Lewandowski náði metinu á ögurstundu | Bremen niður eftir 40 ár í efstu deild Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2021 15:30 Lewandowski hélt spennunni fram á lokastund. Getty Images/Alexander Hassenstein Robert Lewandowski bætti 49 ára gamalt markamet Gerds Müllers í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta er lið hans Bayern München vann 5-2 sigur á Augsburg í lokaumferð deildarinnar í dag. Werder Bremen féll niður í næst efstu deild. Bayern München hafði þegar tryggt sér titilinn fyrir leik dagsins og þá voru lágu Meistaradeildarsætin einnig fyrir. RB Leipzig var öruggt með annað sætið og Borussia Dortmund og Wolfsburg jöfn í 3.-4. sæti, fjórum stigum frá Frankfurt, og því örugg með sæti í Meistaradeild að ári. Úrslit Bayern München skiptu þá litlu máli vegna stöðunnar en flestra augu voru á Robert Lewandowski sem gat með marki slegið markamet Gerds Müller sem skoraði 40 mörk tímabilið 1971-72. Bæjarar mættu Alfreði Finnbogasyni og félögum í Augsburg í dag. Það fór vel af stað hjá þeim þar sem Bayern leiddi 4-0 í hálfleik, en ekkert markanna kom þó frá Lewandowski. Serge Gnabry, Joshua Kimmich og Kingsley Coman skoruðu auk þess sem Jeffrey Gouweleeuw, leikmaður Augsburgar, skoraði sjálfsmark. Tvö mörk frá André Hahn og Florian Niederlechner löguðu stöðuna fyrir gestina um miðjan seinni hálfleik. Allt stefndi í að Lewandowski næði ekki að bæta metið og 4-2 yrðu lokatölur. Það var komið fram í uppbótartíma þegar hann náði markinu og á dramatískan hátt bætti hann 49 ára gamalt markamet Müllers. 41 mark skoraði sá pólski í 29 deildarleikjum á leiktíðinni. Dortmund í þriðja og Union Berlin í nýja Evrópukeppni Dortmund vann góðan 3-1 sigur á Bayer Leverkusen, þar sem Erling Braut Haaland skoraði tvö marka Dortmund en Marco Reus eitt. Dortmund hafnaði í þriðja sæti með 64 stig en Wolfsburg, sem tapaði 3-2 gegn Mainz í því fjórða með þremur stigum minna. Bayer Leverkusen, var líkt og Frankfurt, öruggt með Evrópudeildarsæti en jöfn barátta var um sjöunda sætið sem veitir keppnisrétt í nýrri sambandsdeild Evrópu. Union Berlin stóð best að vígi með 47 stig, Borussia Mönchengladbach var með 46 og Stuttgart 45 stig. Berlínarliðið vann sterkan 2-1 sigur á RB Leipzig og skipti því litlu fyrir Gladbach að vinna sinn leik gegn Werder Bremen 4-2. Það skipti þó heldur betur miklu máli fyrir Brimarbúa sem voru í fallbaráttu. Belgískur varnarmaður bjargaði Köln, um stund í það minnsta Þrjú lið kepptust þar um að halda sæti sínu. Bielefeld var í öruggu sæti með 32 stig, Werder Bremen var með 31 stig í umspilssæti um fall, og Köln var í 17. sæti, fallsæti, 30 stig. Bielefeld vann Stuttgart 2-0 á útivelli og tryggði þannig sæti sitt. Keppnin var því milli Kölnar og Brimarbúa. Ljóst var að jafntefli myndi fella Köln sama hvað en þeir öttu kappi við fallið botnlið Schalke. Markalaust var þar allt frá á 86. mínútu þegar belgíski varnarmaðurinn Sebastian Bornauw skoraði sigurmark Köln og tryggði hann liðinu ekki aðeins 1-0 sigur, heldur von um að halda sæti sínu. Werder Bremen er vegna taps síns því fallið, með 31 stig í 17. sæti, en Köln sem lauk keppni með 33 stig í 16. sæti fer í umspil við liðið sem lendir í þriðja sæti í B-deildinni um hvort þeirra leikur í efstu deild að ári. Lokaumferð B-deildarinnar fer fram á morgun. Bremen hefur jaðrað við fall síðustu ár en mun nú fara í næst efstu deild í fyrsta sinn síðan tímabilið 1980-81. Þýski boltinn Þýskaland Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Bayern München hafði þegar tryggt sér titilinn fyrir leik dagsins og þá voru lágu Meistaradeildarsætin einnig fyrir. RB Leipzig var öruggt með annað sætið og Borussia Dortmund og Wolfsburg jöfn í 3.-4. sæti, fjórum stigum frá Frankfurt, og því örugg með sæti í Meistaradeild að ári. Úrslit Bayern München skiptu þá litlu máli vegna stöðunnar en flestra augu voru á Robert Lewandowski sem gat með marki slegið markamet Gerds Müller sem skoraði 40 mörk tímabilið 1971-72. Bæjarar mættu Alfreði Finnbogasyni og félögum í Augsburg í dag. Það fór vel af stað hjá þeim þar sem Bayern leiddi 4-0 í hálfleik, en ekkert markanna kom þó frá Lewandowski. Serge Gnabry, Joshua Kimmich og Kingsley Coman skoruðu auk þess sem Jeffrey Gouweleeuw, leikmaður Augsburgar, skoraði sjálfsmark. Tvö mörk frá André Hahn og Florian Niederlechner löguðu stöðuna fyrir gestina um miðjan seinni hálfleik. Allt stefndi í að Lewandowski næði ekki að bæta metið og 4-2 yrðu lokatölur. Það var komið fram í uppbótartíma þegar hann náði markinu og á dramatískan hátt bætti hann 49 ára gamalt markamet Müllers. 41 mark skoraði sá pólski í 29 deildarleikjum á leiktíðinni. Dortmund í þriðja og Union Berlin í nýja Evrópukeppni Dortmund vann góðan 3-1 sigur á Bayer Leverkusen, þar sem Erling Braut Haaland skoraði tvö marka Dortmund en Marco Reus eitt. Dortmund hafnaði í þriðja sæti með 64 stig en Wolfsburg, sem tapaði 3-2 gegn Mainz í því fjórða með þremur stigum minna. Bayer Leverkusen, var líkt og Frankfurt, öruggt með Evrópudeildarsæti en jöfn barátta var um sjöunda sætið sem veitir keppnisrétt í nýrri sambandsdeild Evrópu. Union Berlin stóð best að vígi með 47 stig, Borussia Mönchengladbach var með 46 og Stuttgart 45 stig. Berlínarliðið vann sterkan 2-1 sigur á RB Leipzig og skipti því litlu fyrir Gladbach að vinna sinn leik gegn Werder Bremen 4-2. Það skipti þó heldur betur miklu máli fyrir Brimarbúa sem voru í fallbaráttu. Belgískur varnarmaður bjargaði Köln, um stund í það minnsta Þrjú lið kepptust þar um að halda sæti sínu. Bielefeld var í öruggu sæti með 32 stig, Werder Bremen var með 31 stig í umspilssæti um fall, og Köln var í 17. sæti, fallsæti, 30 stig. Bielefeld vann Stuttgart 2-0 á útivelli og tryggði þannig sæti sitt. Keppnin var því milli Kölnar og Brimarbúa. Ljóst var að jafntefli myndi fella Köln sama hvað en þeir öttu kappi við fallið botnlið Schalke. Markalaust var þar allt frá á 86. mínútu þegar belgíski varnarmaðurinn Sebastian Bornauw skoraði sigurmark Köln og tryggði hann liðinu ekki aðeins 1-0 sigur, heldur von um að halda sæti sínu. Werder Bremen er vegna taps síns því fallið, með 31 stig í 17. sæti, en Köln sem lauk keppni með 33 stig í 16. sæti fer í umspil við liðið sem lendir í þriðja sæti í B-deildinni um hvort þeirra leikur í efstu deild að ári. Lokaumferð B-deildarinnar fer fram á morgun. Bremen hefur jaðrað við fall síðustu ár en mun nú fara í næst efstu deild í fyrsta sinn síðan tímabilið 1980-81.
Þýski boltinn Þýskaland Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira