Swansea stóðst pressu Barnsley og er komið í úrslitaleikinn Anton Ingi Leifsson skrifar 22. maí 2021 19:24 Grimes fagnar markinu sem hjálpaði Swansea í úrslitaleikinn. Matthew Ashton/Getty Það verða Swansea og Brentford sem mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Swansea var 1-0 yfir eftir fyrri leikinn og staða þeirra varð enn vænlegri er Matt Grimes kom þeim yfir á 39. mínútu. Eftir fast leikatriði féll boltinn fyrir Grimes, sem lék á varnarmann Swansea og skrúfaði boltann í fjærhornið. Því þurftu gestirnir að skora tvö mörk til þess að komast áfram en þeir jöfnuðu á 71. mínútu er Cauley Woodrow skoraði. Barnsley pressaði á Swansea undir lokin en náðu þó ekki að koma boltanum í netið og lokatölur 1-1. Það verða því Swansea og Brentford sem mætast í úrslitaleiknum á Wembley um næstu helgi. Swansea beat Barnsley 2-1 on aggregate, to advance to the play-off final where they will meet Brentford.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 22, 2021 Enski boltinn
Það verða Swansea og Brentford sem mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Swansea var 1-0 yfir eftir fyrri leikinn og staða þeirra varð enn vænlegri er Matt Grimes kom þeim yfir á 39. mínútu. Eftir fast leikatriði féll boltinn fyrir Grimes, sem lék á varnarmann Swansea og skrúfaði boltann í fjærhornið. Því þurftu gestirnir að skora tvö mörk til þess að komast áfram en þeir jöfnuðu á 71. mínútu er Cauley Woodrow skoraði. Barnsley pressaði á Swansea undir lokin en náðu þó ekki að koma boltanum í netið og lokatölur 1-1. Það verða því Swansea og Brentford sem mætast í úrslitaleiknum á Wembley um næstu helgi. Swansea beat Barnsley 2-1 on aggregate, to advance to the play-off final where they will meet Brentford.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 22, 2021
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti