Mannréttindi fyrir alla Anna Lúðvíksdóttir skrifar 28. maí 2021 09:01 Í 60 ár hefur alþjóðahreyfingin Amnesty International barist þrotlaust gegn mannréttindabrotum og hefur skilað árangri fyrir hundruð þúsunda einstaklinga um heim allan. Amnesty International fagnar afmæli sínu, sögu og sigrum með opnun útisýningar í Pósthússtræti í dag klukkan 17:00 ásamt því að veita viðurkenninguna Aðgerðasinni Amnesty International til að heiðra einstakling sem hefur barist fyrir mannréttindum með aðgerðum sínum af krafti og eljusemi. Upphaf Amnesty International má rekja til breska lögfræðingsins Peter Benenson sem fékk grein sína Gleymdu fangarnir (e. The Forgotten Prisoners) birta í dagblaðinu Observer þann 28. maí 1961. Í kjölfarið hóf hann alþjóðlega herferð sem bar heitið Ákall um sakaruppgjöf 1961 (Appeal for Amnesty 1961). Þar kallaði hann eftir því að fólk gripi til aðgerða fyrir einstaklinga sem væru í fangelsi fyrir skoðanir sínar. Ákall hans snerti við fólki sem sameinaðist í baráttunni fyrir réttlæti og frelsi. Allar götur síðan hefur hreyfingin byggt starf sitt á þeirri hugmynd að saman geti almennir borgarar breytt heiminum til hins betra. Í dag er Amnesty International alþjóðahreyfing um 10 milljón einstaklinga sem berjast fyrir mannréttindum, réttlæti, jafnrétti og frelsi fyrir alla. Um heim allan, allt frá Bretlandi til Íslands, frá Ástralíu til Úganda hefur fólk komið saman til að krefjast þess að mannréttindi allra séu virt og vernduð. Mannréttindi eru bundin í alþjóðasamninga og sáttmála sem ríki hafa skuldbundið sig til að virða og Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna er vegvísir Amnesty International í baráttu samtakanna. Styrkur Amnesty International byggir meðal annars á því að samtökin eru óháð öllum ríkisstjórnum, stjórnmálastefnum, efnahagslegum hagsmunum og trúarbrögðum. Því geta samtökin óhikað sinnt starfi sínu í þágu mannréttinda og barist fyrir jákvæðum breytingum með því að beita þrýstingi á valdhafa án áhrifa frá stjórnvöldum og stórfyrirtækjum. Þau eru fjárhagslega sjálfstæð, þökk sé öflugum stuðningi félaga og stuðningsaðila og ákvarðanir eru teknar á lýðræðislegan hátt. Á fyrstu árum Amnesty International voru markmið og starfssvið þrengri en þá var aðaláherslan á að fá samviskufanga leysta úr haldi, að öllum væru tryggð réttlát réttarhöld og að borin væri virðing fyrir mannlegri reisn fanga . Með auknum fjölda félaga og stofnun fleiri deilda um allan heim varð krafan um að Amnesty International beitti sér gegn fleiri mannréttindabrotum háværari og á næstu árum og áratugum tóku samtökin að vinna gegn dauðarefsingunni, pyndingum, þvinguðum mannshvörfum ásamt því að berjast fyrir réttindum kvenna, flóttafólks og hinsegin fólks. Amnesty International þrýsti á gerð alþjóðlegs vopnaviðskiptasamnings með það að markmiði að koma í veg fyrir frjálst flæði vopna og torvelda að vopn lendi í höndum ólögmætra herja, hryðjuverkamanna og glæpasamtaka og að alþjóðlegur sakamáladómstóll yrði stofnaður til að draga aðila til ábyrgðar fyrir alvarlegustu mannréttindabrotin eins og þjóðarmorð og stríðsglæpi. Breytingar á stöðu mannréttinda í heiminum gerast ekki á einni nóttu, það krefst seiglu og þolinmæði að berjast fyrir bættum heimi. En hvernig er árangurinn af starfi Amnesty mældur? Árangurinn er mældur í því hvar jákvæðar breytingar hafa orðið á lífi fólks, hann er mældur í fjölda samviskufanga sem hafa verið leystir úr haldi, í fjölda hótana, pyndinga og dauðarefsinga sem hefur verið afstýrt og í fjölda laga sem hefur verið breytt svo þau verndi og virði mannréttindi allra. Hann er mældur í fjölda skólabarna sem læra um réttindi sín og fjölda einstaklinga í jaðarsettum hópum sem óttast ekki lengur að krefjast þess að fá að njóta réttinda sinna. Drifkraftur og hvatning til áframhaldandi starfs fæst þegar góðar fréttir berast ár hvert um að valdhafar hafi brugðist við þrýstingi félaga Amnesty International og réttlæti tryggt fyrir þolendur mannréttindabrota. Árið 2016 var Bandaríkjamaðurinn Albert Woodfox loksins látinn laus úr fangelsi eftir að hafa dvalið í einangrun í ríkisfangelsi í Louisiana í Bandaríkjunum í 43 ár og 10 mánuði. Woodfox hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu. Engar áþreifanlegar sannanir tengja hann við glæpinn og sakfelling hans byggðist einkum á vitnisburði samfanga hans sem hlaut náðun fyrir vikið. Amnesty International hafði lengi barist fyrir lausn hans úr fangelsi. Í febrúar 2018 var Teodora del Carmen Vásquez leyst úr haldi eftir áralanga baráttu Amnesty-félaga. Teodora fæddi andvana barn árið 2007 í El Salvador. Þar er þungunarrof bannað undir öllum kringumstæðum og konur sem verða fyrir fósturmissi eiga jafnvel hættu á að verða ákærðar fyrir morð. Lögreglan handtók hana þar sem hún lá í blóði sínu á vinnustað sínum. Teodora var dæmd í 30 ára fangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði þar sem ályktað var að hún væri sek um þungunarrof. Þetta er langt frá því að vera eina dæmið um slíkt óréttlæti þar í landi og halda Amnesty-félagar áfram að berjast fyrir því að þessi grimmu og miskunnarlausu lög verði afnumin. Þó að staðan á mannréttindum víða um heim sé bágborin og ljóst að starfi Amnesty International sé hvergi nærri lokið halda félagar og aðgerðasinnar áfram baráttunni allt þar til síðasta pyndingaklefanum verður lokað, dauðarefsingin heyrir sögunni til og mannréttindi allra eru virt. Stuðningur þinn skiptir máli! Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í 60 ár hefur alþjóðahreyfingin Amnesty International barist þrotlaust gegn mannréttindabrotum og hefur skilað árangri fyrir hundruð þúsunda einstaklinga um heim allan. Amnesty International fagnar afmæli sínu, sögu og sigrum með opnun útisýningar í Pósthússtræti í dag klukkan 17:00 ásamt því að veita viðurkenninguna Aðgerðasinni Amnesty International til að heiðra einstakling sem hefur barist fyrir mannréttindum með aðgerðum sínum af krafti og eljusemi. Upphaf Amnesty International má rekja til breska lögfræðingsins Peter Benenson sem fékk grein sína Gleymdu fangarnir (e. The Forgotten Prisoners) birta í dagblaðinu Observer þann 28. maí 1961. Í kjölfarið hóf hann alþjóðlega herferð sem bar heitið Ákall um sakaruppgjöf 1961 (Appeal for Amnesty 1961). Þar kallaði hann eftir því að fólk gripi til aðgerða fyrir einstaklinga sem væru í fangelsi fyrir skoðanir sínar. Ákall hans snerti við fólki sem sameinaðist í baráttunni fyrir réttlæti og frelsi. Allar götur síðan hefur hreyfingin byggt starf sitt á þeirri hugmynd að saman geti almennir borgarar breytt heiminum til hins betra. Í dag er Amnesty International alþjóðahreyfing um 10 milljón einstaklinga sem berjast fyrir mannréttindum, réttlæti, jafnrétti og frelsi fyrir alla. Um heim allan, allt frá Bretlandi til Íslands, frá Ástralíu til Úganda hefur fólk komið saman til að krefjast þess að mannréttindi allra séu virt og vernduð. Mannréttindi eru bundin í alþjóðasamninga og sáttmála sem ríki hafa skuldbundið sig til að virða og Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna er vegvísir Amnesty International í baráttu samtakanna. Styrkur Amnesty International byggir meðal annars á því að samtökin eru óháð öllum ríkisstjórnum, stjórnmálastefnum, efnahagslegum hagsmunum og trúarbrögðum. Því geta samtökin óhikað sinnt starfi sínu í þágu mannréttinda og barist fyrir jákvæðum breytingum með því að beita þrýstingi á valdhafa án áhrifa frá stjórnvöldum og stórfyrirtækjum. Þau eru fjárhagslega sjálfstæð, þökk sé öflugum stuðningi félaga og stuðningsaðila og ákvarðanir eru teknar á lýðræðislegan hátt. Á fyrstu árum Amnesty International voru markmið og starfssvið þrengri en þá var aðaláherslan á að fá samviskufanga leysta úr haldi, að öllum væru tryggð réttlát réttarhöld og að borin væri virðing fyrir mannlegri reisn fanga . Með auknum fjölda félaga og stofnun fleiri deilda um allan heim varð krafan um að Amnesty International beitti sér gegn fleiri mannréttindabrotum háværari og á næstu árum og áratugum tóku samtökin að vinna gegn dauðarefsingunni, pyndingum, þvinguðum mannshvörfum ásamt því að berjast fyrir réttindum kvenna, flóttafólks og hinsegin fólks. Amnesty International þrýsti á gerð alþjóðlegs vopnaviðskiptasamnings með það að markmiði að koma í veg fyrir frjálst flæði vopna og torvelda að vopn lendi í höndum ólögmætra herja, hryðjuverkamanna og glæpasamtaka og að alþjóðlegur sakamáladómstóll yrði stofnaður til að draga aðila til ábyrgðar fyrir alvarlegustu mannréttindabrotin eins og þjóðarmorð og stríðsglæpi. Breytingar á stöðu mannréttinda í heiminum gerast ekki á einni nóttu, það krefst seiglu og þolinmæði að berjast fyrir bættum heimi. En hvernig er árangurinn af starfi Amnesty mældur? Árangurinn er mældur í því hvar jákvæðar breytingar hafa orðið á lífi fólks, hann er mældur í fjölda samviskufanga sem hafa verið leystir úr haldi, í fjölda hótana, pyndinga og dauðarefsinga sem hefur verið afstýrt og í fjölda laga sem hefur verið breytt svo þau verndi og virði mannréttindi allra. Hann er mældur í fjölda skólabarna sem læra um réttindi sín og fjölda einstaklinga í jaðarsettum hópum sem óttast ekki lengur að krefjast þess að fá að njóta réttinda sinna. Drifkraftur og hvatning til áframhaldandi starfs fæst þegar góðar fréttir berast ár hvert um að valdhafar hafi brugðist við þrýstingi félaga Amnesty International og réttlæti tryggt fyrir þolendur mannréttindabrota. Árið 2016 var Bandaríkjamaðurinn Albert Woodfox loksins látinn laus úr fangelsi eftir að hafa dvalið í einangrun í ríkisfangelsi í Louisiana í Bandaríkjunum í 43 ár og 10 mánuði. Woodfox hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu. Engar áþreifanlegar sannanir tengja hann við glæpinn og sakfelling hans byggðist einkum á vitnisburði samfanga hans sem hlaut náðun fyrir vikið. Amnesty International hafði lengi barist fyrir lausn hans úr fangelsi. Í febrúar 2018 var Teodora del Carmen Vásquez leyst úr haldi eftir áralanga baráttu Amnesty-félaga. Teodora fæddi andvana barn árið 2007 í El Salvador. Þar er þungunarrof bannað undir öllum kringumstæðum og konur sem verða fyrir fósturmissi eiga jafnvel hættu á að verða ákærðar fyrir morð. Lögreglan handtók hana þar sem hún lá í blóði sínu á vinnustað sínum. Teodora var dæmd í 30 ára fangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði þar sem ályktað var að hún væri sek um þungunarrof. Þetta er langt frá því að vera eina dæmið um slíkt óréttlæti þar í landi og halda Amnesty-félagar áfram að berjast fyrir því að þessi grimmu og miskunnarlausu lög verði afnumin. Þó að staðan á mannréttindum víða um heim sé bágborin og ljóst að starfi Amnesty International sé hvergi nærri lokið halda félagar og aðgerðasinnar áfram baráttunni allt þar til síðasta pyndingaklefanum verður lokað, dauðarefsingin heyrir sögunni til og mannréttindi allra eru virt. Stuðningur þinn skiptir máli! Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun