skoðað að ganga í samtök ASÍ. Óskuðum við þá eftir kynningu um hvað slík aðild myndi fela í sér. Ekkert hefur enn heyrst frá ASÍ. Einnig furðar ÍFF sig á því að ASÍ fari fyrst með rangmæli sín um ÍFF og kjarasamninga þess við PLAY í fjölmiðla áður en leitað er svara hjá félaginu. Í krafti stærðar og tengsla sinna eru þetta ósanngjörn og ódrengileg vinnubrögð af aðal talsmanni hinna vinnandi stétta á Íslandi. Vegur þar þyngst að okkar mati fullyrðing forseta ASÍ um að lægstu laun flugliða séu undir lágmarkslaunum í landinu eða um 260 þúsund þegar staðreyndir hafa verið raktar um að þau séu um 352 þúsund, án vinnuframlags, í veikindum eða orlofi. Taka verður svo tillit til allra þátta og liða þegar reiknuð eru laun flugfólks. ÍFF harmar og hafnar öllum þeim dylgjum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ. Ásakanir um að ÍFF sé “gult stéttarfélag” eru særandi og móðgun við okkur og það sem við stöndum fyrir. Samingar okkar eru gerðir í góðri trú eftir þeim leikreglum sem mótast hafa gegnum tímann til að skapa tækifæri fyrir félagsmenn og alls ekki til höfuðs annarra félaga eða starfsbræðra og -systra. Virðingarfyllst, Stjórn Íslenska flugstéttafélagsins
Tilkynning frá Íslenska flugstéttarfélaginu: Íslenska flugmannafélagið var stofnað 29. október árið 2014 af 15 flugmönnum WOW air. Þegar best lét voru félagsmenn félagsins vel yfir 200. ÍFF er lítið opið frjálst stéttarfélag og innan þess mikil reynsla félagsmanna af trúnaðarstörfum fyrir önnur stéttarfélög innan flugstéttarinnar. ÍFF hefur verið aðili að Alþjóða-, evrópsku- og Norrænu flutningasamtökunum, ITF, ETF og NTF. Eftir áfallið sem dundi yfir okkur 2019 lagði trúnaðarráð ÍFF fyrir félagsmenn á fundi að opna félagið fyrir fleiri stéttir að danskri fyrirmynd. Ástæða breytingarinnar var að búa til tækifæri fyrir félagsmenn og fyrrverandi samstarfsmenn til að geta stundað fag sitt á Íslandi. Sem var samþykkt og úr varð Íslenska flugstéttafélagið. Hjá ÍFF er starfræktur sjúkrasjóður, SÍFF, einnig orlofsnefnd, stoðnefnd, alþjóðanefnd, samstarfsnefnd, samninganefnd, starfsráð og trúnaðarráð. ÍFF leitaði til PLAY, áður WAB, og óskaði eftir að félagið myndi gera kjarasamning við sig. Allar samningsviðræður voru af hálfu fulltrúa sinna stétta. Flugmenn, sem áður höfðu samið fyrir hönd ÍFF við WOW, sömdu fyrir hönd flugmanna og fengu fyrrum flugliðar WOW sem áður voru í samninganefnd FFÍ og samstarfsnefnd, umboð ÍFF til að semja fyrir flugliða. Gerðir voru samþættir og straumlínulagaðir tímamótasamningar eftir helstu leikreglum markaðarins en með nýrri sameiginlegri framtíðarsýn. ÍFF furðar sig á vinnubrögðum ASÍ að reka áróður gegn félaginu og viðsemjanda þess. Í góðri trú áttu fulltrúar ÍFF fund með ASÍ 3. júní 2020 þar sem starfsemi ÍFF var kynnt. Eftir fundinn vorum við spurð hvort við höfum skoðað að ganga í samtök ASÍ. Óskuðum við þá eftir kynningu um hvað slík aðild myndi fela í sér. Ekkert hefur enn heyrst frá ASÍ. Einnig furðar ÍFF sig á því að ASÍ fari fyrst með rangmæli sín um ÍFF og kjarasamninga þess við PLAY í fjölmiðla áður en leitað er svara hjá félaginu. Í krafti stærðar og tengsla sinna eru þetta ósanngjörn og ódrengileg vinnubrögð af aðal talsmanni hinna vinnandi stétta á Íslandi. Vegur þar þyngst að okkar mati fullyrðing forseta ASÍ um að lægstu laun flugliða séu undir lágmarkslaunum í landinu eða um 260 þúsund þegar staðreyndir hafa verið raktar um að þau séu um 352 þúsund, án vinnuframlags, í veikindum eða orlofi. Taka verður svo tillit til allra þátta og liða þegar reiknuð eru laun flugfólks. ÍFF harmar og hafnar öllum þeim dylgjum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ. Ásakanir um að ÍFF sé “gult stéttarfélag” eru særandi og móðgun við okkur og það sem við stöndum fyrir. Samingar okkar eru gerðir í góðri trú eftir þeim leikreglum sem mótast hafa gegnum tímann til að skapa tækifæri fyrir félagsmenn og alls ekki til höfuðs annarra félaga eða starfsbræðra og -systra. Virðingarfyllst, Stjórn Íslenska flugstéttafélagsins
Fréttir af flugi Play Vinnumarkaður Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira